Prentað þann 13. apríl 2025
981/2010
Reglugerð um breytingu á reglugerð um viðskipti með byggingarvörur, nr. 431/1994, með síðari breytingum.
1. gr.
Í stað orðsins "viðskiptaráðherra" komi dómsmála- og mannréttindaráðherra í ákvæðum 1. mgr. 11. gr., 1. og 5. mgr. 18. gr. og 1. mgr. 22. gr. reglugerðarinnar.
2. gr.
C-liður viðauka VIII við reglugerðina orðist svo:
C-liður.
Listi yfir nöfn staðla.
- ÍST EN 1:1998 - Olíuofnar með ýribrennurum.
- ÍST EN 40-4:2005 - Ljósastaurar - 4. hluti: Kröfur til ljósastaura úr bentri steinsteypu.
- ÍST EN 40-5:2002 - Ljósastaurar - 5. hluti: Kröfur til ljósastaura úr stáli.
- ÍST EN 40-6:2002 - Ljósastaurar - 6. hluti: Kröfur til ljósastaura úr áli.
- ÍST EN 40-7:2002 - Ljósastaurar - 7. hluti: Kröfur til ljósastaura úr trefjastyrktum fjölliðublöndum.
- ÍST EN 54-2:1997 - Brunaviðvörunarkerfi - Hluti 2: Stjórnstöðvar.
- ÍST EN 54-3:2001 - Brunaviðvörunarkerfi - 3. hluti: Brunaviðvörunarbúnaður - Hljóðgjafar.
- ÍST EN 54-4:1997 - Brunaviðvörunarkerfi - 4. hluti: Aflgjafar.
- ÍST EN 54-5:2000 - Brunaviðvörunarkerfi - 5. hluti: Hitaskynjarar - Punktskynjarar.
- ÍST EN 54-7:2000 - Brunaviðvörunarkerfi - 7. hluti: Reykskynjarar - Optískir og jónískir punktskynjarar.
- ÍST EN 54-10:2002 - Brunaviðvörunarkerfi - 10. hluti: Eldskynjarar - Punktskynjarar.
- ÍST EN 54-11:2001 - Brunaviðvörunarkerfi - 11. hluti: Handvirkir boðar.
- ÍST EN 54-12:2002 - Brunaviðvörunarkerfi - 12. hluti: Reykskynjarar - Línuskynjarar sem nota ljósgeisla.
- ÍST EN 54-16:2008 - Brunaviðvörunarkerfi - Hluti 16: Stýri- og aflestrarbúnaður fyrir talviðvörunarkerfi.
- ÍST EN 54-17:2005 - Brunaviðvörunarkerfi - Hluti 17: Skammhlaupseinangrarar.
- ÍST EN 54-18:2005 - Brunaviðvörunarkerfi - Hluti 18: Sendi- og móttökubúnaður.
- ÍST EN 54-20:2006 - Brunaviðvörunarkerfi - Hluti 20: Reyksogsskynjarar.
- ÍST EN 54-21:2006 - Brunaviðvörunarkerfi - Hluti 21: Beiningarbúnaður fyrir neyðarboð og bilunarviðvaranir.
- ÍST EN 54-23:2010 - Brunaviðvörunarkerfi - Hluti 23: Brunaviðvörunarbúnaður - Sjónviðvörunarbúnaður.
- ÍST EN 54-24:2008 - Brunaviðvörunarkerfi - Hluti 24: Hlutir í talviðvörunarkerfi - Hátalarar.
- ÍST EN 54-25:2008 - Brunaviðvörunarkerfi - Hluti 25: Kerfisþættir sem nota þráðlausar fjarskiptaleiðir.
- ÍST EN 179:2008 - Járnvara í byggingar - Neyðarútgangsbúnaður sem stjórnað er með handfangi eða þrýstiplötu til notkunar við flóttaleiðir - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 197-1:2000 - Sement - 1. hluti: Samsetning, eiginleikar og samræmiskröfur fyrir venjulegt sement.
- ÍST EN 197-4:2004 - Sement - 4. hluti: Samsetning, eiginleikar og samræmiskröfur fyrir sement með lágan upphafsstyrk til nota í málmbræðsluofna.
- ÍST EN 295-10:2005 - Rör, festingar og tengi úr brenndum leir í frárennslislagnir - 10. hluti: Stjórnvaldskröfur.
- ÍST EN 413-1:2004 - Sement til nota í múrvirki - 1. hluti: Samsetning, eiginleikar og samræmiskröfur.
- ÍST EN 416-1:2009 - Gaskyntir geislahitarar með einum brennara til að hengja upp - Hluti 1: Öryggi.
- ÍST EN 438-7:2005 - Háþrýstimótaðar lagskiptar skreytiplötur (HPL) - Plötur sem eru byggðar á hitaherðandi resínum (yfirleitt kallaðar lagskiptar þynnur) - 7. hluti: Þéttar lagskiptar plötur og HPL plötur úr samsettum efnum til nota utanhúss og innanhúss á veggi og í loft.
- ÍST EN 442-1:1995 - Geisla- og hringstreymisofnar - 1. hluti: Tæknilýsing og kröfur.
- ÍST EN 450-1:2005+A1:2007 - Svifaska í steinsteypu - 1. hluti: Skilgreining, eiginleikar og samræmisskilyrði.
- ÍST EN 459-1:2001 - Kalksteinsméla - 1. hluti. Skilgreiningar, eiginleikar og samræmisskilyrði.
- ÍST EN 490:2004 - Þakskífur úr steinsteypu og festingar til þak- og veggklæðningar - Eiginleikar vöru.
- ÍST EN 492:2004 - Þakplötur úr trefjasteypu og fylgihlutir - Eiginleikar og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 494:2004+A3:2007 - Bylgjulaga þakplötur úr trefjasteypu og fylgihlutir - Eiginleikar og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 516:2006 - Raðframleiddir fylgihlutir fyrir þök - Aðgönguleiðir að þökum - Göngupallar, þrep og stig.
- ÍST EN 517:2006 - Raðframleiddir fylgihlutir fyrir þök - Öryggiskrókar á þök.
- ÍST EN 520:2004+A1:2009 - Gifsplötur - Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 523:2003 - Stálkápur fyrir forspennustrengi - Íðorð, kröfur og gæðaeftirlit.
- ÍST EN 534:2006+A1:2010 - Bárulaga jarðbiksplötur - Framleiðslukröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 544:2005 - Jarðbiksþakflögur styrktar með steinefnum og/eða gerviefnum - Eiginleikar og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 572-9:2004 - Gler í byggingar - Almennar glervörur úr natríumkalksilíkati - 9. hluti: Samræmismat.
- ÍST EN 588-2:2001 - Trefjasteypurör fyrir niðurföll og ræsi - 2. hluti: Mannop og eftirlitsbrunnar.
- ÍST EN 598:2007+A1:2009 - Rör, tengi og fylgihlutir úr seigu járni ásamt samsetningum þeirra til nota við fráveitur - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 621:2009 - Gaskyntir iðuhitarar til hitunar á rými annars staðar en á heimilum þar sem tilgreint varmainnsteymi er ekki meira en 300 kW, án viftu til að flytja brunaloft og/eða afgangsgas.
- ÍST EN 671-1:2001 - Föst slökkvikerfi - Slöngukerfi - 1. hluti. Slöngukefli með hálfstífum slöngum.
- ÍST EN 671-2:2001 - Föst slökkvikerfi - Slöngukerfi - 2. hluti: Slöngukerfi með samanbrotnum slöngum.
- ÍST EN 681-1:1996 - Gúmmíkenndar þéttingar - Efniskröfur varðandi rörtengiþéttingar sem notaðar eru í vatns- og frárennslislagnir - 1. hluti: Hitahert gúmmí.
- ÍST EN 681-2:2000 - Gúmmíkenndar þéttingar - Efniskröfur varðandi rörtengiþéttingar sem notaðar eru í vatns- og frárennslislagnir - 2. hluti: Hitadeigt gúmmíkennt efni.
- ÍST EN 681-3:2000 - Gúmmíkenndar þéttingar - Efniskröfur varðandi rörtengiþéttingar sem notaðar eru í vatns- og frárennslislagnir - 3. hluti: Blöðrótt efni úr hitahertu gúmmíi.
- ÍST EN 681-4:2000 - Gúmmíkenndar þéttingar - Efniskröfur varðandi rörtengiþéttingar sem notaðar eru í vatns- og frárennslislagnir - 4. hluti: Þéttingar úr steyptu pólýúretani.
- ÍST EN 682:2002 - Gúmmíkenndar þéttingar - Efniskröfur varðandi þéttingar sem notaðar eru á rör og festingar sem flytja gas og kolvetnisvökva.
- ÍST EN 771-1:2003 - Kröfur til múrsteina - 1. hluti: Múrsteinar úr leir.
- ÍST EN 771-2:2003 - Kröfur til múrsteina - 2. hluti: Múrsteinar úr kalsíumsílikati.
- ÍST EN 771-3:2003 - Kröfur til múrsteina - 3. hluti: Múrsteinar úr steinsteypu (þung og létt fylliefni).
- ÍST EN 771-4:2003 - Kröfur til múrsteina - 4. hluti: Múrsteinar úr hita- og þrýstihertri frauðsteypu.
- ÍST EN 771-5:2003 - Kröfur til múrsteina - 5. hluti: Sérframleiddir múrsteinar úr steinsteypu.
- ÍST EN 771-6:2005 - Kröfur til múrsteina - Hluti 6: Múrsteinar úr náttúrulegum steini.
- ÍST EN 777-1:2009 - Gaskynt geislahitunarkerfi í loft, með mörgum brennurum, ekki til nota á heimilum - Hluti 1: Kerfi D, öryggi.
- ÍST EN 777-2:2009 - Gaskynt geislahitunarkerfi í loft, með mörgum brennurum, ekki til nota á heimilum - Hluti 2: Kerfi E, öryggi.
- ÍST EN 777-3:2009 - Gaskynt geislahitunarkerfi í loft, með mörgum brennurum, ekki til nota á heimilum - Hluti 3: Kerfi F, öryggi.
- ÍST EN 777-4:2009 - Gaskynt geislahitunarkerfi í loft, með mörgum brennurum, ekki til nota á heimilum - Hluti 4: Kerfi H, öryggi.
- ÍST EN 778:2009 - Gasknúnir iðuhitarar til hitunar á rými á heimilum þar sem tilgreint varmainnstreymi er meira en 70 kW, án viftu til að flytja brunaloft og/eða afgangsgas.
- ÍST EN 845-1:2003+A1:2008 - Skilgreining stoðþátta fyrir múrvirki - 1. hluti: Bindingar, togbönd, upphengi og knegti.
- ÍST EN 845-2:2003 - Skilgreining stoðþátta fyrir múrvirki - 2. hluti: Burðarbitar yfir dyrum og gluggum.
- ÍST EN 845-3:2003+A1:2008 - Skilgreining stoðþátta fyrir múrvirki - 3. hluti: Fúgustyrking úr stálneti.
- ÍST EN 858-1:2002 - Skiljukerfi fyrir létta vökva (t.d. olíu og bensín) - 1. hluti: Grunnatriði vöruhönnunar, skilvirkni og prófunar, merking og gæðaeftirlit.
- ÍST EN 877:1999 - Steypujárnsrör og -tengi, samskeyti og aukahlutir fyrir fráveitur - Kröfur, prófunaraðferðir og gæðatrygging.
- ÍST EN 934-2:2009 - Íblöndunarefni í steinsteypu, múr og þunnfljótandi múr - 2. hluti: Íblöndunarefni í steinsteypu - Skilgreiningar, kröfur, samræmisauðkenningar og merkingar.
- ÍST EN 934-3:2009 - Íblöndunarefni í steinsteypu, múr og þunnfljótandi múr - 3. hluti: Íblöndunarefni í múr til nota í múrvirki - Skilgreiningar, kröfur, samræmi, auðkenning og merking.
- ÍST EN 934-4:2009 - Íblöndunarefni í steinsteypu, múr og þunnfljótandi múr - 4. hluti: Íblöndunarefni í þunnfljótandi múr til nota með forspennustrengjum - Skilgreiningar, kröfur, samræmisauðkenningar og merkingar.
- ÍST EN 934-5:2007 - Íblöndunarefni í steinsteypu, múr og þunnfljótandi múr - 5. hluti: Íblöndunarefni til nota í sprautusteypu - Skilgreiningar, kröfur, samræmi, auðkenning og merking.
- ÍST EN 969:2009 - Rör, tengi og fylgihlutir úr seigu járni ásamt samsetningum þeirra til nota í gasleiðslur - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 997:2003 - Salernisskálar og salerni með vatnslás.
- ÍST EN 998-1:2003 - Kröfur til múrs til nota í múrvirki - 1. hluti: Pússningarmúr.
- ÍST EN 998-2:2003 - Kröfur til múrs til nota í múrvirki - 2. hluti: Múr til nota í múrvirki.
- ÍST EN 1020:2009 - Gaskyntir iðuhitarar til hitunar á rými annars staðar en á heimilum þar sem tilgreint varmainnstreymi er ekki meira en 300 kW, með viftu til að flytja brunaloft eða afgangsgas.
- ÍST EN 1036-2:2008 - Gler í byggingar - Speglar úr silfurhúðuðu flotgleri til nota innanhúss - Hluti 2: Samræmismat; vörustaðall.
- ÍST EN 1051-2:2007 - Gler í byggingar - Glerhleðslusteinar og glergötusteinar - Hluti 2: Samræmismat/vörustaðall.
- ÍST EN 1057:2006+A1:2010 - Kopar og koparblöndur - Heildregin kringlótt koparrör fyrir vatn og gas til nota í hreinlætis- og hitunarbúnaði.
- ÍST EN 1096-4:2004 - Gler í byggingar - Húðað gler - 4. hluti: Samræmismat.
- ÍST EN 1123-1:1999 - Heitsinkhúðaðar múffutengdar stálpípur með saum og tengistykki fyrir fráveitur - 1. hluti: Kröfur, prófanir og gæðaeftirlit.
- ÍST EN 1124-1:1999 - Ryðfríar, múffutengdar stálpípur með saum og tengistykki fyrir fráveitur - 1. hluti: Kröfur, prófanir og gæðaeftirlit.
- ÍST EN 1125:2008 - Járnvara í byggingar - Neyðarútgangsbúnaður stjórnað með slá til notkunar við flóttaleiðir - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 1154:1996 - Járnvara í byggingar - Stýrður dyralokunarbúnaður - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 1155:1997 - Járnvara í byggingar - Rafknúinn festibúnaður til að halda vængjahurðum opnum - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 1158:1997 - Járnvara í byggingar - Samstillingarbúnaður fyrir hurðir - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 1168:2005+A2:2009 - Forsteyptar steinsteypuvörur - Holplötur.
- ÍST EN 1279-5:2005+A1:2008 - Gler í byggingar - Einangrunargler - 5. hluti: Samræmismat.
- ÍST EN 1304:2005 - Þakskífur úr leir og festingar - Skilgreiningar og eiginleikar vöru.
- ÍST EN 1317-5:2007+A1:2008 - Öryggisbúnaður vega - Hluti 5: Vörukröfur og samræmismat fyrir vegahindranir.
- ÍST EN 1319:2009 - Gasknúnir iðuhitarar til hitunar á rými á heimilum þar sem tilgreint varmainnstreymi er ekki meira en 70 kW, með viftu.
- ÍST EN 1337-3:2005 - Legur - 3. hluti: Gúmmílegur.
- ÍST EN 1337-4:2004 - Legur - 4. hluti: Rúllulegur.
- ÍST EN 1337-5:2005 - Legur - 5. hluti: Pottlegur.
- ÍST EN 1337-6:2004 - Legur - 6. hluti: Armafóðringar.
- ÍST EN 1337-7:2004 - Legur - 7. hluti: Kúlulaga og sívalar PTFE (Polytetrafluoroethylen) legur.
- ÍST EN 1337-8:2007 - Legur í mannvirki - Hluti 8: Láréttar stýringar og festingar.
- ÍST EN 1338:2003 - Steinar úr steinsteypu til steinlagna - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 1339:2003 - Hellur úr steinsteypu til hellulagna - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 1340:2003 - Kantsteinar úr steinsteypu - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 1341:2001 - Hellur úr náttúrulegum steini fyrir steinlögn utanhúss - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 1342:2001 - Götusteinar úr náttúrulegum steini fyrir steinlögn utanhúss - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 1343:2001 - Kantsteinar úr náttúrulegum steini fyrir steinlögn utanhúss - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 1344:2002 - Götusteinar úr leir ásamt fylgihlutum fyrir lögn á sand - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 1423:1997 - Efni til vegmerkinga - Sáldurefni - Glerperlur, viðnámsaukandi korn og blöndur af hvoru tveggja.
- ÍST EN 1433:2002 - Frárennslisrör á svæðum sem ætluð eru akandi og gangandi vegfarendum - Flokkun, hönnun og prófunarkröfur, merking og mat á samræmi.
- ÍST EN 1457:1999 - Reykháfar - Reykrör í loftrásir úr leir eða keramik - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 1463-1:2009 - Efni til vegmerkinga - Vegbólur með endurskini - Hluti 1: Nothæfiskröfur í upphaflegu ástandi.
- ÍST EN 1469:2004 - Vörur úr náttúrulegum steini - Plötur til klæðningar - Kröfur.
- ÍST EN 1504-2:2004 - Vörur og kerfi til verndar og viðgerðar á steinsteypuvirkjum - Skilgreiningar, kröfur, gæðaeftirlit og mat á samræmi - 2. hluti: Yfirborðsverndarkerfi fyrir steinsteypu.
- ÍST EN 1504-3:2005 - Vörur og kerfi til verndar og viðgerðar á steinsteypuvirkjum - Skilgreiningar, kröfur, gæðaeftirlit og mat á samræmi - 3. hluti: Viðgerðir á steinsteypu með og án burðarhlutverks.
- ÍST EN 1504-4:2004 - Vörur og kerfi til verndar og viðgerðar á steinsteypuvirkjum - Skilgreiningar, kröfur, gæðaeftirlit og mat á samræmi - 4. hluti: Lím til byggingarnota.
- ÍST EN 1504-5:2004 - Vörur og kerfi til verndar og viðgerðar á steinsteypuvirkjum - Skilgreiningar, kröfur, gæðaeftirlit og mat á samræmi - 5. hluti: Innsprautun í steinsteypuvirki.
- ÍST EN 1504-6:2006 - Vörur og kerfi til verndar og viðgerðar á steinsteypuvirkjum - Skilgreiningar, kröfur, gæðaeftirlit og mat á samræmi - Hluti 6: Festing bendistáls.
- ÍST EN 1504-7:2006 - Vörur og kerfi til verndar og viðgerðar á steinsteypuvirkjum - Skilgreiningar, kröfur, gæðaeftirlit og mat á samræmi - Hluti 7: Tæringarvarnir bendingar.
- ÍST EN 1520:2002 - Forsteyptar bentar einingar með opnum léttum fylliefnum.
- ÍST EN 1748-1-2:2004 - Gler í byggingar - Sérstakar grunnvörur - Hluti 1-2: Bórsilíkatgler - Samræmismat/vörustaðall.
- ÍST EN 1748-2-2:2004 - Gler í byggingar - Sérstakar grunnvörur - Hluti 2-2: Keramikgler - Samræmismat.
- ÍST EN 1806:2006 - Reykháfar - Reykrörseiningar úr leir eða keramik fyrir einfalda reykháfa - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 1825-1:2004 - Olíuskiljur - 1. hluti: Grunnatriði hönnunar, skilvirkni og prófun, merking og gæðaeftirlit.
- ÍST EN 1856-1:2009 - Reykháfar - Kröfur til reykháfa úr málmi - 1. hluti: Hlutar í reykháfakerfi.
- ÍST EN 1856-2:2009 - Reykháfar - Nothæfiskröfur til reykháfa úr málmi - 2. hluti: Málmfóðringar og reykrör til tenginga.
- ÍST EN 1857:2003+A1:2008 - Reykháfar - Einingar - Reykrörsfóðringar úr steinsteypu.
- ÍST EN 1858:2008 - Reykháfar - Einingar - Reykrörseiningar úr steinsteypu.
- ÍST EN 1863-2:2004 - Gler í byggingar - Hitahert gler úr natríumkalksilíkati - 2. hluti: Samræmismat.
- ÍST EN 1873:2005 - Raðframleiddir fylgihlutir fyrir þök - Ofanljós úr plasti - Eiginleikar og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 1916:2002 - Rör og fylgihlutir úr steinsteypu, óbent, með stáltrefjum og með bendistáli.
- ÍST EN 1917:2002 - Mannop og eftirlitsbrunnar úr steinsteypu, óbent, með stáltrefjum og með bendistáli.
- ÍST EN 1935:2002 - Járnvara í byggingar - einása lamir - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 10025-1:2004 - Heitvalsað efni úr óblönduðu byggingarstáli - 1. hluti: Almenn skilyrði fyrir afhendingu.
- ÍST EN 10088-4:2009 - Ryðfrítt stál - Hluti 4: Tæknileg afhendingarskilyrði fyrir plötur/þynnur úr tæringarþolnu stáli til nota í byggingum.
- ÍST EN 10088-5:2009 - Ryðfrítt stál - Hluti 5: Tæknileg afhendingarskilyrði fyrir teina, stangir, vír og vörur úr björtu tæringarþolnu stáli til nota í byggingum.
- ÍST EN 10210-1:2006 - Holar burðareiningar framleiddar við hita úr óblönduðu stáli og fínkorna stáli - Hluti 1: Tæknileg afhendingarskilyrði.
- ÍST EN 10219-1:2006 - Kaldformaðar soðnar holar burðareiningar úr óblönduðu stáli og fínkorna stáli - Hluti 1: Tæknileg afhendingarskilyrði.
- ÍST EN 10224:2002 - Rör og tengihlutir úr stáli fyrir flutning á vatnsríkum vökvum, svo sem neysluvatni - Tæknileg afhendingarskilyrði.
- ÍST EN 10255:2004+A:2007 - Rör úr óblönduðu stáli sem henta til rafsuðu og snittunar - Tæknileg afhendingarskilyrði.
- ÍST EN 10311:2005 - Rörtengi til tengingar á stálrörum og festingar til nota við flutning á vatni og öðrum vatnsríkum vökvum.
- ÍST EN 10312:2002 - Soðin rör úr ryðfríu stáli til flutnings á vatnsríkum vökvum, svo sem neysluvatni - Tæknileg afhendingarskilyrði.
- ÍST EN 10340:2007 - Steypujárnvörur til mannvirkjagerðar.
- ÍST EN 10343:2009 - Stál til snöggkælingar og temprunar til nota í byggingum - Tæknileg afhendingarskilyrði.
- ÍST EN 12004:2007 - Flísalím - Kröfur, samræmismat, flokkun og merking.
- ÍST EN 12050-1:2001 - Fráveitudælubúnaður til nota í byggingum og á lóðum - Meginreglur um gerð og prófun - 1. hluti: Dælubúnaður til að dæla fráveituvatni með seyru.
- ÍST EN 12050-2:2000 - Fráveitudælubúnaður til nota í byggingum og á lóðum - Meginreglur um gerð og prófun - 2. hluti: Dælubúnaður til að dæla fráveituvatni án seyru.
- ÍST EN 12050-3:2000 - Fráveitudælubúnaður til nota í byggingum og á lóðum - Meginreglur um gerð og prófun - 3. hluti: Dælubúnaður til takmarkaðra nota við að dæla fráveituvatni með seyru.
- ÍST EN 12050-4:2000 - Fráveitudælubúnaður til nota í byggingum og á lóðum - Meginreglur um gerð og prófun - 4. hluti: Einstreymislokar fyrir fráveituvatn með eða án seyru.
- ÍST EN 12057:2004 - Vörur úr náttúrulegum steini - Flísar - Kröfur.
- ÍST EN 12058:2004 - Vörur úr náttúrulegum steini - Plötur á gólf og þrep - Kröfur.
- ÍST EN 12094-1:2003 - Föst slökkvikerfi - Hlutir í gasslökkvikerfi - 1. hluti: Kröfur og prófunaraðferðir fyrir rafknúinn sjálfvirkan stjórn- og seinkunarbúnað.
- ÍST EN 12094-2:2003 - Föst slökkvikerfi - Hlutir í gasslökkvikerfi - 2. hluti: Kröfur og prófunaraðferðir fyrir órafknúinn sjálfvirkan stjórn- og seinkunarbúnað.
- ÍST EN 12094-3:2003 - Föst slökkvikerfi - Hlutir í gasslökkvikerfi - 3. hluti: Kröfur og prófunaraðferðir fyrir handvirkan gangsetningar- og stöðvunarbúnað.
- ÍST EN 12094-4:2004 - Föst slökkvikerfi - Hlutir í gasslökkvikerfi - 4. hluti: Kröfur og prófunaraðferðir fyrir loka á háþrýstihylki og opnunarbúnað þeirra.
- ÍST EN 12094-5:2006 - Föst slökkvikerfi - Hlutir í gasslökkvikerfi - 5. hluti: Kröfur og prófunaraðferðir fyrir há- og lágþrýstistýriloka og opnunarbúnað þeirra.
- ÍST EN 12094-6:2006 - Föst slökkvikerfi - Hlutir í gasslökkvikerfi - 6. hluti: Kröfur og prófunaraðferðir fyrir rofbúnað sem ekki er rafknúinn.
- ÍST EN 12094-7:2000 - Föst slökkvikerfi - Hlutir í gasslökkvikerfi - 7. hluti: Kröfur og prófunaraðferðir fyrir dreifara í CO2-kerfi.
- ÍST EN 12094-8:2006 - Föst slökkvikerfi - Hlutir í gasslökkvikerfi - Hluti 8: Kröfur og prófunaraðferðir fyrir tengi.
- ÍST EN 12094-9:2003 - Föst slökkvikerfi - Hlutir í gasslökkvikerfi - 9. hluti: Kröfur og prófunaraðferðir fyrir sérhæfða brunaskynjara.
- ÍST EN 12094-10:2003 - Föst slökkvikerfi - Hlutir í gasslökkvikerfi - 10. hluti: Kröfur og prófunaraðferðir fyrir þrýstimæla og þrýstirofa.
- ÍST EN 12094-11:2003 - Föst slökkvikerfi - Hlutir í gasslökkvikerfi - 11. hluti: Kröfur og prófunaraðferðir fyrir vogir.
- ÍST EN 12094-12:2003 - Föst slökkvikerfi - Hlutir í gasslökkvikerfi - 12. hluti: Kröfur og prófunaraðferðir fyrir loftknúinn viðvörunarbúnað.
- ÍST EN 12094-13:2001 - Föst slökkvikerfi - Hlutir í gasslökkvikerfi - 13. hluti: Kröfur og prófunaraðferðir fyrir eftirlits- og einstreymisloka.
- ÍST EN 12101-1:2005 - Reyk- og hitastýribúnaður - 1. hluti: Tæknilýsing fyrir reyktálma.
- ÍST EN 12101-2:2003 - Reyk- og hitastýribúnaður - 2. hluti: Kröfur til náttúrulegra reyk- og hitaræsikerfa.
- ÍST EN 12101-3:2002 - Reyk- og hitastýribúnaður - 3. hluti: Kröfur til vélknúinna reyk- og hitavifta.
- ÍST EN 12101-6:2005 - Reyk- og hitastýribúnaður - 6. hluti: Kröfur til þrýstingsmunarkerfa - Ósamsett.
- ÍST EN 12101-10:2005 - Reyk- og hitastýribúnaður - Hluti 10: Aflgjafar.
- ÍST EN 12150-2:2004 - Gler í byggingar - Hitahert öryggisgler úr natríumkalksilíkati - 2. hluti: Samræmismat.
- ÍST EN 12209:2003 - Járnvara í byggingar - Lásar og læsingar - Handvirkir lásar og læsingar - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 12259-1:1999+A1:2001 - Föst slökkvikerfi - Hlutir í úðakerfi - 1. hluti: Úðarar.
- ÍST EN 12259-2:1999 - Föst slökkvikerfi - Hlutir í úðakerfi - 2. hluti: Varðlokar fyrir blaut kerfi.
- ÍST EN 12259-3:2000 - Föst slökkvikerfi - Hlutir í úðakerfi - 3. hluti: Varðlokar fyrir þurr úðakerfi.
- ÍST EN 12259-4:2000 - Föst slökkvikerfi - Hlutir í úðakerfi - 4. hluti: Vatnsknúnar bjöllur.
- ÍST EN 12259-5:2002 - Föst slökkvikerfi - Hlutir í úðakerfi - 5. hluti: Vatnsflæðisnemar.
- ÍST EN 12271:2006 - Yfirborðsþekja - Kröfur.
- ÍST EN 12273:2008 - Klæðning með flotbiki - Kröfur.
- ÍST EN 12285-2:2005 - Verkstæðisframleiddir stáltankar - 2. hluti: Láréttir sívalir tankar með einfaldri eða tvöfaldri klæðningu til ofanjarðargeymslu á eldfimum og óeldfimum vatnsmengandi vökvum.
- ÍST EN 12326-1:2004 - Flöguberg og aðrar steinvörur til nota í þak- og veggklæðningar - 1. hluti: Kröfur.
- ÍST EN 12337-2:2004 - Gler í byggingar - Efnahert gler úr natríumkalksilíkati - 2. hluti: Samræmismat/vörustaðall.
- ÍST EN 12352:2006 - Umferðarstjórnbúnaður - Viðvörunar- og öryggisljósabúnaður.
- ÍST EN 12368:2006 - Umferðarstjórnbúnaður - Umferðarljós.
- ÍST EN 12380:2002 - Undirþrýstingslokar fyrir frárennsliskerfi - Kröfur, prófunaraðferðir og mat á samræmi.
- ÍST EN 12446:2003 - Reykháfar - Einingar - Ytri veggeiningar úr steinsteypu.
- ÍST EN 12467:2004 - Plötur úr trefjasteypu - Eiginleikar og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 12566-1:2000 - Skólphreinsibúnaður fyrir lítil kerfi, ígildi allt að 50 íbúa - 1. hluti: Verksmiðjuframleiddar rotþrær.
- ÍST EN 12566-3:2005+A1:2009 - Skólphreinsibúnaður fyrir lítil kerfi fyrir allt að 50 íbúa - Hluti 3: Samsettar og/eða ósamsettar skólphreinsistöðvar fyrir íbúabyggð.
- ÍST EN 12566-4:2007 - Skólplagnir fyrir lítil kerfi fyrir allt að 50 íbúa - Hluti 4: Rotþrær sem settar eru saman á vettvangi úr forsmíðuðum einingum.
- ÍST EN 12591:2009 - Jarðbik og jarðbiksbindiefni - Eiginleikar jarðbiks til nota í slitlög.
- ÍST EN 12620:2002+A1:2008 - Fylliefni í steinsteypu.
- ÍST EN 12676-1:2000 - Ljósskermar til nota á vegum - 1. hluti: Kröfur og eiginleikar.
- ÍST EN 12737:2004+A1:2007 - Forsteyptar steinsteypuvörur - Rimlagólf fyrir búfé.
- ÍST EN 12764:2004+A1:2008 - Hreinlætistæki - Tæknilýsing fyrir nuddpotta.
- ÍST EN 12794:2005+A1:2007 - Forsteyptar steinsteypuvörur - Grundunarstaurar.
- ÍST EN 12809:2001 - Sjálfstæðir katlar í heimahús sem nota fast eldsneyti - Nafnvarmagjöf allt að 50 kW - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 12815:2001 - Sjálfstæðar eldavélar í heimahúsum sem nota fast eldsneyti - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 12839:2001 - Forsteyptar einingar úr steinsteypu - Einingar í girðingar.
- ÍST EN 12843:2004 - Forsteyptar steinsteypuvörur - Möstur og staurar.
- ÍST EN 12859:2001 - Gifsblokkir - Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 12860:2001 - Gifslím fyrir gifsblokkir - Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 12878:2005 - Litarefni fyrir byggingarefni úr sementi og/eða kalki - Eiginleikar og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 12899-1:2007 - Föst, lóðrétt umferðarmerki - Hluti 1: Föst merki.
- ÍST EN 12899-2:2007 - Föst, lóðrétt umferðarmerki - Hluti 2: Upplýstir umferðarpollar (TTB).
- ÍST EN 12899-3:2007 - Föst, lóðrétt umferðarmerki - Hluti 3: Aðgreiningarstaurar og endurskinsfletir.
- ÍST EN 12951:2004 - Raðframleiddir fylgihlutir fyrir þök - Fastir þakstigar - Eiginleikar og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 12966-1:2005+A1:2009 - Lóðrétt vegaskilti - Skilti með breytanlegum skilaboðum - 1. hluti: Vörustaðall.
- ÍST EN 13024-2:2004 - Gler í byggingar - Hitahert öryggisgler úr bórsilíkati - 2. hluti: Samræmismat.
- ÍST EN 13043:2002 - Steinefni í malbik og klæðningar á vegi, flugvelli og önnur umferðarsvæði.
- ÍST EN 13055-1:2002 - Létt fylliefni - 1. hluti: Létt fylliefni fyrir steinsteypu, múr og þunnfljótandi múr.
- ÍST EN 13055-2:2004 - Létt fylliefni - 2. hluti: Létt fylliefni í malbik og til meðhöndlunar á yfirborði og í bundna og óbundna notkun.
- ÍST EN 13063-1:2005+A1:2007 - Reykháfar - Reykháfakerfi með reykrörsfóðringum úr leir eða keramik - 1. hluti: Kröfur og aðferðir við prófun á eldþoli við sótbruna.
- ÍST EN 13063-2:2005+A1:2007 - Reykháfar - Reykháfakerfi með reykrörsfóðringum úr leir eða keramik - 2. hluti: Kröfur og prófunaraðferðir við rakar aðstæður.
- ÍST EN 13063-3:2007 - Reykháfar - Reykháfakerfi með reykrörsfóðringum úr leir eða keramik - Hluti 3: Kröfur og prófunaraðferðir fyrir loftrásarreykháfa.
- ÍST EN 13069:2005 - Reykháfar - Ytri veggir úr leir eða keramik fyrir reykháfakerfi - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 13084-5:2005 - Frístandandi verksmiðjureykháfar - 5. hluti: Efni í múrsteinsfóðringar - Eiginleikar.
- ÍST EN 13084-7:2005 - Frístandandi verksmiðjureykháfar - Hluti 7: Eiginleikar sívalra stálsmíða til nota í einföldum stálreykháfum og stálfóðringum.
- ÍST EN 13101:2002 - Þrep í manngeng neðanjarðarrými - Kröfur, merkingar, prófanir og mat á samræmi.
- ÍST EN 13108-1:2006 - Malbiksblöndur - Efnislýsingar - Hluti 1: Malbik.
- ÍST EN 13108-2:2006 - Malbiksblöndur - Efnislýsingar - Hluti 2: Malbik til nota í mjög þunn lög.
- ÍST EN 13108-3:2006 - Malbiksblöndur - Efnislýsingar - Hluti 3: Malbik með mjúku bindiefni.
- ÍST EN 13108-4:2006 - Malbiksblöndur - Efnislýsingar - Hluti 4: Ívaltað malbik.
- ÍST EN 13108-5:2006 - Malbiksblöndur - Efnislýsingar - Hluti 5: Steinríkt malbik (SMA).
- ÍST EN 13108-6:2006 - Malbiksblöndur - Efnislýsingar - Hluti 6: Biksteypa.
- ÍST EN 13108-7:2006 - Malbiksblöndur - Efnislýsingar - Hluti 7: Gegndræpt malbik.
- ÍST EN 13139:2002 - Fylliefni í múr.
- ÍST EN 13160-1:2003 - Lekagreiningarkerfi - 1. hluti: Almennar reglur.
- ÍST EN 13162:2008 - Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar glerullar- eða steinullarvörur (MW) - Kröfur.
- ÍST EN 13163:2008 - Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr þöndu pólýstýreni (EPS)- Kröfur.
- ÍST EN 13164:2008 - Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr þrýstimótuðu pólýstýrenfrauði (XPS) - Kröfur.
- ÍST EN 13165:2008 - Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr stífu pólýúretanfrauði (PUR) - Kröfur.
- ÍST EN 13166:2008 - Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr fenólfrauði (PF) - Kröfur.
- ÍST EN 13167:2008 - Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr frauðgleri (CG) - Kröfur.
- ÍST EN 13168:2008 - Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr tréull (WW) - Kröfur.
- ÍST EN 13169:2008 - Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr þöndum perlusteini (EPS) - Kröfur.
- ÍST EN 13170:2008 - Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr þöndum korki (ICB) - Kröfur.
- ÍST EN 13171:2008 - Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr viðartrefjum (WF) - Kröfur.
- ÍST EN 13224:2004+A1:2007 - Forsteyptar steinsteypuvörur - Rifjaplötur.
- ÍST EN 13225:2004 - Forsteyptar steinsteypuvörur - Bita- og súlueiningar í byggingar.
- ÍST EN 13229:2001 - Innfelld tæki, þ.m.t. opin eldstæði, sem nota fast eldsneyti - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 13240:2001 - Rýmishitarar sem nota fast eldsneyti - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 13241-1:2003 - Hurðir og hlið á iðnaðar-, verslunar- og verkstæðisbyggingar - Vörustaðall - 1. hluti: Vörur án bruna- og reykvarnareiginleika.
- ÍST EN 13242:2002+A1:2007 - Óbundin fylliefni og fylliefni bundin með vatnshverfum bindiefnum til notkunar í mannvirki og vegagerð.
- ÍST EN 13245-2:2008 - Plastefni - Prófílar úr ómýktu pólývinýlklóríði (PVC-U) til nota í byggingar - Hluti 2: Prófílar til nota utanhúss og innanhúss á veggi og í loft.
- ÍST EN 13249:2000 - Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Eiginleikar sem krafist er við gerð vega og annarra umferðarsvæða (undanskilin er notkun við lagningu járnbrauta og malbiksslitlaga).
- ÍST EN 13250:2000 - Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Eiginleikar sem krafist er við lagningu járnbrauta.
- ÍST EN 13251:2000 - Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Eiginleikar sem krafist er við jarðvegsframkvæmdir og gerð undirstaða og stoðvirkja.
- ÍST EN 13252:2000 - Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Eiginleikar sem krafist er við gerð þerrikerfa.
- ÍST EN 13253:2000 - Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Eiginleikar sem krafist er við gerð mannvirkja til varnar landeyðingu (sjóvarnargarðar, varnargarðar á bökkum áa og vatna).
- ÍST EN 13254:2000 - Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Eiginleikar sem krafist er við gerð uppistöðulóna og stíflna.
- ÍST EN 13255:2000 - Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Eiginleikar sem krafist er við gerð vatnsvega.
- ÍST EN 13256:2000 - Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Eiginleikar sem krafist er við gerð jarðganga og neðanjarðarvirkja.
- ÍST EN 13257:2000 - Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Eiginleikar sem krafist er við förgun á föstum úrgangi.
- ÍST EN 13263-1:2005+A1:2009 - Kísilryk í steinsteypu - 1. hluti: Skilgreiningar, kröfur og samræmisskilyrði.
- ÍST EN 13265:2000 - Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Eiginleikar sem krafist er við gerð mannvirkja fyrir fljótandi úrgang.
- ÍST EN 13279-1:2008 - Yfirborðsefni úr gifsi og gifsblöndum - 1. hluti: Skilgreiningar og kröfur.
- ÍST EN 13279-1:2005 - Yfirborðsefni úr gifsi og gifsblöndum - 1. hluti: Skilgreiningar og kröfur.
- ÍST EN 13310:2003 - Eldhúsvaskar - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 13341:2005 - Hitadeigir fastir plasttankar til ofanjarðargeymslu á húshitunarolíu, steinolíu og dísilolíu - Tankar úr blástursmótuðu pólýetýleni, snúningsmótuðu pólýetýleni og pólýamíð 6 sem framleitt er með anjónískri fjölliðun - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 13361:2004 - Þéttilög úr blöndu af jarðvegi og gerviefnum - Eiginleikar sem krafist er vegna nota við gerð uppistöðulóna og jarðstíflna.
- ÍST EN 13362:2005 - Þéttilög úr blöndu af jarðvegi og gerviefnum - Eiginleikar sem krafist er við gerð vatnsvega.
- ÍST EN 13383-1:2002 - Grjótvörn - 1. hluti: Eiginleikar.
- ÍST EN 13407:2006 - Vegghengdar þvagskálar - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 13405:2002 - Virk yfirborðsefni - Ákvörðun díalkýltetralíninnihalds í línulegu alkýlbenseni með hágæðalitskiljun (HPLC).
- ÍST EN 13454-1:2004 - Bindiefni, samsett bindiefni og verksmiðjuframleiddar blöndur með kalsíumsúlfati til nota í gólfílagnir - 1. hluti: Skilgreiningar og kröfur.
- ÍST EN 13479:2004 - Suðufylliefni - Almennur vörustaðall um fyllimálma og fylliduft til nota við samsuðu málmefna.
- ÍST EN 13491:2004 - Þéttilög úr blöndu af jarðvegi og gerviefnum - Eiginleikar sem krafist er vegna þéttingar við gerð ganga og neðanjarðarmannvirkja.
- ÍST EN 13492:2004 - Þéttilög úr blöndu af jarðvegi og gerviefnum - Eiginleikar sem krafist er við notkun til smíði á förgunarstöðvum fljótandi úrgangs eða flutningsstöðvum eða til lekavarnar.
- ÍST EN 13493:2005 - Þéttilög úr blöndu af jarðvegi og gerviefnum - Eiginleikar sem krafist er vegna nota við gerð geymslusvæða fyrir úrgang í föstu formi og förgunarstöðva.
- ÍST EN 13502:2002 - Reykháfar - Kröfur og prófunaraðferðir fyrir hettur úr keramik á reykháfa.
- ÍST EN 13561:2004+A1:2008 - Gluggatjöld til nota utanhúss - Kröfur, flokkun og öryggi.
- ÍST EN 13564-1:2002 - Vatnstjónavarnanemar í byggingar - 1. hluti: Kröfur.
- ÍST EN 13565-1:2003 - Föst slökkvikerfi - Froðukerfi - 1. hluti: Kröfur og prófunaraðferðir fyrir kerfishluta.
- ÍST EN 13616:2004 - Búnaður til að koma í veg fyrir yfirfyllingu fastra olíueldsneytistanka.
- ÍST EN 13658-1:2005 - Bendinet og styrkingar úr málmi - Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir - 1. hluti: Gifshúðun innanhúss.
- ÍST EN 13658-2:2005 - Bendinet og styrkingar úr málmi - Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir - 2. hluti: Gifshúðun utanhúss.
- ÍST EN 13659:2004+A1:2008 - Gluggahlerar - Nothæfiskröfur, þ.m.t. um öryggi.
- ÍST EN 13693:2004+A1:2009 - Forsteyptar steinsteypuvörur - Sérstakar þakeiningar.
- ÍST EN 13707:2004+A2:2009 - Sveigjanleg lög til vatnsþéttingar - Styrktur þakpappi til vatnsþéttingar - Skilgreiningar og eiginleikar.
- ÍST EN 13747:2005+A2:2010 - Forsteyptar steinsteypuvörur - Forsteyptar gólfaplötur.
- ÍST EN 13748-1:2004 - Terrrazzoflísar - 1. hluti: Terrazzoflísar til nota innanhúss.
- ÍST EN 13748-2:2004 - Terrrazzoflísar - 2. hluti: Terrazzoflísar til nota utanhúss.
- ÍST EN 13808:2005 - Jarðbik og jarðbiksbindiefni - Grunnur til nota við skilgreiningar á jákvætt hlöðnum jarðbiksblöndum.
- ÍST EN 13813:2002 - Ílagnarefni og gólfílögn - Ílagnarefni - Eiginleikar og kröfur.
- ÍST EN 13815:2006 - Mót úr trefjastyrktu gifsi - Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 13830:2003 - Ekki berandi útveggir - Vörustaðall.
- ÍST EN 13859-1:2005+A1:2008 - Sveigjanleg lög til vatnsþéttingar - Skilgreiningar og eiginleikar undirlaga - 1. hluti: Undirlög undir þakklæðningar.
- ÍST EN 13859-2:2004+A1:2008 - Sveigjanleg lög til vatnsþéttingar - Skilgreiningar og eiginleikar undirlaga - 2. hluti: Undirlög fyrir veggi.
- ÍST EN 13877-3:2004 - Slitlög úr steinsteypu - 3. hluti: Eiginleikar blindingja til nota í steinsteypuslitlögum.
- ÍST EN 13915:2007 - Verksmiðjuframleiddar veggplötueiningar úr gifsi með pappakjarna - Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 13924:2006 - Jarðbik og jarðbiksbindiefni - Eiginleikar harðs jarðbiks til nota í slitlög.
- ÍST EN 13950:2005 - Gifsplötur með áföstum efnum til varma- og hljóðeinangrunar - Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 13956:2005 - Sveigjanlegar plötur til vatnsþéttingar - Plast- og gúmmídúkar til vatnsþéttingar þaka - Skilgreiningar og eiginleikar.
- ÍST EN 13963:2005 - Fylliefni til nota í gifsplötuskeyti - Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 13964:2004 - Niðurhengd loft - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 13967:2004 - Sveigjanleg lög til vatnsþéttingar - Rakavarnarlög úr plasti og gúmmíi, þ.m.t. plast- og gúmmíklæðningar til vatnsþéttingar í kjöllurum - Skilgreiningar og eiginleikar.
- ÍST EN 13969:2004 - Sveigjanleg lög til vatnsþéttingar - Rakavarnarlög úr jarðbiki, þ.m.t. jarðbiksdúkar til vatnsþéttingar í kjöllurum - Skilgreiningar og eiginleikar.
- ÍST EN 13970:2004 - Sveigjanleg lög til vatnsþéttingar - Jarðbikslög til að þétta gegn rakaflæði - Skilgreiningar og eiginleikar.
- ÍST EN 13978-1:2005 - Forsteyptar steinsteypuvörur - Forsteyptir bílskúrar - 1. hluti: Kröfur varðandi benta bílskúra, heilsteypta eða úr steyptum einingum í rýmisstærð.
- ÍST EN 13984:2004 - Sveigjanleg lög til vatnsþéttingar - Plast- og gúmmílög til að þétta gegn rakaflæði - Skilgreiningar og eiginleikar.
- ÍST EN 13986:2004 - Trétrefjaplötur til nota í byggingum - Eiginleikar, samræmismat og merking.
- ÍST EN 14016-1:2004 - Bindiefni í magnesítílagnir - Brennd magnesínefni og magnesínklóríð - 1. hluti: Skilgreiningar, kröfur.
- ÍST EN 14037-1:2003 - Geislahitunarplötur í loft fyrir vatn undir 120°C - 1. hluti: Tæknilýsing og kröfur.
- ÍST EN 14041:2004 - Fjaðrandi gólfefni úr textíl- og dúkefnum - Grundvallar eiginleikar.
- ÍST EN 14063-1:2004 - Varmaeinangrun fyrir byggingar - Varmaeinangrun sem mótuð er á notkunarstað úr léttum fylliefnum úr þöndum leir - 1. hluti: Eiginleikar ómótaðs efnis fyrir uppsetningu.
- ÍST EN 14064-1:2010 - Varmaeinangrun fyrir byggingar - Varmaeinangrun sem mótuð er á notkunarstað úr lausri glerull eða steinull (MW) - Hluti 1: Eiginleikar lausullar fyrir uppsetningu.
- ÍST EN 14080:2005 - Timburvirki - Límtré - Kröfur.
- ÍST EN 14081-1:2005 - Timburvirki - Styrkleikaflokkað timbur í burðarvirki með rétthyrndu þversniði - 1. hluti: Almennar kröfur.
- ÍST EN 14178-2:2004 - Gler í byggingar - Almennar jarðalkalínatríumsilíkatvörur - 2. hluti: Samræmismat/vörustaðall.
- ÍST EN 14179-2:2005 - Gler í byggingar - Hitahert og gegnhitað öryggisgler úr natríumkalksilíkati - 2. hluti: Samræmismat/vörustaðall.
- ÍST EN 14188-1:2004 - Fylli- og þéttiefni í samskeyti - 1. hluti: Kröfur fyrir hituð þéttiefni.
- ÍST EN 14188-2:2004 - Fylli- og þéttiefni í samskeyti - 2. hluti: Kröfur fyrir óhituð þéttiefni.
- ÍST EN 14188-3:2006 - Fylli- og þéttiefni í samskeyti - Hluti 3: Eiginleikar tilbúinna fúguþéttinga.
- ÍST EN 14190:2005 - Sérunnar gifsplötur - Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 14195:2005 - Málmgrindarhlutar fyrir gifsplötukerfi - Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 14209:2005 - Tilsniðnir vegglistar úr gifsi - Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 14216:2004 - Sement - Samsetning, eiginleikar og samræmiskröfur fyrir sérframleitt lághitasement.
- ÍST EN 14246:2006 - Gifseiningar í niðurhengd loft - Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 14250:2010 - Timburvirki - Kröfur til raðframleiddra grinda með gataplötufestingum.
- ÍST EN 14296:2005 - Hreinlætistæki - Þvottarennur.
- ÍST EN 14303:2009 - Varmaeinangrunarvörur fyrir búnað í byggingar og til iðnaðarnota - Verksmiðjuframleiddar glerullar- eða steinullarvörur (MW) - Eiginleikar.
- ÍST EN 14304:2009 - Varmaeinangrunarvörur fyrir búnað í byggingar og til iðnaðarnota - Verksmiðjuframleiddar vörur úr sveigjanlegu elastómerfrauði (FEF) - Eiginleikar.
- ÍST EN 14305:2009 - Varmaeinangrunarvörur fyrir búnað í byggingar og til iðnaðarnota - Verksmiðjuframleiddar vörur úr frauðgleri (CG) - Eiginleikar.
- ÍST EN 14306:2009 - Varmaeinangrunarvörur fyrir búnað í byggingar og til iðnaðarnota - Verksmiðjuframleiddar vörur úr kalsíumsílíkati (CS) - Eiginleikar.
- ÍST EN 14307:2009 - Varmaeinangrunarvörur fyrir búnað í byggingar og til iðnaðarnota - Verksmiðjuframleiddar vörur úr þrýstimótuðu pólýstýrenfrauði (XPS) - Eiginleikar.
- ÍST EN 14308:2009 - Varmaeinangrunarvörur fyrir búnað í byggingar og til iðnaðarnota - Verksmiðjuframleiddar vörur úr stífu pólýúretanfrauði (PUR) og pólýísósýanúratfrauði (PIR) - Eiginleikar.
- ÍST EN 14309:2009 - Varmaeinangrunarvörur fyrir búnað í byggingar og til iðnaðarnota - Verksmiðjuframleiddar vörur úr þöndu pólýstýreni (EPS) - Eiginleikar.
- ÍST EN 14313:2009 - Varmaeinangrunarvörur fyrir búnað í byggingar og til iðnaðarnota - Verksmiðjuframleiddar vörur úr pólýetýlenfrauði (PEF) - Eiginleikar.
- ÍST EN 14314:2009 - Varmaeinangrunarvörur fyrir búnað í byggingar og til iðnaðarnota - Verksmiðjuframleiddar vörur úr fenólfrauði (PF) - Eiginleikar.
- ÍST EN 14316-1:2004 - Varmaeinangrun fyrir byggingar - Varmaeinangrun sem mótuð er á notkunarstað úr þöndum perlusteini (EP) - 1. hluti: Eiginleikar mótaðs og ómótaðs efnis fyrir notkun.
- ÍST EN 14317-1:2004 - Varmaeinangrun fyrir byggingar - Varmaeinangrun sem mótuð er á notkunarstað úr vermíkúlítflögum (EP) - 1. hluti: Eiginleikar mótaðs og ómótaðs efnis fyrir notkun.
- ÍST EN 14321-2:2005 - Gler í byggingar - Hitahert öryggisgler úr jarðalkalínatríumsílikati - Hluti 2: Samræmismat/vörustaðall.
- ÍST EN 14339:2005 - Brunahanatengingar í jörðu.
- ÍST EN 14342:2005+A1:2008 - Gólfefni úr timbri - Eiginleikar, samræmismat og merking.
- ÍST EN 14351-1:2006+A1:2010 - Gluggar og útgöngudyr - Vörustaðall, eiginleikar í notkun - Hluti 1: Gluggar og útidyrasamstæður sem ekki eru eldþolnar eða reykþéttar og þakgluggar með þol gegn eldi að utan.
- ÍST EN 14353:2007+A1:2010 - Skraut- og styrktarlistar úr málmi til nota með gifsplötum - Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 14374:2004 - Timburvirki - Límtré (LVL) til nota í byggingum - Kröfur.
- ÍST EN 14384:2005 - Brunahanar.
- ÍST EN 14388:2005 - Hljóðtálmar vegna umferðar - Eiginleikar.
- ÍST EN 14396:2004 - Fastir stigar í mannop.
- ÍST EN 14399-1:2005 - Hástyrksboltar til nota við forspenningu í mannvirkjum 1. hluti: Almennar kröfur.
- ÍST EN 14411:2006 - Keramikflísar - Skilgreiningar, flokkun, eiginleikar og merkingar.
- ÍST EN 14428:2004+A1:2008 - Sturtuskilrúm - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 14449:2005 - Gler í byggingar - Lagskipt gler og lagskipt öryggisgler - Samræmismat/vörustaðall.
- ÍST EN 14471:2005 - Reykháfar - Reykháfakerfi með reykrörsfóðringum úr plasti - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 14496:2005 - Gifslím fyrir gifsplötur og gifsplötur með áföstum efnum til varma- og hljóðeinangrunar - Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 14509:2006 - Sjálfberandi samlokueiningar úr málmi með einangrun - Verksmiðjuframleiddar vörur - Eiginleikar.
- ÍST EN 14528:2007 - Skolskálar - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 14545:2008 - Timburvirki - Tenglar - Kröfur.
- ÍST EN 14566:2008+A1:2009 - Festingar fyrir gifsplötukerfi - Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 14592:2008 - Timburvirki - Festingar - Kröfur.
- ÍST EN 14604:2005 - Reykskynjarar með hljóðgjafa.
- ÍST EN 14647:2005 - Kalsíumálsement - Samsetning, eiginleikar og samræmiskröfur.
- ÍST EN 14680:2006 - Lím fyrir þrýstingslausar lagnir úr hitadeigu plasti - Eiginleikar.
- ÍST EN 14688:2006 - Hreinlætistæki - Handlaugar - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 14695:2010 - Sveigjanleg rakavarnarlög - Styrkt rakavarnarlög úr biki fyrir steyptar brýr og önnur steypt yfirborð sem ætluð eru fyrir umferð - Skilgreiningar og eiginleikar.
- ÍST EN 14716:2004 - Strekktir loftdúkar - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 14782:2006 - Sjálfberandi málmplötur til þak- og veggklæðningar innan- og utanhúss - Vörueiginleikar og kröfur.
- ÍST EN 14783:2006 - Málmplötur til þak- og veggklæðningar innan- og utanhúss á berandi fleti - Vörueiginleikar og kröfur.
- ÍST EN 14785:2006 - Rýmishitunarbúnaður í íbúðarhúsnæði sem brennir viðarkurli - Kröfur og prófunaraðferðir.
- EN 14800:2007 - Slöngukerfi úr bylgjumálmi til nota við tengingu heimilistækja sem nota gaseldsneyti.
- ÍST EN 14814:2007 - Límefni fyrir hitadeigar rörlagnir fyrir vökva undir þrýstingi - Eiginleikar.
- ÍST EN 14843:2007 - Forsteyptar steinsteypuvörur - Stigar.
- ÍST EN 14844:2006+A1:2008 - Forsteyptar steinsteypuvörur - Holkassar.
- ÍST EN 14889-1:2006 - Trefjar í steinsteypu - Hluti 1: Stáltrefjar - Skilgreining, eiginleikar og samræmi.
- ÍST EN 14889-2:2006 - Trefjar í steinsteypu - Hluti 2: Fjölliðutrefjar - Skilgreining, eiginleikar og samræmi.
- ÍST EN 14904:2006 - Yfirborðsefni á íþróttasvæði - Gólfefni til fjölíþróttanota - Eiginleikar.
- ÍST EN 14909:2006 - Sveigjanleg lög til vatnsþéttingar - Rakaþétt lög úr plasti og gúmmíi - Skilgreiningar og eiginleikar.
- ÍST EN 14915:2006 - Gegnheill viðarpanell og klæðningar - Eiginleikar, samræmismat og merking.
- ÍST EN 14933:2007 - Léttar fylli- og einangrunarvörur til nota við mannvirkjagerð - Verksmiðjuframleiddar vörur úr þöndu pólýstýreni (EPS) - Eiginleikar.
- ÍST EN 14934:2007 - Léttar fylli- og einangrunarvörur til nota við mannvirkjagerð - Verksmiðjuframleiddar vörur úr þrýstimótuðu pólýstýrenfrauði (XPS) - Eiginleikar.
- ÍST EN 14963:2006 - Þakefni - Samfelld ofanljós úr plasti með eða án burðarramma - Flokkun, kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 14964:2006 - Stíf undirlög undir þakklæðningar - Skilgreiningar og eiginleikar.
- ÍST EN 14967:2006 - Sveigjanleg lög til vatnsþéttingar - Rakaþétt biklög - Skilgreiningar og eiginleikar.
- ÍST EN 14989-1:2007 - Reykháfar - Kröfur og prófunaraðferðir fyrir málmreykháfa og loftrásir úr hvers kyns efnum fyrir lokaða rýmishitara - Hluti 1: Lóðréttar hettur fyrir búnað af gerðinni C6.
- ÍST EN 14989-2:2007 - Reykháfar og loftrásarkerfi fyrir rýmiseinangruð tæki - Kröfur og prófunaraðferðir - Hluti 2: Reykrör og loftrásarkerfi fyrir stök rýmiseinangruð tæki.
- ÍST EN 14991:2007 - Forsteyptar steinsteypuvörur - Undirstöðueiningar.
- ÍST EN 14992:2007 - Forsteyptar steinsteypuvörur - Veggeiningar.
- ÍST EN 15037-1:2008 - Forsteyptar steinsteypuvörur - Bitagólf með þvereiningum - Hluti 1: Bitar.
- ÍST EN 15037-4:2010 - Forsteyptar steinsteypuvörur - Bitagólf með þvereiningum - Hluti 4: Þvereiningar úr þöndu pólýstýreni.
- ÍST EN 15048-1:2007 - Óforspenntar boltasamstæður með burðarhlutverk - Hluti 1: Almennar kröfur.
- ÍST EN 15050:2007 - Kynditæki sem nota fast eldsneyti - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 15069:2008 - Öryggistengilokar fyrir málmleiðslur í gaskerfum til nota við tengingu heimilistækja sem nota gaseldsneyti.
- ÍST EN 15088:2005 - Ál og álblöndur - Burðarhlutar í byggingarmannvirki - Tæknileg skilyrði fyrir skoðun og afhendingu.
- ÍST EN 15102:2007 - Veggklæðningar til skrauts - Vörur í rúllu- og plötuformi.
- ÍST EN 15129:2009 - Jarðskjálftavarnarbúnaður.
- ÍST EN 15167-1:2006 - Malað, kornað brennsluofnagjall til nota í steinsteypu, múr og þunnfljótandi múr - Hluti 1: Skilgreiningar, eiginleikar og samræmisskilyrði.
- ÍST EN 15250:2007 - Kynditæki sem nota fast eldsneyti - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 15258:2008 - Forsteyptar steinsteypuvörur - Stoðveggeiningar.
- ÍST EN 15274:2007 - Límefni til almennrar notkunar í burðarvirki - Kröfur og prófunaraðferðir.
- ÍST EN 15275:2007 - Límefni til nota í burðarvirkjum - Eiginleikar loftfirrtra límefna til nota við samása samsetningar í byggingum og mannvirkjum.
- ÍST EN 15283-1:2008+A1:2009 - Gifsplötur með trefjastyrkingu - Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir - Hluti 1: Gifsplötur með mottustyrkingu.
- ÍST EN 15283-2:2008+A1:2009 - Gifsplötur með trefjastyrkingu - Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir - Hluti 2: Gifstrefjaplötur.
- ÍST EN 15285:2008 - Brotasteinn - Gólfflísaeiningar (til nota innan- og utandyra).
- ÍST EN 15322:2009 - Jarðbik og jarðbiksbindiefni - Flokkunarkerfi til nota við tilgreiningu á þunnbiki og þjálbiki.
- ÍST EN 15381:2008 - Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Kröfur vegna nota í slitlögum og malbiksklæðningum.
- ÍST EN 15382:2008 - Þéttilög úr blöndu af jarðvegi og gerviefnum - Eiginleikar sem krafist er við notkun í samgöngumannvirkjum.
- ÍST EN 15435:2008 - Forsteyptar steinsteypuvörur - Steypumótablokkir úr venjulegri og léttri steinsteypu - Vörueiginleikar og nothæfi.
- ÍST EN 15498:2008 - Forsteyptar steinsteypuvörur - Steypumótablokkir úr spónasteypu - Vörueiginleikar og nothæfi.
- ÍST EN 15743:2010 - Súlfatríkt háofnagjallssement - Samsetning, eiginleikar og samræmiskröfur.
- ÍST EN 15824:2009 - Kröfur til utan- og innanhúss múrhúðunarefna með lífrænum bindiefnum.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 27. gr. laga nr. 134/1995 um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu og með hliðsjón af ákvæði samnings um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í XXI. kafla, II. viðauka, tilskipunar ráðsins 89/106/EBE, frá 21. desember 1988, um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna um byggingarvörur, og tilskipunar ráðsins 93/68/EBE, frá 22. júlí 1993 um breytingar á tilskipun um byggingarvörur, með breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, 6. desember 2010.
Ögmundur Jónasson.
Hjalti Zóphóníasson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.