Á eftir 4. málsl. í texta með merki K01.11 í 18. gr. komi: Í jarðgöngum við hægri brún akbrautar miðað við akstursstefnu er heimilt að hafa merkin tvö með a.m.k. 0,3 m bili á milli og við vinstri brún akbrautar á vegi með umferð í báðar áttir er heimilt að hafa merkin tvisvar sinnum tvö með a.m.k. 0,3 m bili á milli para.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 79. og 84. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.