Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

735/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 3, 6. janúar 2009, um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2009, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Lokamálsgrein 2. gr. fellur niður.

2. gr.

Lokamálsgrein 3. gr. orðist svo:

Við veiðarnar skal makrílafli ekki fara yfir 20% af heildarafla hvers skips fyrir tímabilið 9. júlí til og með 30. september 2009. Heimilt er að flytja meðaflaheimild milli skipa.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79/1997, 26. maí 1997, um veiðar í fisk­veiði­landhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 28. ágúst 2009.

F. h. r.

Steinar I. Matthíasson.

Kristján Freyr Helgason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica