1. gr.
Skilgreiningar.
Í þessari reglugerð er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
Flugfélag er fyrirtæki sem stundar flutninga í lofti og hefur gilt flugrekstrarleyfi.
Flugrekstrarleyfi er leyfi sem útgefið er af ríki, sem ábyrgð ber á fyrirtæki og heimilar því flutninga í lofti á farþegum, pósti og/eða vörum gegn gjaldi, eins og skráð er í flugrekstrarleyfið.
Flugfélag á evrópska efnahagssvæðinu er flugfélag sem hefur gilt flugrekstrarleyfi sem gefið er út af einu aðildarríkjanna í samræmi við ákvæði reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 2407/92, sjá auglýsingu í Stjórnartíðindum nr. 439/1994 um veitingu flugrekstrarleyfa til handa flugfélögum.
Evrópska efnahagssvæðið er hér átt við aðildarríki Evrópusambandsins ásamt ríkjum EFTA; Noregi, Íslandi og Lichtenstein sem undirritað hafa samning við Efnahagsbandalag Evrópu og Kola- og stálbandalag Evrópu, sbr. lög nr. 2/1993 um evrópska efnahagssvæðið. Undanskilið yfirráðasvæði eru umdæmi aðildarríkja Evrópusambandsins handan hafsins, samkvæmt 227. gr. Rómarsáttmálans.
Allar þotur flugfélags sem fljúga undir hljóðhraða í almenningsflugi eru allar þotur í almenningsflugi sem flugfélag hefur til ráðstöfunar, annað hvort í krafti eignarhalds eða hvers konar leigusamninga sem gilda í ár hið minnsta.
Viðauki 16 við sáttmála um alþjóðaflugmál er viðauki 16, 1. bindi; "Hávaði frá flugvélum". Önnur útgáfa frá 1988.
2. gr.
Meginmarkmið og gildissvið.
Markmiðið með þessari reglugerð er að setja skorður við notkun þotna samkvæmt skilgreiningu í 3. gr.
Reglugerð þessi gildir um flugvélar ef hámarksmassi þeirra við flugtak er 34.000 kg. eða meira, eða flugvélar sem samkvæmt tegundarskírteini mega flytja fleiri en 19 farþega að undanskildum flugverjum.
3. gr.
Takmarkanir.
Tryggja skal að þotur í almenningsflugi sem fljúga undir hljóðhraða og hafa hreyfla með hjástreymishlutfall undir tveimur megi ekki athafna sig á flugvöllum á evrópska efnahagssvæðinu nema þær hafi fengið hávaðavottorð:
a) samkvæmt stöðlunum í 1. bindi, II. hluta, 3. kafla í 16. viðauka samþykktar um alþjóðaflugmál, 2. útg. (1988); eða
b) samkvæmt stöðlunum í 1. bindi, II. hluta, 2. kafla í 16. viðauka áðurnefndrar samþykktar, að því tilskildu að ekki séu liðin meira en 25 ár síðan þær fyrst fengu tegundarskírteini.
Tryggja skal að allar þotur í almenningsflugi sem fljúga undir hljóðhraða og athafna sig á flugvöllum á evrópska efnahagssvæðinu standist frá 1. apríl 2002 ákvæði a-liðar 1. mgr.
Yfirráðasvæði Evrópusambandsins nær ekki til umdæma handan hafsins samkvæmt 2. mgr. 227. gr. Rómarsáttmálans.
4. gr.
Undanþáguákvæði.
Flugvélar sem taldar eru upp í viðaukanum skulu undanþegnar ákvæðum a- og b-liðar 1. mgr. 3. gr. ef:
a) slíkar þotur, með hávaðavottorð samkvæmt stöðlunum í 1. bindi, II. hluta, 2. kafla í 16. viðauka samþykktar um alþjóðaflugmál, 2. útg. (1988), hafa flogið til flugvalla á evrópska efnahagssvæðinu á 12 mánaða löngu viðmiðunartímabili milli 1986 og 1990 sem ákveðið er ásamt hlutaðeigandi ríkjum; og
b) þær flugvélar voru á loftfaraskrá þróunarríkis sem nefnt er í viðaukanum, á viðmiðunarárinu og eru enn í notkun annað hvort beint eða samkvæmt hverskonar leigusamningi einstaklinga eða lögpersóna með staðfestu í því landi.
Undanþágan sem um getur í 1. mgr. gildir ekki ef flugvél er leigð einstaklingi eða lögpersónu með staðfestu í öðru landi en skráð er fyrir flugvélinni í viðaukanum.
5. gr.
Veita má flugvélum undanþágu frá 25 ára reglunni í b-lið 1. mgr. 3. gr., þó ekki í meira en þrjú ár samanlagt, ef flugfélag færir sönnur fyrir því að ella yrði áframhaldandi rekstur þess fyrir óhæfilegu tjóni.
6. gr.
Undanskilja skal frá 1. mgr. 3. gr. flugvélar sem standast ekki staðlana í 3. kafla 16. viðauka en má breyta þannig að þær standist þá, að því tilskildu:
a) að tilskilinn breytingarbúnaðar sé til og hann sé í reynd fáanlegur fyrir viðkomandi flugvélategund;
b) að flugvélar með slíkum búnaði standist staðlana í 3. kafla 16. viðauka samkvæmt ákvörðun í samræmi við tæknilega staðla og aðferðir sem aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt uns teknir hafa verið upp sameiginlegir staðlar og aðferðir á sambandsvísu;
c) að flugfélagið hafi pantað búnaðinn fyrir 1. apríl 1994;
d) að flugfélagið hafi fallist á fyrsta mögulega afhendingardag fyrir slíkar breytingar.
Veita má undanþágur frá 3. gr. vegna flugvéla sem hafa sögulegt gildi.
7. gr.
Veita má, á grundvelli meginreglunnar um eina undanþágu á hverja skráða flugvél, undanþágur frá ákvæðum 1. mgr. 3. gr. vegna flugvélar ef pöntuð hefur verið í stað hennar fyrir 1. apríl 1994 önnur flugvél sem stenst staðlana í 3. kafla 16. viðauka, að því tilskildu að flugfélagið hafi fallist á fyrsta mögulega afhendingardag.
8. gr.
Heimilt er að takmarka afskráningu flugvéla, sem uppfylla ekki staðla í 3. kafla 16. viðauka, við allt að 10% árlega af öllum þotum flugfélags á evrópska efnahagssvæðinu, sem eru í almenningsflugi og fljúga undir hljóðhraða.
Ekki skal beita 1. mgr. 3. gr. ef um er að ræða flugvélar sem eru enn á skrá ríkis á evrópska efnahagssvæðinu í samræmi við 1. mgr.
Ef ríki á evrópska efnahagssvæðinu hefur veitt undanþágu, áður en tilskipun ráðsins 98/20/EB gengur í gildi sem svarar til undanþágunnar sem lýst er í 1. og 2. mgr., fyrir flugvélar á skrá í þriðja landi sem eru í notkun í því aðildarríki getur undanþágan gilt áfram, að því tilskildu að flugfélagið uppfylli sett skilyrði.
9. gr.
Í einstökum tilvikum getur ríki leyft að flugvélar, sem ekki má nota á grundvelli annarra ákvæða í þessari reglugerð, séu notaðar tímabundið á flugvöllum á yfirráðasvæði þeirra.
Þessi undanþága ætti að einskorðast við:
a) flugvélar sem notaðar eru á svo óalgengan hátt að ekki væri viturlegt að synja um tímabundna undanþágu;
b) flugvélar sem er flogið tekjulaust til breytinga, viðgerða eða viðhalds.
10. gr.
Ríki sem veitir undanþágur samkvæmt 5.-8. gr. skal greina flugmálastjórnum á evrópska efnahagssvæðinu og Eftirlitsstofnun EFTA frá því og gera grein fyrir ástæðum fyrir ákvörðuninni.
Ríki skal viðurkenna undanþágur sem annað ríki evrópska efnahagssvæðisins veitir flugvélum á skrá hjá sér.
10. gr. a.
Breytingar á viðaukanum sem kunna að reynast nauðsynlegar til að tryggja fullt samræmi við viðmiðanir sem settar eru í 4. gr., skulu gerðar í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 10. gr. b.
10. gr. b.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skal njóta aðstoðar nefndarinnar sem kveðið er á um í reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3922/91 frá 16. des. 1991 um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála, sjá auglýsingu nr. 439/1994, enda starfi nefndin í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 2. mgr.
Fulltrúi framkvæmdastjórnarinnar leggur fyrir nefndina drög að þeim ráðstöfunum sem gera skal. Nefndin skal skila áliti sínu á drögunum innan þeirra tímamarka sem formanni er heimilt að setja eftir því hversu brýnt málið er. Álitið skal samþykkt með þeim meirihluta sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 148. gr. Rómarsáttmálans þegar um er að ræða ákvarðanir sem ráðinu ber að samþykkja að tillögu framkvæmdastjórnarinnar. Atkvæði fulltrúa aðildarríkja Evrópusambandsins í nefndinni vega eins og mælt er fyrir um í þeirri grein. Formaður greiðir ekki atkvæði.
a) Framkvæmdastjórnin skal samþykkja fyrirhugaðar ráðstafanir séu þær í samræmi við álit nefndarinnar.
b) Séu fyrirhugaðar ráðstafanir ekki í samræmi við álit nefndarinnar, eða skili nefndin ekki áliti, ber framkvæmdastjórninni án tafar að leggja tillögu fyrir ráðið um þær ráðstafanir sem gera skal. Ráðið tekur ákvörðun með auknum meirihluta. Hafi ráðið ekki hafist handa innan þriggja mánaða frá því að tillagan var lögð fyrir það skal framkvæmdastjórnin samþykkja fyrirhugaðar ráðstafanir.
11. gr.
Refsiákvæði.
Brot gegn reglugerð þessari varðar refsingu skv. 141. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir.
12. gr.
Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 145. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir, sbr. VI. kafla og öðlast þegar gildi.
Reglugerðin er sett með hliðsjón af tilskipun ráðsins nr. 92/14/EBE frá 2. mars 1992 um skorður við notkun flugvéla sem falla undir 1. bindi, II. hluta, 2. kafla í 16. viðauka samþykktar um alþjóðaflugmál, 2. útg. (1988), tilskipun ráðsins nr. 98/20/EB frá 30. mars 1998 um breytingu á tilskipun 92/14/EBE og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 1999/28 frá 21. apríl 1999 um breytingu á viðauka við tilskipun ráðsins nr. 92/14/EBE.
Samgönguráðuneytinu, 8. júlí 1999.
Sturla Böðvarsson.
Halldór S. Kristjánsson.
VIÐAUKI
Skrá yfir undanþegin loftför skv. 4. gr. reglugerðarinnar.
ALSÍR
Flugvél
Teg. nr. |
Gerð |
Skráning |
Flugfélag |
20955 |
B727-2D6 |
7T-VEH |
AIR ALGERIE |
21053 |
B727-2D6 |
7T-VEI |
AIR ALGERIE |
21210 |
B727-2D6 |
7T-VEM |
AIR ALGERIE |
21284 |
B727-2D6 |
7T-VEP |
AIR ALGERIE |
20884 |
B737-2D6 |
7T-VEG |
AIR ALGERIE |
21063 |
B737-2D6 |
7T-VEJ |
AIR ALGERIE |
21064 |
B737-2D6 |
7T-VEK |
AIR ALGERIE |
21065 |
B737-2D6 |
7T-VEL |
AIR ALGERIE |
21211 |
B737-2D6 |
7T-VEN |
AIR ALGERIE |
20650 |
B737-2D6 |
7T-VED |
AIR ALGERIE |
21285 |
B737-2D6 |
7T-VEQ |
AIR ALGERIE |
LÝÐVELDIÐ KONGÓ
Flugvél
Teg. nr. |
Gerð |
Skráning |
Flugfélag |
20200 |
B707-329C |
9Q-CBW |
SCIBE AIRLIFE |
DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ
Flugvél
Teg. nr. |
Gerð |
Skráning |
Flugfélag |
19767 |
B707-399C |
HI-422CT |
DOMINICANA DE AVIACIÓN |
EGYPTALAND
Flugvél
Teg. nr. |
Gerð |
Skráning |
Flugfélag |
19916 |
B707-328C |
SU-PBB |
AIR MEMPHIS |
21194 |
B737-266 |
SU-AYK |
EGYPT AIR |
21195 |
B737-266 |
SU-AYL |
EGYPT AIR |
21227 |
B737-266 |
SU-AYO |
EGYPT AIR |
ÍRAK
Flugvél
Teg. nr. |
Gerð |
Skráning |
Flugfélag |
20889 |
B707-370C |
YI-AGE |
IRAQI AIRWAYS |
20892 |
B737-270C |
YI-AGH |
IRAQI AIRWAYS |
20893 |
B737-270C |
YI-AGI |
IRAQI AIRWAYS |
LÍBANON
Flugvél
Teg. nr. |
Gerð |
Skráning |
Flugfélag |
20259 |
B707-3B4C |
OD-AFD |
MEA |
19589 |
B707-323C |
OD-AHC |
MEA |
19515 |
B707-323C |
OD-AHD |
MEA |
20170 |
B707-323B |
OD-AHF |
MEA |
19516 |
B707-323C |
OD-AHE |
MEA |
19104 |
B707-327C |
OD-AGX |
TMA |
19105 |
B707-327C |
OD-AGY |
TMA |
18939 |
B707-323C |
OD-AGD |
TMA |
19214 |
B707-331C |
OD-AGS |
TMA |
19269 |
B707-321C |
OD-AGO |
TMA |
19274 |
B707-321C |
OD-AGP |
TMA |
LÍBERÍA
Flugvél
Teg. nr. |
Gerð |
Skráning |
Flugfélag |
45683 |
DC8F-55 |
EL-AJO |
LIBERIA WORLD AIRLINES |
LÍBÝA
Flugvél
Teg. nr. |
Gerð |
Skráning |
Flugfélag |
20245 |
B727-224 |
5A-DAI |
LIBYAN ARAB AIRLINES |
21051 |
B727-2L5 |
5A-DIB |
LIBYAN ARAB AIRLINES |
21052 |
B727-2L5 |
5A-DIC |
LIBYAN ARAB AIRLINES |
21229 |
B727-2L5 |
5A-DID |
LIBYAN ARAB AIRLINES |
21230 |
B727-2L5 |
5A-DIE |
LIBYAN ARAB AIRLINES |
MÁRITANÍA
Flugvél
Teg. nr. |
Gerð |
Skráning |
Flugfélag |
11093 |
F28-4000 |
5T-CLG |
AIR MAURITANIE |
NÍGERÍA
Flugvél
Teg. nr. |
Gerð |
Skráning |
Flugfélag |
18809 |
B707-338C |
5N-ARQ |
DAS AIR CARGO |
PAKISTAN
Flugvél
Teg. nr. |
Gerð |
Skráning |
Flugfélag |
20488 |
B707-340C |
AP-AXG |
PIA |
SÁDÍ-ARABÍA
Flugvél
Teg. nr. |
Gerð |
Skráning |
Flugfélag |
20574 |
B737-268C |
HZ-AGA |
SAUDIA |
20575 |
B737-268C |
HZ-AGB |
SAUDIA |
20576 |
B737-268 |
HZ-AGC |
SAUDIA |
20577 |
B737-268 |
HZ-AGD |
SAUDIA |
20578 |
B737-268 |
HZ-AGE |
SAUDIA |
20882 |
B737-268 |
HZ-AGF |
SAUDIA |
20883 |
B737-268 |
HZ-AGG |
SAUDIA |
SVASÍLAND
Flugvél
Teg. nr. |
Gerð |
Skráning |
Flugfélag |
45802 |
DC8F-54 |
3D-AFR |
AFRICAN INTERNATIONAL AIRWAYS (PTY) Ltd. |
|
|
|
|
46012 |
DC8F-54 |
3D-ADV |
AFRICAN INTERNATIONAL AIRWAYS (PTY) Ltd |
|
|
|
TÚNIS
Flugvél
Teg. nr. |
Gerð |
Skráning |
Flugfélag |
20545 |
B727-2H3 |
TS-JHN |
TUNIS AIR |
20948 |
B727-2H3 |
TS-JHQ |
TUNIS AIR |
21179 |
B727-2H3 |
TS-JHR |
TUNIS AIR |
21235 |
B727-2H3 |
TS-JHT |
TUNIS AIR |
ÚGANDA
Flugvél
Teg. nr. |
Gerð |
Skráning |
Flugfélag |
19821 |
B7O7-379C |
5X-JEF |
DAIRO AIR SERVICE |