1. gr.
3. gr. orðist svo:
Norskum skipum er heimilt að veiða samtals 39.045 lestir í efnahagslögsögu Íslands og er þeim aðeins heimilt að stunda loðnuveiðar í efnahagslögsögu Íslands til 15. febrúar 2007 og norðan við 64°00¢ N.
Færeyskum skipum er heimilt að veiða í fiskveiðilandhelgi Íslands samtals 18.500 lestir.
Grænlenskum skipum er heimilt að veiða 12.210 lestir í fiskveiðilandhelgi Íslands.
Erlend veiðiskip skulu hlíta þeim verndaraðgerðum sem stjórnvöld og Hafrannsóknastofnun kunna að grípa til.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 22, 8. apríl 1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegsráðuneytinu, 2. febrúar 2007.
F. h. r.
Jón B. Jónasson.
Þórður Eyþórsson.