Prentað þann 14. apríl 2025
519/2009
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 605/2000 um matvæli til nota í sérstökum læknisfræðilegum tilgangi.
1. gr.
Í stað lágmarks- og hámarksgilda fyrir mangan í töflu 2 í viðauka koma eftirfarandi gildi:
Mangan (µg) | 0,25 | 25 | 1 | 100 |
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. Einnig var höfð hliðsjón af efnisákvæðum tilskipunar 2006/141/EB um ungbarnablöndur og stoðblöndur og um breytingu á tilskipun 1999/21/EB.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 4. júní 2009.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Baldur P. Erlingsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.