1. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana samkvæmt staðlinum ÍST 85:2012 um jafnlaunakerfi.
2. gr.
Markmið.
Markmið reglugerðar þessarar er að jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana séu vottuð í samræmi við alþjóðlegar kröfur sem gilda um vottun og vottunaraðila.
3. gr.
Orðskýringar.
Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
4. gr.
Faggilding vottunaraðila og eftirlit.
Vottunaraðili fær faggildingu hjá faggildingarsviði Einkaleyfastofu eða sambærilegum aðila á Evrópska efnahagssvæðinu.
5. gr.
Vottun á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012.
Vottunaraðila sem hefur hlotið faggildingu á grundvelli staðalsins ÍST EN ISO/IEC 17021, sem fjallar um kröfur til stofnana sem annast úttektir og vottun stjórnkerfa, er heimilt að votta jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana á grundvelli ÍST 85:2012.
6. gr.
Námskeið vegna jafnlaunavottunar.
Ráðuneytið skal sjá til þess að haldið verði námskeið fyrir úttektarmenn í jafnréttis- og vinnumarkaðsmálum sem þýðingu hafa fyrir vottun í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85:2012 svo uppfylla megi kröfur faggildingarstaðalsins ÍST EN ISO/IEC 17021 um sérfræðiþekkingu á því sviði sem um ræðir.
Námskeiðið skal haldið á þriggja ára fresti, og oftar ef nauðsyn krefur. Á námskeiðinu skal meðal annars fjallað um lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, vinnurétt, kjarasamninga, launagreiningar og flokkun og mat á verðmæti starfa.
Námskeiðinu skal lokið með útgáfu skírteinis. Úttektarmenn skulu ljúka námskeiði með prófi.
7. gr.
Úttekt.
Vottunaraðili stýrir og framkvæmir úttekt á jafnlaunakerfi fyrirtækis/stofnunar. Þegar vottunaraðili hefur lokið við að sannreyna að launakerfi fyrirtækis/stofnunar uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 tekur vottunaraðili ákvörðun um vottun og gefur út vottorð því til staðfestingar.
8. gr.
Lagastoð.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 4. mgr. 19. gr. og 33. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum, sem og skv. 1. mgr. 4. gr. laga um faggildingu o.fl., nr. 24/2006, að höfðu samráði við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, öðlast þegar gildi.
Velferðarráðuneytinu, 24. október 2014.
Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.
Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir.