1. gr.
Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. kemur nýr málsliður svohljóðandi:
Þegar um er að ræða rafrænan sölureikning skal reikningurinn uppfylla ákvæði 2. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 598/1999, um rafrænt bókhald, geymslu rafrænna gagna og lágmarkskröfur til rafrænna bókhaldskerfa.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 4. gr.:
a. Í stað orðsins "söluuppgjörsblað" kemur: söluuppgjörsyfirlit.
b. Við málsgreinina bætist nýr málsliður er orðist svo: Þegar um er að ræða rafrænan sölureikning skal ákvæði um frumrit, samrit og eintak í réttri röð eða söluuppgjörsyfirlit teljast uppfyllt þegar farið er eftir ákvæðum I. kafla reglugerðar nr. 598/1999.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. og 3. mgr. 5. gr. A:
a. Í stað orðsins "söluuppgjörsblað" í 1. og 2. málsl. 2. mgr.: og 3. mgr. kemur: söluuppgjörsyfirlit.
b. Í stað orðsins "áritað" í 2. mgr. kemur: staðfest.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. mgr. 8. gr.:
a. Í stað orðsins "kassakvittun" kemur: greiðslukvittun sjóðvélar.
b. Á eftir 4. málslið kemur nýr málsliður svohljóðandi: Þegar notuð er sjóðvél sem hefur rafræna dagbók í stað innri strimils, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 9. gr., er fullnægjandi að seljandi afhendi kaupanda greiðslukvittun sjóðvélar í stað reiknings enda skal greiðslukvittun sjóðvélar að formi og efni fullnægja kröfum 4. og 5. gr.
c. Í stað fjárhæðarinnar "3000 kr." kemur: 6000 kr.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr.:
a. Í stað orðsins "kassakvittun viðskiptamanns" í 1. tölul. 1. mgr. kemur: greiðslukvittun sjóðvélar.
b. Á eftir orðunum "Innri strimli" í 2. tölul. 1. mgr. kemur: eða rafrænni dagbók.
c. Við greinina bætist ný málsgrein sem orðast svo:
Öryggisafrit af rafrænni skráningu dagbókar, sbr. 2. tölul. 1. mgr., skal tekið í lok hvers starfsdags.
6. gr.
Orðin: "eftir skjölum sem flutt eru á milli tölva og" í 1. mgr. 10. gr. falla brott.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr.:
a. Í stað orðanna "útsláttarstrimli vélarinnar" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: dagsöluyfirliti sjóðvélar.
b. Í stað orðsins "söluuppgjörsblað" í 1. málsl. kemur: söluuppgjörsyfirlit
c. Í stað orðsins "söluuppgjörsblaði" í 3. málsl. kemur: söluuppgjörsyfirliti
d. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður svohljóðandi: Þá skal einnig koma fram á dagsöluyfirliti sjóðvélar eða á söluuppgjörsyfirliti:
1. |
Dagsetning. |
2. |
Fjöldi opnana fjárhirslu sjóðvélar án skráningar sölu. |
3. |
Heildarfjöldi afgreiðslna úr sjóðvél. |
4. |
Heildarsala samkvæmt hverjum teljara fyrir sig. |
5. |
Uppsöfnuð fjárhæð sem sýnir heildarsölu þá sem slegin hefur verið inn frá upphafi (grand total) og stöðu teljarans við hvert söluuppgjör. |
e. Í stað orðsins "árituð" í 2. mgr. kemur: staðfesta.
8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr.:
a. Í stað orðanna "frumrit gíróseðla og afreikningar" í 2. málsl. 1. mgr. kemur: frumrit gíróseðla, afreikningar og rafrænir sölureikningar.
b. Á eftir orðinu "sölureiknings" í 4. málsl. 1. mgr. kemur: fullnægjandi rafrænn sölureikningur.
c. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður svohljóðandi: Þegar um er að ræða rafrænan sölureikning skal ákvæðið um áritað frumrit teljast uppfyllt ef áritað prentað eintak reikningsins liggur fyrir hjá hverjum aðila kaupanna ásamt greinargerðinni.
9. gr.
Í stað orðsins "söluuppgjörsblaði" í 19. gr. kemur: söluuppgjörsyfirliti.
10. gr.
Á eftir orðunum "frumrit reikningsins" í 1. mgr. 21. gr. kemur: eða áritað prentað eintak rafræns sölureiknings.
11. gr.
2. mgr. 23. gr. orðast svo: Tekjur og gjöld skal aðgreina í bókhaldi á aðskilda reikninga eftir skatthlutföllum.
12. gr.
Við 32. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Öryggisafrit rafræns bókhalds og rafrænna bókhaldsgagna skal taka reglulega samkvæmt viðurkenndum verklagsreglum og í samræmi við umfang viðskiptanna. Verklagsreglur þessar skulu liggja fyrir í gögnum bókhaldsins og skal staðfest að hægt sé að endurlbyggja gögnin með öryggisafritunum. Skulu öryggisafritin varðveitt í tryggri geymslu á mismunandi stöðum og vera aðgengileg fyrir opinbert eftirlit þegar þess er krafist. Þá skulu vera fyrir hendi leiðbeiningar og greinargóð lýsing á því hvernig nálgast megi þau gögn sem öryggisafritin geyma með rafrænum hætti.
13. gr.
33. gr. fellur brott.
14. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. mgr. 21. gr., 23. gr. og 49. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytinum öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytinu, 6. september 1999.
Geir H. Haarde.
Maríanna Jónasdóttir.