1. gr.
Reglugerð framkvæmdastjórnar (EB) nr. 521/2005 frá 1. apríl 2005, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 130/2005, frá 21. október 2005, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, I. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.
2. gr.
Um aukefni samkvæmt ofangreindri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) vísast að öðru leyti til 13. gr. reglugerðar nr. 340/2001, um eftirlit með fóðri og 3. viðauka sömu reglugerðar.
3. gr.
Ofangreind reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.
4. gr.
Afurðaflokkur 1.2.1. "Ger ræktað í fóðurefnablöndu úr dýra- og jurtaríkinu" í 1. töflu A. liðar, 4. viðauka, reglugerðar nr. 340/2001, "Próteinríkar gerjunarafurðir og einföld N-sambönd" fellur niður og í staðinn kemur eftirfarandi:
Heiti afurðaflokks |
Heiti afurða |
Efnafræðileg táknun afurðar eða örverutegund |
Fóðurefna-blanda (forskrift ef við á) |
Einkenni á samsetningu afurða |
Dýra-tegund |
Sér-ákvæði |
1.2.1. Ger ræktað í fóðurefna-blöndu úr dýra- og jurtaríkinu |
Allt ger: 1. úr örverum og fóðurefna-blöndum sem eru tilgreindar í 3. og 4. dálki 2. þar sem frumum hefur verið eytt |
Saccharomyces cerevisiae, Saccharomyces carlsbergiensis, Kluyveromyces lactis, Kluyveromyces fragilis |
Melassi, eimingarleifar, korn og afurðir sem innihalda sterkju, ávaxtasafi, mysa, mjólkursýra, vatnsrofið matjurtatréni |
Allar dýra-tegundir |
||
Candida guilliermondii |
Melassi, eimingarleifar, korn og afurðir sem innihalda sterkju, ávaxtasafi, mysa, mjólkursýra, vatnsrofið matjurtatréni |
Þurrefni að lágmarki 16% |
Eldissvín |
5. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Landbúnaðarráðuneytinu, 9. janúar 2007.
F. h. r.
Guðmundur B. Helgason.
Baldur P. Erlingsson.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)