Prentað þann 29. mars 2025
1331/2019
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 661/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1190/2012 varðandi það markmið Sambandsins að draga úr Salmonella enteritidis og Salmonella typhimurium í hópum kalkúna eins og kveðið er á um í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2160/2003.
1. gr.
1. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1190/2012 frá 12. desember 2012 varðandi það markmið Sambandsins að draga úr Salmonella enteritidis og Salmonella typhimurium í hópum kalkúna eins og kveðið er á um í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2160/2003. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 103/2013, frá 14. júní 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 37. frá 27. júní 2013, bls. 87.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/268 frá 15. febrúar 2019 um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 200/2010, (ESB) nr. 517/2011, (ESB) nr. 200/2012 og (ESB) nr. 1190/2012 að því er varðar tilteknar aðferðir við prófanir og sýnatöku vegna salmonellu í alifuglum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 108/2019, frá 8. maí 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44, frá 29. maí 2019, bls. 3.
2. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 93/1995 um matvæli.
3. gr.
Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt XI. kafla laga nr. 93/1995 um matvæli.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, 10. gr. laga nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir og 29. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, öll með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 11. desember 2019.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Iðunn Guðjónsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.