Reglugerð um breytingu á reglugerð um sölu og veitingar áfengis, nr. 425 8. september 1989.
2. mgr. 5. gr. orðist svo:
Útsölustaðirnir skulu vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, á aðfangadag jóla og frá kl. 12.00 á hádegi á laugardögum. Ennfremur skulu útsölustaðirnir lokaðir þá daga er almennar kosningar til Alþingis og sveitarstjórna fara fram, svo og sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt áfengislögum, nr. 82 2. júlí 1969, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 9. október 1995.
þorsteinn Pálsson.
Ólafur W. Stefánsson.