Prentað þann 17. apríl 2025
962/2016
Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins sem breyta reglugerð (ESB) nr. 260/2012 um að koma á tæknilegum og viðskiptalegum kröfum fyrir millifærslur fjármuna og beingreiðslur í evrum og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 924/2009.
1. gr.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtaldar breytingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins sem leiðir af XII. viðauka EES-samningsins, sbr. 5. gr. a laga um greiðslur yfir landamæri í evrum, nr. 78/2014:
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 248/2014 frá 26. febrúar 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 260/2012 um umskipti yfir í millifærslur fjármuna og beingreiðslur á vettvangi Sambandsins skal öðlast gildi hér á landi, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið og bókun 1 við EES-samninginn. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 8/2015 frá 5. febrúar 2015, bls. 594. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 283/2014 um upptöku reglugerðarinnar í XII. viðauka (frjálsir fjármagnsflutningar) við EES-samninginn er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 71/2015, frá 26. nóvember 2015, bls. 35.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 5. gr. a laga nr. 78/2014, um greiðslur yfir landamæri í evrum, sbr. 4. tl. 64. gr. laga nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda, öðlast gildi 1. apríl 2017.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 11. nóvember 2016.
F. h. r.
Guðrún Þorleifsdóttir.
Guðmundur K. Kárason.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.