Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fjármálaráðuneyti

539/1993

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 50/1993, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattskyldra aðila.

1. gr.

1. tölul. 1. mgr. 9. gr. orðist svo: Ytri strimli, þ.e. kassakvittun viðskiptamanns. Strimillinn skal sýna sundurgreiningu viðskiptanna ásamt sérstöku auðkenni vegna sölu í hverju skatthlutfalli og dagsetningu viðskiptanna.

2. gr.

Á eftir 9. gr. reglugerðarinnar komi ný grein, er verði 9. gr. A, með fyrirsögninni Sérstakt auðkenni vöru eða vörupakkningar, svohljóðandi:

Smásöluverslunum skv. 8. gr. er skylt að auðkenna sérstaklega vörur sem um getur í 2. mgr. 14. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, með rauðri merkingu á viðkomandi vöru eða vörupakkningu eða sundurliða viðskiptin á reikningi eða fram komi á kassakvittun viðskiptamanns sambærileg sundurliðun og um ræðir í 5. gr., sbr. 3. og 4. tölul. 2. mgr. 4. gr.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 23. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, sbr. 1. mgr. 21. gr. laganna og öðlast gildi 1. janúar 1994.

Fjármálaráðuneytið, 28. desember 1993.

F. h. r.

Jón H. Steingrímsson.

Snorri Olsen.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica