1. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um heilbrigði dýra, sbr. I. viðauka, og gildir um öll stig framleiðslu, vinnslu, dreifingu og innflutning á afurðum úr dýraríkinu og afurðum úr þeim sem ætlaðar eru til neyslu. Reglugerðin gildir þannig um afurðir sem dreift er innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og fluttar eru inn frá ríkjum utan EES.
2. gr.
Skilgreiningar.
Í þessari reglugerð gilda skilgreiningar í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002 um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla, sem innleidd var með reglugerð nr. 102/2010 og tilskipun 97/78/EB, sem innleidd var með reglugerð nr. 1044/2011 eftir því sem við á.
Eftirfarandi skilgreiningar skulu jafnframt gilda um:
3. gr.
Almennar dýraheilbrigðiskröfur.
Afurðir úr dýraríkinu skulu vera af dýrum sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
4. gr.
Opinbert dýralæknisvottorð.
Afurðum úr dýraríkinu sem ætlaðar eru til manneldis skal fylgja opinbert dýralæknisvottorð, ef ákvæði hafa verið samþykkt um að heilbrigðisvottorð skuli fylgja afurðum úr dýraríkinu frá tilteknu ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, af ástæðum sem varða dýraheilbrigði skv. 9. gr. tilskipunar 89/662/EBE, sem innleidd var með reglugerð nr. 1043/2011.
5. gr.
Innflutningur frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins.
Aðeins er heimilt að flytja inn til landsins afurðir úr dýraríkinu, sem ætlaðar eru til manneldis, ef þær samræmast kröfum 3. gr. um öll stig framleiðslu, vinnslu og dreifingar slíkra afurða innan Evrópska efnahagssvæðisins eða að veitt sé jafngild trygging fyrir heilbrigði dýranna.
6. gr.
Skjöl.
Við innflutning á afurðum úr dýraríkinu frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins skal heilbrigðisvottorð dýralæknis fullnægja kröfum í II. viðauka og skal það fylgja öllum slíkum sendingum.
Með heilbrigðisvottorði dýralæknisins skal staðfesta að afurðir fullnægi kröfum um slíkar afurðir samkvæmt þessari reglugerð og annarri löggjöf þar sem mælt er fyrir um dýraheilbrigðiskröfur, eða sambærilegar kröfur.
Nánari upplýsinga kann að vera krafist samkvæmt öðrum ákvæðum í löggjöf um lýðheilsu og dýraheilbrigði.
7. gr.
Eftirlitsaðilar.
Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
8. gr.
Brot gegn ákvæðum reglugerðarinnar.
Um brot gegn reglugerð þessari fer skv. XI. kafla laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra, með síðari breytingum og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum.
9. gr.
Gildstaka o.fl.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, lögum nr. 55/1998 um sjávarafurðir, með síðari breytingum, lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra, með síðari breytingum og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum. Við gerð þessarar reglugerðar var höfð hliðsjón af tilskipun ráðsins nr. 2002/99/EB um heilbrigðisreglur um framleiðslu, vinnslu, dreifingu og aðflutning á afurðum úr dýraríkinu til manneldis. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 14. júní 2012.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Baldur P. Erlingsson.
VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)