Prentað þann 8. apríl 2025
732/1997
Reglugerð um bann við veiðum milli lands og Vestmannaeyja.
1. gr.
Frá og með 1. janúar 1998 eru veiðar með öllum veiðarfærum bannaðar á svæði þar sem vatnsleiðsla og rafstrengur liggja milli lands og Vestmannaeyja. Að austan markast svæðið af línu sem dregin er þannig að Bjarnarey að vestan beri í Elliðaey að austan. Að vestan takmarkast svæðið af línu sem dregin er þannig að austurkant Ystakletts og Faxaskersvita beri saman.
2. gr.
Brot á ákvæðum þessarar reglugerðar varða viðurlögum samkvæmt lögum nr. 79/1997 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 79 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 1. janúar 1998 og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.