Prentað þann 8. apríl 2025
665/2016
Reglugerð um birtingu tilvísana til staðla um byggingarvörur.
1. gr. Efni.
Staðlaráð Íslands annast birtingu tilvísana til samhæfðra evrópskra staðla sem samþykktir eru á grundvelli ákvæða reglugerðar ESB nr. 305/2011 og innleiddir eru hér á landi. Listi yfir staðlana skulu birtir á vef Staðlaráðs Íslands í samráði við Mannvirkjastofnun.
2. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. gr. laga um byggingarvörur, nr. 114/2014, tekur þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 6. júlí 2016.
F. h. r.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.