Prentað þann 14. apríl 2025
502/2017
Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um skilgreiningu, lýsingu og kynningu á tilteknum áfengum drykkjum (IV).
1. gr. Gildissvið.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XXVII. kafla II. viðauka samningsins (brenndir drykkir), gilda hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.
Innflutningur og markaðssetning á brenndum drykkjum er heimil eftir því sem tilgreint er í XXVII. kafla II. viðauka samningsins.
2. gr. Innleiðing reglugerða.
Eftirfarandi reglugerðir Evrópusambandsins um skilgreiningu, lýsingu, kynningu, merkingu og vernd landfræðilegra merkinga á áfengum drykkjum skulu gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í viðkomandi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar:
-
Skilgreining, lýsing, kynning, merking og vernd landfræðilegra merkinga á brenndum drykkjum:
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/235, frá 18. febrúar 2016 (sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 10/2017, 16. febrúar 2017, bls. 194), um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 110/2008 um skilgreiningu, lýsingu, kynningu, merkingu og vernd landfræðilegra merkinga á brenndum drykkjum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 240/2016, frá 2. desember 2016, um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn um tæknilegar reglugerðir, staðla, prófanir og vottun.
-
Tilvísunaraðferðir fyrir greiningu brenndra drykkja:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/635 frá 22. apríl 2016 (sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 31/2017, 18. maí 2017, bls. 135), um breytingu á viðaukanum við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2870/2000 að því er varðar tilteknar tilvísunaraðferðir fyrir greiningu brenndra drykkja, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 57/2017, frá 17. mars 2017, um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn um tæknilegar reglugerðir, staðla, prófanir og vottun.
3. gr. Gildistaka og lagastoð.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 193. gr. tollalaga nr. 88/2005, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 22. maí 2017.
F. h. r.
Ingibjörg Helga Helgadóttir.
Steinar Örn Steinarsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.