Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Félagsmálaráðuneyti

915/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 909/2000, um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks, sbr. reglugerð nr. 969/2001. - Brottfallin

915/2002

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 909/2000, um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði
og greiðslu fæðingarstyrks, sbr. reglugerð nr. 969/2001.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar:

a. Í stað 60.195 kr. kemur: 62.121 kr.
b. Í stað 83.426 kr. kemur: 86.096 kr.


2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar:

a. Á eftir 2. málslið kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er veita undanþágu frá skilyrðum um fullt nám þegar foreldri á eftir minna en sem nemur 75% af námi á síðustu önn í námi og ljóst er að viðkomandi er að ljúka ákveðinni prófgráðu.
b. Í stað orðanna "Heimilt er" í 3. málslið kemur: Enn fremur er heimilt.


3. gr.

2. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Leggja skal fram staðfestingu frá viðkomandi skóla um að foreldri hafi verið skráð í 75–100% nám og hafi sýnt viðunandi námsárangur. Þá er heimilt að taka tillit til ástundunar náms á þeirri önn er barn fæðist.


4. gr.

Á eftir 14. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 14. gr. a, svohljóðandi:
Heimilt er að greiða móður fæðingarstyrk sem námsmanni þó að hún fullnægi ekki skilyrðum 2. mgr. 14. gr. um viðunandi námsárangur og/eða ástundun enda hafi hún ekki getað stundað nám á meðgöngu vegna heilsufarsástæðna, sbr. 2. mgr. 7. gr. Skal hún sannanlega hafa verið skráð í nám skv. 1. mgr. 14. gr. og fengið greidda sjúkradagpeninga sem námsmaður eða verið á biðtíma eftir dagpeningum á þeim tíma.

Umsókn skal fylgja staðfesting frá viðkomandi skóla um að móðir hafi verið skráð í nám á því tímabili sem um ræðir og vottorð frá lækni. Tryggingayfirlæknir skal meta læknisfræðilega hvort skilyrði 1. mgr. séu uppfyllt.


5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar:

a. Í stað 38.015 kr. kemur: 39.232 kr.
b. Í stað 85.798 kr. kemur: 88.544 kr.


6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 35. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, öðlast gildi 1. janúar 2003. Enn fremur fellur úr gildi reglugerð nr. 261/2002, um breytingu á reglugerð um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks, nr. 909/2000.


Félagsmálaráðuneytinu, 17. desember 2002.

Páll Pétursson.
Sesselja Árnadóttir.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica