Prentað þann 9. apríl 2025
557/2001
Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 237/1998 um ríkisábyrgðir, Ríkisábyrgðasjóð og endurlán ríkisins.
1. gr.
17. gr. orðast svo:
Ábyrgðargjald skv. 6. gr. laga nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir nemur 0,0625% á ársfjórðungi af höfuðstól gjaldskyldra skuldbindinga eins og hann er að meðaltali á hverju gjaldtímabili, sbr. 8. gr. laganna. Gjaldið rennur í ríkissjóð.
2. gr.
18. gr. orðast svo:
Undanþegnar gjaldskyldu ábyrgðargjalds skv. 6. gr. laga nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir eru eftirtaldar skuldbindingar og stofnanir:
1. | Skuldbindingar sem áhættugjald hefur verið greitt af við afgreiðslu láns eða ábyrgðar. |
2. | Skuldbindingar vegna innstæðna á innlánsreikningum í innlánsstofnunum. |
3. | Skuldbindingar vegna útflutningsábyrgða með ríkisábyrgð. |
4. | Eftirlauna- og lífeyrisskuldbindingar. |
5. | Almennar viðskiptaskuldir, þ.e. skuldbindingar þar sem ekki liggur fyrir skuldarviðurkenning í formi lánssamnings, útgefins skuldabréfs eða víxils. |
6. | Seðlabanki Íslands er undanþeginn greiðslu ábyrgðargjalds. |
7. | Íbúðalánasjóður er undanþeginn greiðslu ábyrgðargjalds. |
8. | Lánasjóður íslenskra námsmanna er undanþeginn greiðslu ábyrgðargjalds. |
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 9. gr. laga nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir, öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytinu, 2. júlí 2001.
F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Maríanna Jónasdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.