1. gr.
Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 2/2005 frá 8. febrúar 2005 skal reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 frá 22. september 2003 öðlast gildi hér á landi. Vísað er til þessarar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar í I. viðauka II. kafla samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.
2. gr.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.
3. gr.
13. gr. reglugerðar nr. 340/2001 orðist svo:
Einungis er heimilt að nota sem aukefni í fóðurvörur efni og blöndur sem hafa fengið til þess samþykki á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) í samræmi við gildandi lagaákvæði á EES og fram koma í skrá Evrópusambandsins um heimiluð aukefni í fóðri samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1831/2003, um aukefni í fóðri.
Um meðferð, markaðsetningu og aðra notkun fer eftir ákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1831/2003, um aukefni í fóðri og 3. viðauka þessarar reglugerðar.
Einungis má selja aukefni sem fjallað er um í 1.-3. lið 8. gr. þeim sem hafa verið viðurkenndir framleiðendur og seljendur á forblöndum, í samræmi við 14. viðauka.
Einungis má selja forblöndur sem fjallað er um í 4. lið 8. gr. þeim sem hafa verið viðurkenndir framleiðendur og seljendur á fóðurblöndum, í samræmi við 14. viðauka.
4. gr.
Í stað 3. viðauka, Aukefni, kemur eftirfarandi:
3. viðauki Aukefni
(Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 frá 22. september 2003, um aukefni í fóðri)
A. Almenn ákvæði.
1. Einungis er heimilt að nota sem aukefni í fóðurvörur efni og blöndur í samræmi við 13. gr. þessarar reglugerðar og með þeim takmörkunum sem fram koma í skrá Evrópusambandsins um heimiluð aukefni í fóðri samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1831/2003, um aukefni í fóðri.
2. Innihaldi aukefni erfðabreyttar lífverur þá skal fara fram mat á umhverfisáhrifum áður en því er sleppt af ásettu ráði út í umhverfið.
3. Almenn notkunarskilyrði eru skilgreind í IV. viðauka við fylgiskjal með þessari reglugerð.
B. Sýklalyf og hníslalyf.
1. Óheimilt er að nota sýklalyf önnur en hníslalyf og vefsvipungalyf í fóður.
2. Fóður sem inniheldur hníslalyf eða önnur lyf er undanþegið ákvæðum lyfjalaga, sbr. 14. gr. I. kafla.
3. Sérhver fóðurframleiðandi sem afgreiðir fóður sem inniheldur hníslalyf eða vefsvipungalyf skal ávallt vera í stakk búinn til að afgreiða sambærilegar fóðurblöndur án hníslalyfja eða vefsvipungalyfja.
C. Viðbótarákvæði um selen.
Í fóðurbæti sem inniheldur selen skal innihald þess í:
- steinefnafóðurbæti ekki fara yfir 25 mg/kg
- öðrum fóðurbæti ekki fara yfir 2,5 mg/kg.
Landbúnaðarstofnun getur veitt undanþágu frá hámarki selen í fóðurbæti ef fagleg rök mæla með því.
5. gr.
Í stað 4. viðauka kemur eftirfarandi:
4. viðauki Próteinríkar gerjunarafurðir og einföld N-sambönd
A. Skrá yfir afurðaflokka og efni.
Afurðir sem tilgreindar eru í 2. dálki má nota til beinnar eða óbeinnar yfirfærslu próteina eða köfnunarefnissambanda í fóður eða til dýrategunda sem taldar eru upp í 6. dálki ef afurðirnar uppfylla kröfurnar sem fram koma í 3. til 5. dálki.
1. Prótein úr eftirtöldum örveruflokkum.
Heiti afurðaflokks |
Heiti afurða |
Efnafræðileg táknun afurðar eða örverutegund |
Fóðurefnablanda (forskrift ef við á) |
Einkenni á samsetningu afurða |
Dýrategund |
Sérákvæði |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
1.1. Gerlar
|
|
|
|
-Endurvarps- stuðull, >50 |
-Kálfar -Alifuglar |
Ø heiti afurðarinnar Upplýsingar á merkimiða eða pakkningu fóðurblandna: Ø magn afurðarinnar í fóðrinu |
1.1.2. Gerlar ræktaðir með náttúrulegu gasi |
1.1.2.1. próteinríkar afurðir gerjaðar úr náttúrulegu gasi sem fæst með ræktun: Methylococcus capsulatus (Bath), Alcaligenes acidorovans, Bacillus brevis og Bacillus firmus,en frumum þeirra hefur verið eytt. |
Methylococcus capsulatus (Bath) stofn NCIMB 11132 Alcaligenes acidorovans stofn NCIMB 12387 Bacillus brevis stofn NCIMB 13288 Bacillus firmus stofn NCIMB 13280 |
Náttúrulegt gas: (u.þ.b. ammóníak, ólífræn sölt |
Hráprótein: lágm. 65% |
-Svín -Kálfar -Laxfiskar |
Eftirfarandi skal koma fram á merkimiða eða umbúðum afurðarinnar: Ø heiti: "Próteinrík afurð gerjuð úr náttúrulegu gasi sem fæst með ræktun Methylococcus capsulatus (Bath), Alcaligenes acidorovans, Bacillus brevis og Bacillus firmus Ø hámarksmagn afurðarinnar í fóðrinu: svín 8% Eftirfarandi skal koma fram á merkimiða eða umbúðum fóðurblöndunnar: Ø heiti: "Próteinrík afurð fengin með gerjun náttúrulegs gass" |
1.2. Ger |
Allt ger |
Saccharomyces cerevisiae, Saccharomyces carlsbergiensis, |
Melassi, eimingarleifar, korn og afurðir sem innihalda sterkju, ávaxtasafi, mysa, mjólkursýra, vatnsrofið matjurtatréni |
Allar dýra-tegundir |
||
1.2.2. Ger ræktað í öðrum fóðurefnablöndum en í 1.2.1. |
||||||
1.3. Þörungar |
||||||
1.4. Óæðri sveppir |
1.4.1.1. Mygla, rök aukaafurð úr penisillín-framleiðslu geymt með Lactobacillus brevis, L. plantarum, L. sake, L. collenoides og Streptococcus lactis til að gera penisillínið óvirkt og hitað |
Köfnunarefnis-samband, Penicillium chrysogenum ATCC 48271 |
Ólíkir kolvetnisgjafar, einnig vatnsrofnir |
Köfnunarefni, gefið upp sem prótein: |
Jórturdýr, svín |
Upplýsingar á merkimiða eða pakkningu afurðarinnar: Ø afurðin er tilgreind sem: "Vot mygluafurð úr penisillínframleiðslu" Upplýsingar á merkimiða eða pakkningu fyrir fóðurblöndur: Ø heitið: "Vot mygluafurð úr penisillínframleiðslu". |
2. Próteinsnauð N-sambönd og álíka afurðir úr eftirtöldum flokkum.
Heiti afurðaflokks |
Heiti afurða |
Efnafræðileg táknun afurðar eða örverutegund |
Næringar-efnablanda (forskrift ef við á) |
Einkenni á samsetningu afurða |
Dýrategund |
Sérákvæði |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
2.2. Ammóníumsalt
|
2.2.1. Ammóníumlaktat framleitt með því að gerja Lactobacillus bulgaricus
|
CH3CHOHCOONH4
|
Mysa
|
Köfnunarefni gefið upp sem prótein: lágm. 44%
|
Jórturdýr frá því að jórtur hefst
|
Upplýsingar á merkimiða eða pakkningum afurðar: Ø afurðin tilgreind sem: "Ammóníumlaktat sem myndast við gerjun" Upplýsingar á merkimiða eða pakkningu fyrir fóðurblöndur: Ø afurðin tilgreind sem: "Ammóníumlaktat sem myndast við gerjun" |
2.2.2. Ammóníum-asetat í vatnslausn |
CH3COONH4 |
Ammóníumasetat: lágm. 55% |
Jórturdýr frá því jórtur hefst |
Upplýsingar á merkimiða eða pakkningum afurðar: Ø afurðin tilgreind sem: "Ammóníumasetat" Upplýsingar á merkimiða eða pakkningu fyrir fóðurblöndur: Ø afurðin tilgreind sem: "Ammóníumasetat" |
||
2.2.3. Ammóníumsúlfat í vatnslausn |
(NH4)2SO4 |
Ammóníumsúlfat: lágm. 35% |
Jórturdýr frá því jórtur hefst |
Upplýsingar á merkimiða eða pakkningum afurðar: Ø afurðin tilgreind sem: "Ammóníumsúlfat" Upplýsingar á merkimiða eða pakkningu fyrir fóðurblöndur: Ø afurðin tilgreind sem: "Ammóníumsúlfat" magn afurðarinnar sem fer í fóðurblönduna |
||
2.3. Aukaafurðir frá framleiðslu amínósýra við gerjun |
2.3.1. Fljótandi, þykktar aukaafurðir sem myndast við framleiðslu L-glútamínsýru við gerjun með Corynebacterium melassecola 2.3.2. Fljótandi, þykktar aukaafurðir sem myndast við framleiðslu L-lýsínhýdróklóríð við gerjun með Brevibacterium lactofermentum |
Ammóníumsalt og önnur köfnunarefnis-sambönd
Ammóníumsalt og önnur köfnunarefnis-sambönd |
Súkrósi, melassi, sterkjuafurðir og skyld vatnsrofin efni
Súkrósi, melassi, sterkjuafurðir og skyld vatnsrofin efni |
Köfnunarefni, gefið upp sem prótein: lágm. 48%
Köfnunarefni gefið upp sem prótein: lágm. 45% |
Jórturdýr frá
Jórturdýr frá |
Upplýsingar á merkimiða eða pakkningum afurðar: Ø afurðirnar eru tilgreindar sem: "Aukaafurðir sem myndast við framleiðslu L-glútamínsýru" fyrir afurð 2.3.1. og "Aukaafurðir sem myndast við framleiðslu L-lýsin" fyrir afurð 2.3.2. Upplýsingar á merkimiða eða pakkningu fyrir fóðurblöndur: Ø yfirfærsla á einföldu N-sambandi gefið upp sem prótein (hundraðshluti af heildarmagni próteins) |
6. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Landbúnaðarráðuneytinu, 22. nóvember 2006.
F. h. r.
Guðmundur B. Helgason.
Baldur P. Erlingsson.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)