Prentað þann 9. apríl 2025
757/1997
Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 37/1989, um greiðslur samkvæmt 38. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda.
1. gr.
3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Maður skal skila greiðslu samkvæmt reglugerð þessari ásamt skilagrein í því umdæmi þar sem hann á lögheimili.
Eftirtaldir aðilar eru innheimtumenn staðgreiðslu og taka við staðgreiðslufé og skilagreinum ef þær eru ekki inntar af hendi í bönkum, sparisjóðum eða pósthúsum með greiðslu inn á gíróreikning:
Sýslumaðurinn á Akranesi.
Sýslumaðurinn í Borgarnesi.
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi.
Sýslumaðurinn í Búðardal.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði.
Sýslumaðurinn á Ísafirði.
Sýslumaðurinn í Bolungarvík.
Sýslumaðurinn á Hólmavík.
Sýslumaðurinn á Blönduósi.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki.
Sýslumaðurinn á Siglufirði.
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði.
Sýslumaðurinn á Akureyri.
Sýslumaðurinn á Húsavík.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði.
Sýslumaðurinn á Neskaupsstað.
Sýslumaðurinn á Eskifirði.
Sýslumaðurinn á Höfn í Hornafirði.
Sýslumaðurinn í Vík í Mýrdal.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum.
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli.
Sýslumaðurinn á Selfossi.
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði.
Sýslumaðurinn í Kópavogi.
Sýslumaðurinn í Keflavík.
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli.
Tollstjórinn í Reykjavík.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 41. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, og heimild í 119. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytinu, 29. desember 1997.
F. h. r.
Indriði H. Þorláksson.
Ragnheiður Snorradóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.