Prentað þann 8. apríl 2025
674/2014
Reglugerð um sameiningu heilbrigðisstofnana.
1. gr.
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að sameina eftirtaldar heilbrigðisstofnanir og tekur sameiningin gildi 1. október 2014:
- Undir nafninu Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sameinast eftirtaldar stofnanir:
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði. - Undir nafninu Heilbrigðisstofnun Norðurlands sameinast eftirtaldar stofnanir:
Heilbrigðisstofnunin Blönduósi.
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki.
Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð.
Heilsugæslustöðin Dalvík.
Heilsugæslustöðin á Akureyri.
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. - Undir nafninu Heilbrigðisstofnun Suðurlands sameinast eftirtaldar stofnanir:
Heilbrigðisstofnun Suðausturlands.
Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Velferðarráðuneytinu, 9. júlí 2014.
Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.
Sveinn Magnússon.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.