Prentað þann 15. apríl 2025
562/1995
Reglugerð um 1. breytingu á reglugerð nr. 289/1994 um leysiefni til notkunar í matvælaiðnaði.
1. gr.
Viðauki reglugerðar nr. 289/1994 breytist á eftirfarandi hátt:
Leysiefninu sýklóhexani er bætt við III. hluta með leyfilegu hámarksmagni 1 mg/kg.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, tilskipun 94/52/EBE um 2. breytingu á tilskipun 88/344/EBE um leysiefni til notkunar í matvælaiðnaði. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.
Umhverfisráðuneytið, 23. október 1995.
F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.
Sigurbjörg Sæmundsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.