Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

736/2018

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 795/2013, um veiðar á sæbjúgum. - Brottfallin

1. gr.

4. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Fiskistofa skal auglýsa eftir umsóknum um leyfi til sæbjúgnaveiða fyrir 15. ágúst ár hvert og skal umsóknarfrestur vera 1 vika.

2. gr.

Reglugerð þessi er gefin út með stoð í lögum nr. 79/1997 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. Reglu­gerðin öðlast þegar gildi. 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. júlí 2018.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica