Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 22. jan. 2025

Stofnreglugerð

570/2011

Reglugerð um eingreiðslu til elli- og örorkulífeyrisþega í júní 2011.

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um eingreiðslur innan almannatryggingakerfisins í júní 2011.

2. gr.

Sá sem fékk greiddan elli-, örorku- eða slysalífeyri, skv. 17. gr., 18. gr. eða 2. og 4. mgr. 34. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, eða endurhæfingarlífeyri, skv. 7. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, á tímabilinu mars - maí 2011 á rétt á eingreiðslu sem nemur 50.000 kr.

3. gr.

Sá sem á tímabilinu mars - maí 2011 fékk greiddan hlutfallslegan elli-, örorku- eða slysalífeyri skv. 17. gr., 18. gr. eða 2. og 4. mgr. 34. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, eða hlutfallslegan endurhæfingarlífeyri skv. 7. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, í samræmi við búsetutíma hlutaðeigandi hér á landi á rétt á hlutfallslegri eingreiðslu skv. 2. gr. í samræmi við hlutfall lífeyris vegna búsetu hér á landi.

4. gr.

Tryggingastofnun ríkisins skal greiða eingreiðslur skv. 2. og 3. gr. eigi síðar en 20. júní 2011.

Eingreiðslur skv. reglugerð þessari skulu ekki hafa áhrif á bætur skv. lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, og lögum nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 70. gr., sbr. 69. gr., og 15. tölul. ákvæðis til bráðabirgða við lög nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, sbr. lög nr. 51/2011, og 14. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 6. júní 2011.

Guðbjartur Hannesson.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.