1. gr.
1. gr. breytist þannig:
a. Liður 01.20 orðast svo:
01.20 |
Bifhjól. |
(1) |
Vélknúið ökutæki sem hvorki telst bifreið né torfærutæki, er aðallega ætlað til fólks- eða vöruflutninga og er á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns, eða á þremur, fjórum eða fleiri hjólum og innan við 400 kg að eigin þyngd. |
(2) |
Vélknúið ökutæki sem aðallega er ætlað til vöruflutninga, er a.m.k. á fjórum hjólum og innan við 550 kg að eigin þyngd án rafgeyma, sé það rafknúið. |
b. Liður 01.22 orðast svo:
01.22 |
Þungt bifhjól. (Bifhjól sem ekki flokkast sem létt bifhjól): |
(1) |
I (L3e): Á tveimur hjólum. |
II (L4e): Með hliðarvagni. |
|
III (L5e): Á þremur hjólum (samhverfum hjólum). |
|
IV (L6e og L7e): Á fjórum hjólum 400 kg eða minna eða 550 kg eða minna ef það er ætlað til vöruflutninga að eigin þyngd (án rafgeyma ef það er rafknúið). |
|
V: Á sex hjólum 400 kg eða minna eða 550 kg eða minna ef það er ætlað til vöruflutninga að eigin þyngd (án rafgeyma ef það er rafknúið). |
c. Liður 01.72 orðast svo:
01.72 |
Torfærubifhjól. |
(1) |
I: Torfærubifhjól á tveimur hjólum. |
II: Torfærubifhjól á þremur hjólum. |
|
III: Torfærubifhjól á fjórum hjólum. |
|
IV: Torfærubifhjól á fjórum hjólum 400 kg eða minna eða 550 kg eða minna ef það er ætlað til vöruflutninga. |
|
V: Torfærubifhjól á sex hjólum; 400 kg eða minna eða 550 kg eða minna ef ökutækið er aðallega ætlað til vöruflutninga (án rafgeyma ef það er rafknúið). |
2. gr.
5. gr. breytist þannig:
Í stað "þriggja hjóla bifhjóli" í lið 05.20 (2) kemur: bifhjól III-V.
3. gr.
6. gr. breytist þannig:
Liður 06.22 orðast svo:
06.22 |
Þungt bifhjól. |
(1) |
Hemlun á þungu bifhjóli I og II skal vera a.m.k. 4,4 m/s2 á framhjóli og a.m.k. 2,9 m/s2 á afturhjóli. Hemlun samtengdra hemlakerfa skal vera a.m.k. 5,1 m/s2. |
(2) |
Hemlun á þungu bifhjóli III-V skal vera a.m.k. 3,6 m/s2 á framhjóli og skal vera a.m.k. 3,6 m/s2 á afturhjóli. Hemlun samtengdra hemlakerfa skal vera a.m.k. 5,0 m/s2. |
4. gr.
7. gr. breytist þannig:
a. Liður 07.22 (1) orðast svo:
(1) |
Áskilin ljósker: |
|
- |
aðalljósker; eitt háljósker eða tvö háljósker með innan við 100 mm millibili |
|
- |
hemlaljósker; eitt sem lýsir við hemlun með framhjólshemli og afturhjólshemli |
|
- |
númersljósker; eitt eða fleiri |
|
- |
stefnuljósker; tvö framvísandi og tvö afturvísandi |
|
- |
stöðuljósker; eitt eða tvö framvísandi og afturvísandi |
|
- |
þungt bifhjól II-V |
|
- |
sem er meira en 1,3 m að breidd skal búið tveimur háljóskerum og tveimur lágljóskerum |
|
- |
tveimur hemlaljóskerum |
|
- |
stöðuljósker tvö framvísandi og tvö afturvísandi hættuljósker; |
b. Í stað "3" í liðum 07.50 (1) og 07.50 (2) og 07.53 (1) kemur: 2,1.
5. gr.
9. gr. breytist þannig:
Í stað "þriggja hjóla bifhjóli" í lið 09.22 (1) kemur: bifhjól II-V, sbr. lið 01.22.
6. gr.
21. gr. breytist þannig:
Á eftir lið 21.10 kemur nýr liður, 21.20, sem orðast svo:
21.20 |
Bifhjól. |
(1) |
Tengibúnaður á bifhjóli skal festur við bifhjólið samkvæmt fyrirmælum frá framleiðanda þess. |
(2) |
Tengihluti tengibúnaðar bifhjóls skal vera kúla með 50 mm þvermáli. |
7. gr.
22. gr. breytist þannig:
Liður 22.50 orðast svo:
22.50 |
Eftirvagn. |
|
(1) |
Hámarksstærð eftirvagns: |
|
- |
lengd: 12,00 m, |
|
- |
breidd: 2,55 m, |
|
- |
hæð: 4,00 m. |
|
(2) |
Hámarksstærð eftirvagns bifhjóls: |
|
- |
lengd 2,50 m, |
|
- |
breidd 1,00 m. |
|
(3) |
Þyngd og stærð eftirvagns telst innan marka ef ákvæði í EB-tilskipun nr. 97/27 með síðari breytingum eru uppfyllt. |
8. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 60. og 62. gr. umferðarlaga nr. 50 30. mars 1987 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Samgönguráðuneytinu, 25. júlí 2006.
Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.