Menntamálaráðuneyti

300/1976

Reglugerð fyrir íþróttahúsið á Akranesi - Brottfallin

REGLUGERÐ

fyrir Íþróttahúsið á Akranesi.

 

1. gr.

       Íþróttahúsið er í Akraneskaupstað og ber heitið íþróttahúsið á Akranesi.

 

2. gr.

       íþróttahúsið á Akranesi er að hluta til skólamannvirki en að öðru leyti íþróttamannvirki kaupstaðarins.

 

3. gr.

       Íþróttasal íþróttahússins skal nota til leikfimikennslu, íþróttaæfinga, íþróttasýninga og íþróttakeppni og annarra nota eftir því sem við verður komið.

 

4. gr.

       Umsjónarmaður hússins skal vera fastur starfsmaður. Hann skal hafa daglegt eftirlit með húsinu og rekstri þess. Hann skal halda dagbók um notkun hússins og mæta á fundum húsnefndar. Störf sín vinnur hann samkvæmt erindisbréfi og fyrirmælum húsnefndar.

 

5. gr.

       Starfræksla íþróttahússins er á ábyrgð bæjarstjórnar Akraness en er falin fimm manna húsnefnd sem er þannig skipuð:

       Þrír kosnir af bæjarstjórn Akraneskaupstaðar, einn skipaður af skólanefnd Akraness og einn skipaður af Íþróttabandalagi Akraness. Varamenn skulu tilnefndir á sama hátt og aðalmenn.

       Nefndin skipti sjálf með sér verkum og færi gjörðabók um störf sín. Fundargerðir nefndarinnar skulu lagðar fyrir bæjarstjórn til meðferðar samkv. bæjarmálasamþykkt.

 

6. gr.

       Starfssvið húsnefndar skal vera:

a)      að setja reglur um umgengni í húsinu.

b)    raða niður afnotum af húsinu. Forkaupsrétt um afnot njóti skólar bæjarins almenna kennsludaga frá kl. 8.00-18.00, því næst viðurkennd íþróttafélög innan kaupstaðarins og þá aðrir aðilar. Þegar ganga skal frá niðurröðun á afnotum hússins í byrjun vetrar þá skulu skólastjórar skóla bæjarfélagsins og formaður íþróttabandalags Akraness boðaðir á fund húsnefndar.

c)    gera tillögur til bæjarstjórnar um afnotagjöld.

d)    gera tillögur um ráðningar starfsfólks og setja því starfsreglur.

e)    gera tillögur um viðhald hússins, áhöld þess og öflun tækja.

f)    gera árlega fjárhagsáætlun um rekstur hússins og skila henni það snemma að hún liggi fyrir þegar unnið er að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs.

       Húsnefndin og umsjónarmaður skulu gæta þess við skipulagningu afnota að nýting hússins verði sem best og samfelldust.

 

7. gr.

       Greiðslur á kostnaði við rekstur hússins fari fram á skrifstofu bæjarsjóðs svo og bókhald. Umsjónarmaður hússins skal árita reikninga.

 

8. gr.

       Reglugerð þessi, sem er samþykkt af bæjarstjórn Akraness, er sett samkv. 10. gr. íþróttalaga nr. 49 7. apríl 195g og öðlast þegar gildi.

 

Menntamálaráðuneytið, 22. júlí 1976.

 

Vilhjálmur Hjálmarsson.

Birqir Thorlcíus.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica