1. gr.
9. viðauka við reglugerð nr. 301/1995, með síðari breytingum, er breytt í samræmi við viðauka sem birtur er með reglugerð þessari.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á framkvæmdartilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/100 frá 22. janúar 2018 um breytingu á tilskipunum 2003/90/EB og 2003/91/EB um framkvæmdarráðstafanir með tilliti til 7. gr. tilskipunar ráðsins 2002/53/EB, í þeirri röð, að því er varðar þá eiginleika sem athugun skal að lágmarki taka til og lágmarksskilyrði vegna athugana á tilteknum yrkjum nytjaplantna og grænmetistegunda í landbúnaði, sem tekin var inn í III. kafla I. viðauka við EES samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 81/2018, frá 27. apríl 2018. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 33, frá 17. maí 2018, bls. 185.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23. maí 2018.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Iðunn Guðjónsdóttir.
VIÐAUKI
sjá (PDF-skjal)