Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

1106/2009

Reglugerð um (48.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í II. kafla, I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi EB-gerðir gildi hér á landi:

 

A)

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2008/38/EB um gerð skrár yfir fyrir­hugaða notkun fóðurs með sérstök næringarmarkmið í huga. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 2/2009 frá 6. febrúar 2009.

 

B)

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2008/82/EB frá 30. júlí 2008 um breyt­ingu á tilskipun 2008/38/EB að því er varðar fóður sem ætlað er sem stuðningur við nýrnastarfsemi vegna langvinnrar nýrnabilunar. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 57/2009 frá 30. maí 2009.

2. gr.

Fóður, sem sérstök næringarmarkmið gilda um samkvæmt tilskipun 93/74/EBE, má aðeins markaðssetja ef fyrirhuguð notkun þess kemur fram í B-hluta I. viðauka við þessa reglu­gerð og ef það fullnægir öðrum ákvæðum I. viðauka. Efnisákvæði í "Almenn ákvæði" í A-hluta I. viðauka. gilda einnig um þetta fóður.

3. gr.

Viðauki I við reglugerð þessa kemur í stað 3. kafla "Sérfóður" í 5. viðauka reglugerðar nr. 340/2001.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 17. desember 2009.

F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica