Prentað þann 29. mars 2025
1069/2021
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 581/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/405 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625.
Efnisyfirlit
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 3. tölul., svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1327 frá 10. ágúst 2021 um breytingu á II., IX. og XV. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 að því er varðar skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn nýtt kjöt af villtum staktæðum hófdýrum, lagarafurðir úr lagareldi og skordýr til Sambandsins og um leiðréttingu á XI. viðauka við þá framkvæmdarreglugerð að því er varðar skrá yfir þriðju lönd og svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn froskalappir og snigla til Sambandsins.
2. gr.
Ofangreind framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.
3. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðarinnar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 54/1990, um innflutning dýra, lög nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lög nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lög nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum og lög nr. 71/2008, um fiskeldi. Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995, um matvæli.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995, um matvæli, lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum og lögum nr. 71/2008, um fiskeldi, öll með síðari breytingum.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 21. september 2021.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Iðunn Guðjónsdóttir.
FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2021/1327
frá 10. ágúst 2021
um breytingu á II., IX. og XV. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 að því er varðar skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn nýtt kjöt af villtum staktæðum hófdýrum, lagarafurðir úr
lagareldi og skordýr til Sambandsins og um leiðréttingu á XI. viðauka við þá framkvæmdarreglugerð að því er varðar skrá yfir þriðju lönd og svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn froskalappir og snigla til Sambandsins
FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR, með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins,
með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 frá 15. mars 2017 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi sem miðar að því að tryggja að lögum um matvæli og fóður og reglum um heilbrigði og velferð dýra, plöntuheilbrigði og plöntuverndarvörur sé beitt og um breytingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001, (EB) nr. 396/2005, (EB) nr. 1069/2009, (EB) nr. 1107/2009, (ESB) nr. 1151/2012, (ESB) nr. 652/2014, (ESB) 2016/429 og (ESB) 2016/2031, reglugerðum ráðsins (EB) nr. 1/2005 og (EB) nr. 1099/2009 og tilskipunum ráðsins 98/58/EB, 1999/74/EB, 2007/43/EB, 2008/119/EB og 2008/120/EB og um niðurfellingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 854/2004 og (EB) nr. 882/2004, tilskipunum ráðsins 89/608/EBE, 89/662/EBE, 90/425/EBE, 91/496/EBE, 96/23/EB, 96/93/EB og 97/78/EB og ákvörðun ráðsins
92/438/EBE (reglugerð um opinbert eftirlit) (1), einkum 2. mgr. 127. gr., og að teknu tilliti til eftirfarandi:
(1) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/625 (2) bætir við reglugerð (ESB) 2017/625 að því er varðar kröfur vegna komu sendinga af tilteknum dýrum og vörum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið frá þriðju löndum eða svæðum þeirra til að tryggja að þær uppfylli gildandi kröfur, sem komið var á með reglunum um matvælaöryggi, sem um getur í a-lið 2. mgr. 1. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625 eða kröfur sem viðurkennt er að séu a.m.k. jafngildar þeim. Þessar kröfur taka til auðkenningar á dýrum og vörum, sem eru ætluð til manneldis, sem mega einungis koma inn í Sambandið frá þriðju löndum eða svæðum sem eru skráð í samræmi við a-lið 2. mgr. 126. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625.
(2) Einungis má færa þriðja land eða svæði þess á skrána sem um getur í a-lið 2. mgr. 126. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2019/625 ef það uppfyllir kröfurnar sem mælt er fyrir um í 127. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625 og kröfurnar sem mælt er fyrir um í a- til f-lið 4. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2019/625. Krafan sem mælt er fyrir um í f-lið 4. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2019/625 er tilvist, framkvæmd og miðlun eftirlitsáætlunar vegna efnaleifa sem framkvæmdastjórnin hefur samþykkt, þegar við á, í samræmi við tilskipun ráðsins 96/23/EB (3).
(3) Í framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/405 (4) er mælt fyrir um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins í samræmi við reglugerð (ESB) 2017/625 en með ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2011/163/ESB (5) eru samþykktar áætlanir um vöktun efnaleifa sem tiltekin þriðju lönd hafa lagt fram vegna tiltekinna dýra og dýraafurða sem eru tilgreind í viðaukanum við þá ákvörðun.
(4) Ákvörðun 2011/163/ESB var breytt með framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/653 (6) og með henni voru samþykktar áætlanir tiltekinna þriðju landa um vöktun efnaleifa sem uppfylla kröfurnar sem mælt er fyrir um í f-lið 4. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2019/625. Nokkur þessara þriðju landa hafa þegar lagt fram viðeigandi sannanir og ábyrgðir fyrir því að viðkomandi dýr og vörur uppfylli kröfurnar sem mælt er fyrir um í a- til e-lið 4. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2019/625. Til samræmis við það ætti að færa þessi lönd á skrárnar sem mælt er fyrir um í framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405.
(5) Með framkvæmdarákvörðun (ESB) 2021/653 var samþykki fyrir áætlunum tiltekinna þriðju landa um vöktun efnaleifa, sem eru sem stendur í skránum sem mælt er fyrir um í framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405, fellt brott eða takmarkað. Breyta ætti skránum, sem mælt er fyrir um í framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405, til samræmis við það til að fella brott eða takmarka heimildir þessara landa.
(6) Með framkvæmdarákvörðun (ESB) 2021/653 var áætlun Namibíu um vöktun efnaleifa, að því er varðar villt veiðidýr, samþykkt. Þar eð Namibía lagði fram fullnægjandi sannanir og ábyrgðir fyrir því að landið uppfylli kröfurnar í löggjöf Sambandsins vegna komu sendinga af nýju kjöti, að undanskildum sláturmat og hökkuðu kjöti, og unnum kjötvörum úr villtum staktæðum hófdýrum inn í Sambandið ætti að bæta þessu landi við í skrána yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn villt staktæð hófdýr til Sambandsins, sem mælt er fyrir um í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405, með athugasemdinni „einungis villt veiðidýr“.
(7) Með framkvæmdarákvörðun (ESB) 2021/653 var áætlun Nígeríu um vöktun efnaleifa, að því er varðar lagareldi, samþykkt með athugasemdinni „að undanskildum fiski“. Þar eð Nígería lagði fram fullnægjandi sannanir og ábyrgðir fyrir því að landið uppfylli kröfurnar í löggjöf Sambandsins vegna komu sendinga af lagarafurðum úr lagareldi inn í Sambandið ætti að breyta færslunni varðandi Nígeríu í skránni, sem mælt er fyrir um í IX. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405, til að landið fái heimild til að flytja inn sendingar af lagarafurðum úr lagareldi til Sambandsins, að undanskildum fiski.
(8) Með framkvæmdarákvörðun (ESB) 2021/653 var áætlun Óman um vöktun efnaleifa, að því er varðar lagareldi, samþykkt með athugasemdinni „að undanskildum krabbadýrum“. Þar eð Óman lagði fram fullnægjandi sannanir og ábyrgðir fyrir því að landið uppfylli kröfurnar í löggjöf Sambandsins vegna komu sendinga af lagarafurðum úr lagareldi inn í Sambandið ætti að breyta færslunni varðandi Óman í skránni, sem mælt er fyrir um í IX. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405, til að landið fái heimild til að flytja sendingar af lagarafurðum úr lagareldi inn í Sambandið, að undanskildum krabbadýrum.
(9) Með framkvæmdarákvörðun (ESB) 2021/653 var athugasemdinni „að undanskildum krabbadýrum“ bætt við samþykkið fyrir áætlunum um vöktun efnaleifa, að því er varðar lagareldi, hjá Falklandseyjum, Montenegró (Svartfjallalandi), Marokkó og Úkraínu. Af þessum sökum ættu þessi lönd ekki að fá heimild til að flytja krabbadýr úr lagareldi inn í Sambandið. Því ætti að breyta IX. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 til samræmis við það.
(10) Með framkvæmdarákvörðun (ESB) 2021/653 var athugasemdinni „að undanskildum fiski“ bætt við samþykkið fyrir áætlunum um vöktun efnaleifa, að því er varðar lagareldi, hjá Gvatemala, Mósambík, Níkaragva og Tansaníu. Af þessum sökum ættu þessi lönd ekki að fá heimild til að flytja fisk úr lagareldi inn í Sambandið. Því ætti að breyta IX. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 til samræmis við það.
(11) Með framkvæmdarákvörðun (ESB) 2021/653 var neðanmálsgreinum, sem eiga við um lagareldisafurðir, breytt. Í stað „einungis krabbadýr“ og „einungis fiskur“ kom „að undanskildum fiski“ og „að undanskildum krabbadýrum“, eftir því sem við á. Af ástæðum sem varða samkvæmni er nauðsynlegt að aðlaga orðalag athugasemdanna í IX. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 að orðalaginu í framkvæmdarákvörðun (ESB) 2021/653.
(12) Hinn 12. mars 2021 lagði lögbært yfirvald í Breska konungsríkinu viðeigandi spurningalista fyrir framkvæmdastjórnina vegna mats á innflutningi skordýra, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins. Lögbært yfirvald í Breska konungsríkinu svaraði öllum spurningum með fullnægjandi hætti og lét þar með framkvæmdastjórninni í té fullnægjandi sannanir og ábyrgðir fyrir því að kröfur, sem eru jafngildar 1. mgr. 126. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625, séu uppfylltar. Af þeim sökum ætti að færa Breska konungsríkið inn í skrána yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af skordýrum til Sambandsins, sem mælt er fyrir um í XV. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405, með fyrirvara um beitingu laga Sambandsins um og innan Breska konungsríkisins að því er varðar Norður-Írland, í samræmi við 4. mgr. 5. gr. bókunarinnar um Írland/Norður-Írland við samninginn um útgöngu Sameinaða konungsríkisins Stóra-Bretlands og NorðurÍrlands úr Evrópusambandinu og Kjarnorkubandalagi Evrópu, í tengslum við 2. viðauka við þá bókun.
(13) Því ætti að breyta II., IX. og XV. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 til samræmis við það.
(14) Ákvæði XI. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 innihalda villur sem varða Armeníu og Aserbaísjan að því er varðar að upplýsingar vantar og leyfi fyrir vöru. Þessar villur breyta merkingu textans.
(15) Því ætti að leiðrétta XI. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 til samræmis við það.
(16) Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, eru í samræmi við álit fastanefndarinnar um plöntur, dýr, matvæli og fóður.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Í stað II., IX., XI. og XV. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 kemur textinn í viðaukanum við þessa reglugerð.
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel,
Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
forseti.
Ursula VON DER LEYEN
_______________
(1) Stjtíð. ESB L 95, 7.4.2017, bls. 1.
(2) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/625 frá 4. mars 2019 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 að því er varðar kröfur vegna komu sendinga af tilteknum dýrum og vörum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið (Stjtíð. ESB L 131, 17.5.2019, bls. 18).
(3) Tilskipun ráðsins 96/23/EB frá 29. apríl 1996 um ráðstafanir til eftirlits með tilteknum efnum og leifum þeirra í lifandi dýrum og dýraafurðum og um niðurfellingu á tilskipunum 85/358/EBE og 86/469/EBE og ákvörðunum 89/187/EBE og 91/664/EBE (Stjtíð. EB L 125, 23.5.1996, bls. 10).
(4) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/405 frá 24. mars 2021 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 (Stjtíð. ESB L 114, 31.3.2021 bls. 118).
(5) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2011/163/ESB frá 16. mars 2011 um samþykki fyrir áætlunum sem þriðju lönd hafa lagt fram í samræmi við 29. gr. tilskipunar ráðsins 96/23/EB (Stjtíð. ESB L 70, 17.3.2011, bls. 40).
(6) Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/653 frá 20. apríl 2021 um breytingu á ákvörðun 2011/163/ESB um samþykki fyrir áætlunum sem þriðju lönd hafa lagt fram í samræmi við 29. gr. tilskipunar ráðsins 96/23/EB (Stjtíð. ESB L 138, 22.4.2021, bls. 1).
VIÐAUKI
„II. VIÐAUKI
Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af nýju kjöti, að undanskildum sláturmat og hökkuðu kjöti, og unnum kjötvörum úr villtum staktæðum hófdýrum, eins og um getur í 5. gr. og 2. mgr. 19. gr., til Sambandsins
ISO-KÓÐI LANDS | ÞRIÐJA LAND | ATHUGASEMDIR |
NA | Namibía | Einungis villt veiðidýr |
ZA | Suður-Afríka | Einungis villt veiðidýr |
IX. VIÐAUKI
Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af tilteknum lagarafurðum, eins og um getur í 13. gr., 18. gr. (3. mgr.), 19. gr. (4. mgr.), 20. gr. (3. mgr.), 22. gr. (b-liður) og 25. gr. (d-liður), til Sambandsins
ISO-KÓÐI LANDS | ÞRIÐJA LAND EÐA SVÆÐI ÞESS | ATHUGASEMDIR |
AE | Sameinuðu arabísku furstadæmin | Lagareldi: Einungis hráefni sem er annaðhvort frá aðildarríkjum eða frá öðrum þriðju löndum sem samþykkt eru til innflutnings á slíku hráefni til Sambandsins |
AG | Antígva og Barbúda | Einungis lifandi humar úr villtum afla |
AL | Albanía | Að undanskildum krabbadýrum úr lagareldi |
AM | Armenía | Einungis lifandi villtir vatnakrabbar, hitameðhöndlaðir vatnakrabbar sem eru ekki eldisdýr og frystir vatnakrabbar sem eru ekki eldisdýr |
AO | Angóla | Einungis villtur afli |
AR | Argentína | |
AU | Ástralía | |
AZ | Aserbaísjan | Einungis kavíar úr villtum afla |
BA | Bosnía og Hersegóvína | Að undanskildum krabbadýrum úr lagareldi |
BD | Bangladess | |
BJ | Benín | Einungis villtur afli |
BN | Brúnei | Einungis lagareldisafurðir |
BQ | Bonaire, Sankti Estatíusey, Saba | Einungis villtur afli |
BR | Brasilía | |
BS | Bahamaeyjar | Einungis villtur afli |
BY | Belarús (Hvíta-Rússland) | |
BZ | Belís | Einungis villtur afli |
CA | Kanada | |
CG | Kongó | Einungis villtur afli. Einungis lagarafurðir sem eru veiddar, frystar og pakkaðar í endanlegar umbúðir á hafi úti |
CH | Sviss (1) | |
CI | Fílabeinsströndin | Einungis villtur afli |
CL | Chile (Síle) | |
CN | Kína | |
CO | Kólumbía | |
CR | Costa Rica | |
CU | Kúba | |
CV | Grænhöfðaeyjar | Einungis villtur afli |
CW | Curaçao | Einungis villtur afli |
DZ | Alsír | Einungis villtur afli |
EC | Ekvador | |
EG | Egyptaland | Einungis villtur afli |
ER | Eritrea | Einungis villtur afli |
FJ | Fiji | Einungis villtur afli |
FK | Falklandseyjar | Að undanskildum krabbadýrum úr lagareldi |
GA | Gabon | Einungis villtur afli |
ISO-KÓÐI LANDS | ÞRIÐJA LAND EÐA SVÆÐI ÞESS | ATHUGASEMDIR |
GB | Breska konungsríkið (2) | |
GD | Grenada | Einungis villtur afli |
GE | Georgía | Einungis villtur afli |
GG | Guernsey | Einungis villtur afli |
GH | Gana | Einungis villtur afli |
GL | Grænland | Einungis villtur afli |
GM | Gambía | Einungis villtur afli |
GN | Gínea | Einungis villtur afli. Einungis fiskur sem ekki hefur verið tilreiddur eða unninn á annan hátt en með hausun, slægingu, kælingu eða frystingu. |
GT | Gvatemala | Að undanskildum fiski úr lagareldi |
GY | Gvæjana | Einungis villtur afli |
HK | Hong Kong | Einungis villtur afli |
HN | Hondúras | |
ID | Indónesía | |
IL | Ísrael (3) | |
IM | Mön | |
IN | Indland | |
IR | Íran | Að undanskildum fiski úr lagareldi |
JE | Jersey | Einungis villtur afli |
JM | Jamaíka | Einungis villtur afli |
JP | Japan | |
KE | Kenya | |
KI | Kíribatí | Einungis villtur afli |
KR | Suður-Kórea | |
KZ | Kasakstan | Einungis villtur afli |
LK | Srí Lanka | |
MA | Marokkó | Að undanskildum krabbadýrum úr lagareldi |
MD | Moldóva | Einungis kavíar |
ME | Montenegró (Svartfjallaland) | Að undanskildum krabbadýrum úr lagareldi |
MG | Madagaskar | |
MK | Norður-Makedónía | |
MM | Myanmar (Mjanmar) | |
MR | Máritanía | Einungis villtur afli |
MU | Máritíus | |
MV | Maldívur | Einungis villtur afli |
MX | Mexíkó | |
MY | Malasía | |
MZ | Mósambík | Að undanskildum fiski úr lagareldi |
NA | Namibía | Einungis villtur afli |
NC | Nýja-Kaledónía | Að undanskildum fiski úr lagareldi |
NG | Nígería | Að undanskildum fiski úr lagareldi |
NI | Níkaragva | Að undanskildum fiski úr lagareldi |
NZ | Nýja-Sjáland | |
OM | Óman | Að undanskildum krabbadýrum úr lagareldi |
PA | Panama | |
PE | Perú | |
PF | Franska Pólýnesía | Einungis villtur afli |
PG | Papúa Nýja-Gínea | Einungis villtur afli |
PH | Filippseyjar | |
PM | Sankti Pierre og Miquelon | Einungis villtur afli |
PK | Pakistan | Einungis villtur afli |
ISO-KÓÐI LANDS | ÞRIÐJA LAND EÐA SVÆÐI ÞESS | ATHUGASEMDIR |
RS | Serbía | |
RU | Rússland | Einungis villtur afli |
SA | Sádi-Arabía | |
SB | Salómonseyjar | Einungis villtur afli |
SC | Seychelles-eyjar | Einungis villtur afli |
SG | Singapúr | |
SH | Sankti Helena (Að undanskildum eyjunum Tristan da Cunha og Ascension) | Einungis villtur afli |
Tristan da Cunha (Að undanskildum eyjunum Sankti Helenu og Ascension) | Einungis humar (nýr eða frystur) úr villtum afla | |
SN | Senegal | Einungis villtur afli |
SR | Súrínam | Einungis villtur afli |
SV | El Salvador | Einungis villtur afli |
SX | Sankti Martin | Einungis villtur afli |
TH | Taíland | |
TN | Túnis | Að undanskildum krabbadýrum úr lagareldi |
TR | Tyrkland | |
TW | Taívan | |
TZ | Tansanía | Að undanskildum fiski úr lagareldi |
UA | Úkraína | Að undanskildum krabbadýrum úr lagareldi |
UG | Úganda | |
US | Bandaríkin | |
UY | Úrúgvæ | |
VE | Venesúela | |
VN | Víetnam | |
YE | Jemen | Einungis villtur afli |
ZA | Suður-Afríka | Einungis villtur afli |
ZW | Zimbabwe | Einungis villtur afli |
-------
(1) Í samræmi við samninginn milli Evrópubandalagsins og Ríkjasambandsins Sviss frá 21. júní 1999 um viðskipti með landbúnaðarafurðir (Stjtíð. EB L 114, 30.4.2002, bls. 132).
(2) Í samræmi við samninginn um útgöngu Sameinaða konungsríkisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands úr Evrópusambandinu og Kjarnorkubandalagi Evrópu, einkum 4. mgr. 5. gr. bókunarinnar um Írland/Norður-Írland í tengslum við 2. viðauka við þá bókun, taka vísanir til Breska konungsríkisins, að því er þennan viðauka varðar, ekki til Norður-Írlands.
(3) Skilst héðan í frá sem Ísraelsríki, að undanskildum þeim yfirráðasvæðum sem hafa verið undir stjórn Ísraels frá júní 1967, þ.e. Gólanhæðir, Gasasvæðið, Austur-Jerúsalem og allur Vesturbakkinn.
XI. VIÐAUKI
Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af froskalöppum og sniglum, eins og um getur í 17. gr., til Sambandsins
ISO-KÓÐI LANDS | ÞRIÐJA LAND EÐA SVÆÐI ÞESS | ATHUGASEMDIR |
AL | Albanía | |
AM | Armenía | Einungis sniglar |
AU | Ástralía | |
AZ | Aserbaísjan | |
BA | Bosnía og Hersegóvína | Einungis sniglar |
BR | Brasilía | Einungis froskalappir |
BY | Belarús (Hvíta-Rússland) | Einungis sniglar |
CA | Kanada | Einungis sniglar |
CH | Sviss (1) | |
CI | Fílabeinsströndin | Einungis sniglar |
CL | Chile (Síle) | Einungis sniglar |
CN | Kína | |
ISO-KÓÐI LANDS | ÞRIÐJA LAND EÐA SVÆÐI ÞESS | ATHUGASEMDIR |
DZ | Alsír | Einungis sniglar |
EG | Egyptaland | Einungis froskalappir |
GB | Breska konungsríkið (2) | |
GG | Guernsey | |
GH | Gana | Einungis sniglar |
ID | Indónesía | |
IM | Mön | |
IN | Indland | Einungis froskalappir |
JE | Jersey | |
MA | Marokkó | Einungis sniglar |
MD | Moldóva | Einungis sniglar |
MK | Norður-Makedónía | Einungis sniglar |
NG | Nígería | Einungis sniglar |
NZ | Nýja-Sjáland | Einungis sniglar |
PE | Perú | Einungis sniglar |
RS | Serbía | Einungis sniglar |
TH | Taíland | Einungis sniglar |
TN | Túnis | Einungis sniglar |
TR | Tyrkland | |
UA | Úkraína | Einungis sniglar |
US | Bandaríkin | Einungis sniglar |
VN | Víetnam | |
ZA | Suður-Afríka | Einungis sniglar |
(1) Í samræmi við samninginn milli Evrópubandalagsins og Ríkjasambandsins Sviss frá 21. júní 1999 um viðskipti með landbúnaðarafurðir (Stjtíð. EB L 114, 30.4.2002, bls. 132).
(2) Í samræmi við samninginn um útgöngu Sameinaða konungsríkisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands úr Evrópusambandinu og Kjarnorkubandalagi Evrópu, einkum 4. mgr. 5. gr. bókunarinnar um Írland/Norður-Írland í tengslum við 2. viðauka við þá bókun, taka vísanir til Breska konungsríkisins, að því er þennan viðauka varðar, ekki til Norður-Írlands.
XV. VIÐAUKI
Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af skordýrum, eins og um getur í 24. gr., til Sambandsins
ISO-KÓÐI LANDS | ÞRIÐJA LAND EÐA SVÆÐI ÞESS | ATHUGASEMDIR |
CA | Kanada | |
CH | Sviss | |
GB | Breska konungsríkið (1) | |
KR | Suður-Kórea | |
TH | Taíland | |
VN | Víetnam |
(1) Í samræmi við samninginn um útgöngu Sameinaða konungsríkisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands úr Evrópusambandinu og Kjarnorkubandalagi Evrópu, einkum 4. mgr. 5. gr. bókunarinnar um Írland/Norður-Írland í tengslum við 2. viðauka við þá bókun, taka vísanir til Breska konungsríkisins, að því er þennan viðauka varðar, ekki til Norður-Írlands.“
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.