1. gr.
Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 110/2005, frá 30. september 2005 skal tilskipun Evrópuráðsins nr. 2004/117/EB frá 22. desember 2004, öðlast gildi hér á landi. Vísað er til þessarar tilskipunar ráðsins í I. viðauka, III. kafla, I. hluta, samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.
2. gr.
Í samræmi við 1. gr. bætist við reglugerð nr. 301/1995, 8. viðauka, C. lið, um reglur um framkvæmd plöntuskoðunar og samanburðarræktunar, eftirfarandi ákvæði:
Akurskoðun.
a) |
Skoðunarmenn skulu: |
||
i) |
hafa nauðsynlega fagmenntun, |
||
ii) |
ekki hagnast persónulega í tengslum við skoðanirnar, |
||
iii) |
hafa opinbert leyfi frá Landbúnaðarstofnun og þetta leyfi skal fela í sér annaðhvort embættiseið skoðunarmanns eða undirskrifaða yfirlýsingu hans um að hann virði gildandi reglur um opinberar athuganir, |
||
iv) |
annast skoðun undir opinberu eftirliti í samræmi við gildandi reglur um opinbera skoðun. |
||
b) |
Plönturnar á fræakrinum, sem skoða á, skulu ræktaðar af fræi sem hefur farið í gegnum opinbera eftirskoðun þar sem niðurstöður voru fullnægjandi. |
||
c) |
Opinberir skoðunarmenn skulu skoða hluta plantna á fræakrinum. Sá hluti skal vera a.m.k. 5%. |
||
d) |
Setja skal hluta sýna úr framleiðslueiningum fræs, sem fæst af fræakrinum, í opinbera eftirskoðun og, ef við á, opinbera fræprófun á rannsóknarstofu til að sanngreina yrki og ákvarða hreinleika þess. |
Fræprófun.
a) |
Fræprófun skal fara fram á sérstökum rannsóknarstofum, sem hafa viðeigandi leyfi frá Landbúnaðarstofnun, með þeim skilyrðum sem eru sett fram í b- til d-lið. |
||
b) |
Á fræprófunarrannsóknarstofunni skal vera frægreinandi sem hefur umsjón með og ber beina ábyrgð á tæknilegu starfi rannsóknarstofunnar og hefur nauðsynlega menntun til faglegrar stjórnunar hennar. |
||
Frægreinendur rannsóknarstofunnar skulu hafa nauðsynlega fagmenntun, sem þeir afla sér á námskeiðum sem haldin eru með sömu skilyrðum og gilda fyrir opinbera frægreinendur og sem er staðfest með opinberum prófum. |
|||
Rannsóknarstofan skal ráða yfir húsnæði og búnaði sem Landbúnaðarstofnun hefur viðurkennt opinberlega að sé fullnægjandi til fræprófunar á því sviði sem leyfið nær til. Hún skal haga fræprófuninni í samræmi við gildandi, alþjóðlegar aðferðir. |
|||
c) |
Fræprófunarrannsóknarstofan skal vera: |
||
i) |
óháð rannsóknarstofa, |
||
eða |
|||
ii) |
rannsóknarstofa sem tilheyrir fræfyrirtæki. |
||
Í því tilviki sem um getur í ii-lið er rannsóknarstofunni eingöngu heimil fræprófun á framleiðslueiningum fræs sem eru framleiddar á vegum fræfyrirtækisins sem hún tilheyrir, nema það fræfyrirtæki, umsækjandi um vottun og Landbúnaðarstofnun hafi komið sér saman um annað. |
|||
d) |
Landbúnaðarstofnun skal hafa viðeigandi eftirlit með fræprófun á rannsóknarstofunni. |
||
e) |
Í tengslum við eftirlitið, sem um getur í d-lið, skal sýni úr hluta af framleiðslueiningum fræs, sem eru lagðar fram til opinberrar vottunar, tekið til samanburðargreiningar í tengslum við opinbera fræprófun. Þeim hluta skal að jafnaði dreift sem jafnast á einstaklinga og lögaðila sem leggja fram fræ til vottunar, svo og viðkomandi tegundir, en einnig er heimilt að nota samanburðargreiningar til að uppræta efasemdir í sérstökum tilvikum. Þessi hluti skal vera a.m.k. 5%. |
Sýnataka.
1. Við eftirlit með yrkjum, athugun á fræi til vottunar og athugun á sölufræi tekur Landbúnaðarstofnun sýni eða sér um að þau séu tekin undir opinberu eftirliti með viðeigandi aðferðum.
2. Þegar taka fræsýna fer fram undir opinberu eftirliti, sem kveðið er á um í 1. mgr., skal fullnægja eftirfarandi kröfum:
a) |
Sýnatökumenn, sem hafa fengið til þess leyfi frá Landbúnaðarstofnun, skulu annast töku fræsýna með þeim skilyrðum sem eru sett fram í b-, c- og d-lið. |
||
b) |
Sýnatökumenn skulu hafa nauðsynlega fagmenntun, sem þeir afla sér á námskeiðum sem haldin eru með sömu skilyrðum og gilda fyrir opinbera sýnatökumenn og sem er staðfest með opinberum prófum. |
||
Þeir skulu haga sýnatökunni í samræmi við gildandi, alþjóðlegar aðferðir. |
|||
c) |
Sýnatökumenn skulu vera: |
||
i) |
óháðir einstaklingar, |
||
ii) |
einstaklingar, ráðnir af einstaklingi eða lögaðila sem hvorki stundar framleiðslu, ræktun né vinnslu fræs né viðskipti með fræ |
||
eða |
|||
iii) |
einstaklingar, ráðnir af einstaklingi eða lögaðila sem stundar framleiðslu, ræktun eða vinnslu fræs eða viðskipti með fræ. |
||
Í því tilviki, sem um getur í iii-lið, er sýnatökumanni eingöngu heimil sýnataka á framleiðslueiningum fræs sem eru framleiddar á vegum vinnuveitanda hans, nema vinnuveitandinn, umsækjandi um vottun og Landbúnaðarstofnun hafi komið sér saman um annað. |
|||
d) |
Landbúnaðarstofnun skal hafa viðeigandi eftirlit með sýnatökunni. Þegar sýnatakan er sjálfvirk verður að fylgja viðeigandi aðferðum undir opinberu eftirliti. |
||
e) |
Í tengslum við eftirlitið, sem um getur í d-lið, skulu opinberir sýnatökumenn taka sýni til samanburðargreiningar úr hluta af framleiðslueiningum fræs sem eru lagðar fram til opinberrar vottunar. Þeim hluta skal að jafnaði dreift sem jafnast á einstaklinga og lögaðila sem leggja fram fræ til vottunar, svo og viðkomandi tegundir, en einnig er heimilt að nota samanburðargreiningar til að uppræta efasemdir í sérstökum tilvikum. Þessi hluti skal vera a.m.k. 5%. Þessi sýnataka til samanburðar á ekki við um sjálfkrafa sýnatöku. |
||
Bera skal fræsýni, sem opinberir aðilar taka, saman við sýni úr sömu framleiðslueiningu sem eru tekin undir opinberu eftirliti. |
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Landbúnaðarráðuneytinu, 16. október 2006.
F. h. r.
Guðmundur B. Helgason.
Baldur P. Erlingsson.