Umhverfisráðuneyti

500/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda, sem innihalda slík efni, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Í stað varnaðarsetningarinnar „V42 Notið viðeigandi öndunargrímu við reyk/úða (framleiðandi gefur upp hvað á við hverju sinni)" í fylgiskjali 4 kemur varnaðarsetningin:

V42 Notið viðeigandi öndunargrímu við svælingu/úðun/sprautun (framleiðandi gefur upp hvað á við hverju sinni).

Í stað varnaðarsetningarinnar „V57 Notið viðeigandi umbúðir til að forðast mengun umhverfisins" í fylgiskjali 4 kemur varnaðarsetningin:

V57 Notið viðeigandi umbúnað/umbúðir til að forðast mengun umhverfisins.

2. gr.

Við fylgiskjal 5, Helstu forsendur hættuflokkunar, bætist nýr kafli, III. Umhverfisáhrif, sem birtur er í 1. viðauka við reglugerð þessa.

3. gr.

Í stað kaflans Varnaðarsetningar í fylgiskjali 6, Val á hættu- og varnaðarsetningum, kemur 2. viðauki við reglugerð þessa.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum, sbr. einnig lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Einnig er höfð hliðsjón af ákvæðum 1. tl., XV. kafla, II. viðauka, samningsins um Evrópskt efnahagssvæði (tilskipun 67/548/EBE eins og henni var breytt með tilskipun 93/21/EBE, 3. og 4. viðauka).

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

 

Umhverfisráðuneytinu, 10. ágúst 1998.

Guðmundur Bjarnason.

Ingimar Jónsson.

 

1. VIÐAUKI

III.           Umhverfisáhrif.

                Meginmarkmið með flokkun og merkingu efna sem eru hættuleg umhverfinu er að vara notandann við skaðlegum áhrifum sem þessi efni geta haft á vistkerfi. Flokkunarforsendur í þessum kafla miða við vatnavistkerfi en viðurkennt er að tiltekin efni geta enn fremur eða þess í stað haft áhrif á önnur vistkerfi allt frá smáplöntum og smádýrum í jarðvegi til manna.

                Forsendur í þessum kafla miðast við prófunaraðferðir1), ef þeirra er getið. Þegar flokka skal ný efni er krafist ákveðinna grunnupplýsinga sem getið er um í tilskipun 67/548/EBE, VII. viðauka2). Þessar prófanir eru takmarkaðar og geta gefið ófullnægjandi upplýsingar. Til að flokka efnin kann því að vera þörf á viðbótargögnum í samræmi við það sem tilgreint er í 1. hluta, VIII. viðauka, fyrrnefndrar tilskipunar eða gögnum úr öðrum sambærilegum rannsóknum. Enn fremur er hægt að krefjast endurflokkunar efnis með hliðsjón af nýjum upplýsingum.

                Efnum sem eru hættuleg umhverfinu er á grundvelli núverandi þekkingar skipt í tvo flokka, þ.e. bráð áhrif og/eða langtímaáhrif á vatnavistkerfi annars vegar og bráð áhrif og/eða langtímaáhrif á önnur vistkerfi hins vegar.

                Þegar tiltekið efni er skoðað skal meta bæði áhrif efnisins og niðurbrotsefna þess. Ef niðurbrotsefni flokkast sem hættulegt umhverfinu skal efnið einnig flokkað sem slíkt.

Skammstafanir sem notaðar eru:

LD50:       Skammtur sem veldur dauða 50% tilraunadýra, tilgreindur sem mg efni/kg líkamsþyngd. (Lethal dose).

LC50:       Skammtur sem veldur dauða 50% tilraunadýra, tilgreindur sem mg efni/l. (Lethal concentration).

EC50:       Styrkur sem í tilraunum stöðvar hreyfingu 50% lífvera.

                (Effective concentration for immobilization).

IC50:        Styrkur sem í tilraunum hægir á vexti lífstofns um 50%.

                (Inhibition test-concentration).

BOD5:     Líffræðileg súrefnisþörf. Magn súrefnis notað við niðurbrot efnis með örverum. (Biochemical oxygen demand).

COD:      Efnafræðileg súrefnisþörf. Magn súrefnis notað við niðurbrot/oxun efnis með sýru. (Chemical oxygen demand).

BCF:       Mælikvarði á tilhneigingu efnis til uppsöfnunar í lífverum. Hlutfall milli styrks efnis í lífverum og styrks í vatnsfasa eftir að jafnvægi er náð. (Bioconcentration factor).

POW:        Oktanól/vatn-deilistuðull. Mælikvarði á vatnsleysanleika efnis og óbeinn mælikvarði á tilhneigingu efnis til uppsöfnunar í lífverum. Hlutfall milli styrks efnis í oktanóli annars vegar og vatni hins vegar eftir að jafnvægi er náð. (Octanol/water partition coefficient).

3.1.         Lífríki í vatni.

3.1.1.       Efni flokkast sem hættuleg umhverfinu og fá varnaðarmerkið HÆTTULEGT UMHVERFINU (N) ásamt eftirfarandi hættusetningum samkvæmt neðangreindum forsendum:

 

H50        Mjög eitrað vatnalífverum

og

H53        Getur haft skaðleg langtímaáhrif á lífríki í vatni

                Bráð eiturhrif:

                -               96 klst. LC50 (fyrir fisk) :       _ 1 mg/l, eða

                -               48 klst. EC50 (fyrir halafló3) ) :              _ 1 mg/l, eða

                -               72 klst. IC50 (fyrir þörunga) :               _ 1 mg/l

                og

                -               efnið brotnar ekki auðveldlega niður, eða

                -               log POW _ 3,0 (nema að BCF _ 100, tilraunagildi).

3.1.2.       Efni flokkast sem hættuleg umhverfinu og fá varnaðarmerkið HÆTTULEGT UMHVERFINU (N) ásamt eftirfarandi hættusetningu samkvæmt neðangreindum forsendum:

H50        Mjög eitrað vatnalífverum

                Bráð eiturhrif:

                -               96 klst. LC50 (fyrir fisk) :       _ 1 mg/l, eða

                -               48 klst. EC50 (fyrir halafló) : _ 1 mg/l, eða

                -               72 klst. IC50 (fyrir þörunga) :               _ 1 mg/l.

3.1.3.       Efni flokkast sem hættuleg umhverfinu og fá varnaðarmerkið HÆTTULEGT UMHVERFINU (N) ásamt eftirfarandi hættusetningum samkvæmt neðangreindum forsendum:

H51        Eitrað vatnalífverum

og

H53        Getur haft skaðleg langtímaáhrif á lífríki í vatni

                Bráð eiturhrif:

                -               96 klst. LC50 (fyrir fisk) :       1 mg/l < LC50 _ 10 mg/l, eða

                -               48 klst. EC50 (fyrir halafló) : 1 mg/l < EC50 _ 10 mg/l, eða

                -               72 klst. IC50 (fyrir þörunga) :               1 mg/l < IC50 _ 10 mg/l

og

                -               efnið brotnar ekki auðveldlega niður, eða

                -               log POW _ 3,0 (nema að BCF _ 100, tilraunagildi).

3.1.4.       Efni flokkast sem hættuleg umhverfinu og fá eftirfarandi hættusetningar samkvæmt neðangreindum forsendum:

H52        Skaðlegt vatnalífverum

og

H53        Getur haft skaðleg langtímaáhrif á lífríki í vatni

                Bráð eiturhrif:

                -               96 klst. LC50 (fyrir fisk) :       10 mg/l < LC50 _ 100 mg/l, eða

                -               48 klst. EC50 (fyrir halafló) : 10 mg/l < EC50 _ 100 mg/l, eða

                -               72 klst. IC50 (fyrir þörunga) :               10 mg/l < IC50 _ 100 mg/l

og

                -               efnið brotnar ekki auðveldlega niður.

Þessi forsenda gildir nema að fyrir liggi frekari vísindalegar niðurstöður varðandi niðurbrot og/eða eiturhrif. Niðurstöður þessar skulu sýna fram á að hvorki efnið né niðurbrotsefni þess muni hafa hugsanleg skaðleg langtímaáhrif og/eða síðkomin áhrif á lífríki í vatni. Slík viðbótargögn ættu að öllu jöfnu að byggja á rannsóknum sem krafist er samkvæmt tilskipun 67/548/EBE, VIII. viðauka, 1. hluta2) eða öðrum sambærilegum rannsóknum og gætu þau falið í sér:

                i)              Að sýnt sé fram á að efnið geti brotnað hratt niður í vatni,

ii)             að engin langvinn eiturhrif greinist ef styrkur er 1,0 mg/l, t.d. engin sjáanleg áhrif í langtímarannsóknum á eiturhrifum í fiski eða halafló ef styrkur er yfir 1,0 mg/l.

3.1.5.       Efni flokkast sem hættuleg umhverfinu og fá eftirfarandi hættusetningu samkvæmt neðangreindum forsendum:

H52        Skaðlegt vatnalífverum

                Efni sem falla ekki undir forsendur í tl. 3.1.1.-3.1.4., en fyrirliggjandi niðurstöður um eiturhrif þeirra benda til að efnin hafi skaðleg áhrif á gerð og/eða starfsemi vatnavistkerfa.

3.1.6.       Efni flokkast sem hættuleg umhverfinu og fá eftirfarandi hættusetningu samkvæmt neðangreindum forsendum:

H53        Getur haft skaðleg langtímaáhrif á lífríki í vatni

                Efni sem falla ekki undir forsendurnar í tl. 3.1.1.-3.1.5., en geta þó haft skaðleg langtímaáhrif og/eða síðkomin áhrif á gerð og/eða starfsemi vatnavistkerfa. Byggt skal á fyrirliggjandi upplýsingum um þrávirkni efnanna, hugsanlega uppsöfnun og fyrirsjáanleg eða þekkt afdrif þeirra og ferli í umhverfinu.

                Þetta gildir meðal annars um efni með litla vatnsleysni, t.d. efni með minni leysni en 1 mg/l, ef:

                a)             Þau brotna ekki auðveldlega niður og

                b)            log POW _ 3,0 (nema að BCF _ 100, tilraunagildi).

                Þessi forsenda gildir nema að fyrir liggi frekari vísindalegar niðurstöður varðandi niðurbrot og/eða eiturhrif. Niðurstöður þessar skulu sýna fram á að hvorki efnið né niðurbrotsefni þess muni hafa hugsanleg skaðleg langtímaáhrif og/eða síðkomin áhrif á lífríki í vatni. Slík viðbótargögn ættu að öllu jöfnu að byggja á rannsóknum sem krafist er samkvæmt tilskipun 67/548/EBE, VIII. viðauka, 1. hluta2) eða öðrum sambærilegum rannsóknum og gætu þau falið í sér:

                i)              Að sýnt sé fram á að efnið geti brotnað hratt niður í vatni,

ii)             að engin langvinn eiturhrif greinist við leysnimörk, t.d. engin sjáanleg áhrif við leysnimörk í langtímarannsóknum á eiturhrifum í fiski eða halafló.

3.1.7.      Sértilvik varðandi ákvörðun á IC50 fyrir þörunga.

                Þegar sýnt er fram á fyrir litsterk efni að það eina sem hamlar vexti þörunga er skertur ljósstyrkur, þá skal ekki byggja flokkun á 72 klst. IC50 prófunum.

3.1.8.      Niðurbrot.

                Efni teljast brotna auðveldlega niður ef þau uppfylla eftirfarandi:

                a)             Niðurstöður í 28 daga prófunum á lífrænu niðurbroti:

-               Aðferðir sem byggja á mælingum á uppleystu lífrænu kolefni: Lífrænt niðurbrot 70%.

-               Aðferðir sem byggja á mælingum á súrefnisþurrð eða koldíoxíðmyndun: 60% af fræðilegu hámarki er náð.

                Tiltekið niðurbrot verður að nást innan 10 daga frá því að það hefst. Erfitt er að ákvarða hvenær niðurbrot hefst og því er upphaf þess skilgreint við 10%, þ.e. þegar 10% af efninu hefur brotnað niður.

b)            Hlutfallið BOD5/COD _ 0,5, þegar niðurstöður úr öðrum niðurbrotsmælingum eru ekki fyrir hendi.

c)             Fyrir liggja önnur vísindagögn sem sýna fram á að > 70% af efninu geti brotnað niður í vatni innan 28 daga (með lífrænu niðurbroti og/eða með öðrum aðferðum).

3.2.         Önnur vistkerfi.

3.2.1.       Efni flokkast sem hættuleg umhverfinu og fá varnaðarmerkið HÆTTULEGT UMHVERFINU (N) ásamt að minnsta kosti einni af eftirfarandi hættusetningum í samræmi við neðangreindar forsendur:

                H54        Eitrað plöntum

                H55        Eitrað dýrum

                H56        Eitrað lífverum í jarðvegi

                H57        Eitrað býflugum

                H58        Getur valdið skaðlegum langtímaáhrifum í umhverfinu

                Efni sem geta haft skaðleg áhrif á gerð og/eða starfsemi náttúrulegra vistkerfa annarra en þeirra sem fjallað er um í kafla 3.1. Þessi áhrif geta verið bráð eða langvinn og/eða síðkomin. Byggt skal á fyrirliggjandi niðurstöðum um eiturhrif efnanna, þrávirkni, uppsöfnun í lífverum og fyrirsjáanleg eða þekkt afdrif þeirra og ferli í umhverfinu.

H59        Hættulegt ósonlaginu

                Efni sem geta haft skaðleg áhrif á ósonlagið í heiðhvolfinu samkvæmt fyrirliggjandi niðurstöðum um eiginleika efnanna og fyrirsjáanleg eða þekkt afdrif þeirra og ferli í umhverfinu. Hér undir falla efni sem skráð eru í 1. viðauka við reglugerð nr. 656/1997, um varnir gegn mengun af völdum ósoneyðandi efna, sjá þó tl. 3.2.2.

3.2.2.       Efni flokkast sem hættuleg umhverfinu og fá hættusetningu í samræmi við eftirfarandi forsendur:

H59        Hættulegt ósonlaginu

                Efni sem falla ekki undir forsendur í tl. 3.2.1. hér að framan en geta haft skaðleg áhrif á ósonlagið í heiðhvolfinu, samkvæmt fyrirliggjandi niðurstöðum um eiginleika efnanna og fyrirsjáanleg eða þekkt afdrif þeirra og ferli í umhverfinu. Hér undir falla vetnisklórflúorkolefni sem skráð eru í 1. viðauka við reglugerð nr. 656/1997, um varnir gegn mengun af völdum ósoneyðandi efna.

2. VIÐAUKI

Val á varnaðarsetningum.

Í þessum kafla eru gefnar almennar forsendur fyrir notkun varnaðarsetninga. Við endanlegt val á varnaðarsetningum skal taka mið af þeim hættusetningum sem valdar hafa verið og einnig væntanlegri meðferð og notkun vörunnar. Varnaðarsetningum sem eru augljósar miðað við hættusetningar er alla jafna sleppt nema til að undirstrika sérstaka hættu.

Forsendur sem gefnar eru upp fyrir efni eiga einnig við um efnablöndur nema þegar um er að ræða efni sem eru hættuleg umhverfinu. Þegar minnst er á framleiðanda í þessum kafla vísar það til þess einstaklings sem er ábyrgur fyrir markaðssetningu efnisins hér á landi.

V1           Geymist á læstum stað

                Notkunarsvið:

                -               mjög eitruð, eitruð og ætandi efni.

                Notkun:

                -               skyldubundið fyrir ofangreind efni ef þau eru aðgengileg fyrir almenning.

V2           Geymist þar sem börn ná ekki til

                Notkunarsvið:

                -               öll hættuleg efni.

                Notkun:

-               skyldubundið fyrir öll hættuleg efni sem eru aðgengileg fyrir almenning önnur en þau sem eingöngu eru flokkuð sem hættuleg umhverfinu.

V3           Geymist á köldum stað

                Notkunarsvið:

                -               lífræn peroxíð,

                -               önnur hættuleg efni með suðumark _ 40°C.

                Notkun:

-               skyldubundið fyrir lífræn peroxíð nema varnaðarsetning V47 sé notuð,

-               æskilegt fyrir önnur hættuleg efni með suðumark _ 40°C.

V4           Geymist fjarri mannabústöðum

                Notkunarsvið:

                -               mjög eitruð og eitruð efni.

                Notkun:

-               yfirleitt takmarkað við mjög eitruð og eitruð efni sem viðbót við varnaðarsetningu V13 þegar það er æskilegt, t.d. efni sem eru hættuleg við innöndun og geyma ætti fjarri mannabústöðum. Varnaðarsetningin útilokar ekki notkun efnisins í mannabústöðum ef það er notað á tilætlaðan hátt.

V5           Geymist í ... (vökvi tilgreindur af framleiðanda)

                Notkunarsvið:

                -               eldfim efni í föstu formi sem hættir til sjálfsíkveikju.

                Notkun:

                -               yfirleitt takmarkað við sértilvik, t.d. natríum, kalíum eða hvítan fosfór.

V6           Geymist í ... (óhvarfgjörn lofttegund tilgreind af framleiðanda)

                Notkunarsvið:

                -               hættuleg efni sem verður að geyma í óhvarfgjarnri lofttegund.

                Notkun:

                -               yfirleitt takmarkað við sértilvik, t.d. tiltekin lífræn málmsambönd.

V7           Umbúðir skulu vera vel luktar

                Notkunarsvið:

                -               lífræn peroxíð,

-               efni og efnablöndur sem geta gefið frá sér mjög eitraðar, eitraðar, heilsuskaðlegar eða afar eldfimar lofttegundir,

                -               efni sem í snertingu við raka mynda afar eldfimar lofttegundir,

                -               mjög eldfim efni í föstu formi.

                Notkun:

                -               skyldubundið fyrir lífræn peroxíð.

                -               æskilegt fyrir önnur framangreind notkunarsvið.

V8           Geymist á þurrum stað

                Notkunarsvið:

                -               efni sem geta hvarfast kröftuglega við vatn,

                -               efni sem mynda afar eldfimar lofttegundir í snertingu við vatn,

                -               efni sem mynda mjög eitraðar eða eitraðar lofttegundir í snertingu við vatn.

                Notkun:

-               yfirleitt takmarkað við framangreind notkunarsvið ef nauðsynlegt er að leggja áherslu á viðvörun sem gefin er með hættusetningum H14 og H15 og í sumum tilvikum með H29.

V9           Geymist á vel loftræstum stað

                Notkunarsvið:

-               rokgjörn efni sem geta gefið frá sér mjög eitraðar, eitraðar eða heilsuskaðlegar gufur,

                -               afar eldfimir eða mjög eldfimir vökvar og afar eldfimar lofttegundir.

                Notkun:

                -               æskilegt fyrir framangreind notkunarsvið.

V12        Umbúðir skulu ekki vera þéttlokaðar

                Notkunarsvið:

-               efni og efnablöndur sem geta sprengt ílát vegna uppgufunar eða ef þau gefa frá sér lofttegundir.

                Notkun:

                -               yfirleitt takmarkað við sértilvik, eins og þau sem að framan greinir.

V13        Má ekki geyma hjá matvælum og öðrum neysluvörum eða fóðri

                Notkunarsvið:

                -               mjög eitruð, eitruð og heilsuskaðleg efni.

                Notkun:

                -               æskilegt fyrir framangreind efni ef þau eru aðgengileg fyrir almenning.

V14        Má ekki geyma hjá ... (efni tilgreind af framleiðanda)

                Notkunarsvið:

                -               lífræn peroxíð.

                Notkun:

-               skyldubundið fyrir lífræn peroxíð og er notkun yfirleitt takmörkuð við þau. Má þó nota í undantekningartilvikum þegar eiginleikar efnisins eru líklegir til að hafa í för með sér tiltekna hættu.

V15        Má ekki hitna

                Notkunarsvið:

                -               efni sem geta brotnað niður eða hvarfast sjálfkrafa vegna hitaáhrifa.

                Notkun:

-               yfirleitt takmarkað við sértilvik, t.d. við einliður, en setningin er óþörf fyrir efni sem fá hættusetningar H2, H3 og/eða H5.

V16        Haldið frá hita- og neistagjöfum - Reykingar bannaðar

                Notkunarsvið:

                -               afar eldfimir eða mjög eldfimir vökvar og afar eldfimar lofttegundir.

                Notkun:

-               æskilegt fyrir framangreind efni en setningin er óþörf fyrir þau efni sem fá hættusetningar H2, H3 og/eða H5.

V17        Haldið fjarri brennanlegum efnum

                Notkunarsvið:

-               efni sem verða sprengifim eða er hætt við sjálfsíkveikju í blöndu með brennanlegu efni.

                Notkun:

                -               notað í sértilvikum, t.d. til að leggja áherslu á hættusetningar H8 og H9.

V18        Meðhöndlið og opnið umbúðir með varúð

                Notkunarsvið:

                -               efni sem eru líkleg til að valda yfirþrýstingi í íláti,

                -               efni sem geta myndað sprengifim peroxíð.

                Notkun:

-               yfirleitt takmarkað við framangreind tilvik ef hætta er á augnskaða og/eða þegar efnin eru aðgengileg fyrir almenning.

V20        Neytið ekki matar eða drykkjar meðan á notkun stendur

                Notkunarsvið:

                -               mjög eitruð, eitruð og ætandi efni.

                Notkun:

-               yfirleitt takmarkað við sértilvik einkum ef efnin eru aðgengileg fyrir almenning, t.d. flúorasetöt, arsen og arsensambönd.

V21        Reykingar eru bannaðar meðan á notkun stendur

                Notkunarsvið:

                -               efni sem mynda eitruð efni við brennslu.

                Notkun:

                -               yfirleitt takmarkað við sértilvik, t.d. halógenuð efnasambönd.

V22        Varist innöndun ryks

                Notkunarsvið:

                -               öll efni í föstu formi sem eru hættuleg heilsu manna.

                Notkun:

                -               skyldubundið fyrir framangreind efni sem fá hættusetningu H42,

-               æskilegt fyrir framangreind efni sem eru í duftformi og geta borist í öndunarfæri, ef skaðleg áhrif þeirra við innöndun eru ekki fyllilega þekkt.

V23        Varist innöndun lofttegundar/reyks/gufu/úða (framleiðandi gefur upp hvað á við hverju sinni)

                Notkunarsvið:

                -               öll fljótandi og loftkennd efni sem eru hættuleg heilsu manna.

                Notkun:

                -               skyldubundið fyrir framangreind efni sem fá hættusetningu H42,

-               skyldubundið fyrir efni sem ætluð eru til úðunar. Að auki verður að nota varnaðarsetningu V38 eða V51,

-               æskilegt ef vekja þarf athygli notandans á hættu við innöndun sem ekki er minnst á í hættusetningum.

V24        Varist snertingu við húð

                Notkunarsvið:

                -               öll efni sem eru hættuleg heilsu manna.

                Notkun:

-               skyldubundið fyrir efni sem fá hættusetningu H43, nema varnaðarsetning V36 hafi einnig verið notuð,

-               æskilegt ef vekja þarf athygli notandans á hættu samfara snertingu við húð sem ekki er minnst á í hættusetningum. Má einnig nota til að leggja áherslu á slíkar hættusetningar.

V25        Varist snertingu við augu

                Notkunarsvið:

                -               ætandi og ertandi efni.

                Notkun:

-               yfirleitt takmarkað við sértilvik, þ.e. þegar mikilvægt er að leggja áherslu á hættu fyrir augu fyrir efni sem fá hættusetningu H34, H35, H36 eða H41. Setningin er mikilvæg ef líklegt er að almenningur noti slík efni og vernd fyrir augu eða andlit er ekki fyrir hendi.

V26        Berist efnið í augu skal strax skola vandlega með miklu vatni og leita læknis

                Notkunarsvið:

                -               ætandi og ertandi efni.

                Notkun:

                -               skyldubundið fyrir ætandi efni og þau sem fá hættusetningu H41,

                -               æskilegt fyrir ertandi efni sem fá hættusetningu H36.

V27        Farið strax úr fötum sem óhreinkast af efninu

                Notkunarsvið:

                -               mjög eitruð, eitruð og ætandi efni.

                Notkun:

-               æskilegt fyrir ætandi efni og einnig fyrir efni sem eru mjög eitruð eða eitruð og frásogast auðveldlega í gegnum húð. Þessa setningu ætti ekki að nota með varnaðarsetningu V36.

V28        Berist efnið á húð, skal strax þvo með miklu ... (efni tilgreint af framleiðanda)

                Notkunarsvið:

                -               mjög eitruð, eitruð og ætandi efni.

                Notkun:

                -               skyldubundið fyrir mjög eitruð efni,

-               æskilegt fyrir önnur framangreind efni, einkum þegar vatn er ekki hentugasti hreinsivökvinn.

V29        Má ekki losa í niðurfall

                Notkunarsvið:

                -               afar og mjög eldfimir vökvar sem blandast ekki vatni.

                Notkun:

                -               æskilegt fyrir framangreind efni sem líklegt er að almenningur noti.

V30        Hellið ekki vatni á eða í vöruna

                Notkunarsvið:

                -               efni sem hvarfast kröftuglega við vatn.

                Notkun:

-               yfirleitt takmarkað við sértilvik, t.d. brennisteinssýru. Má nota til að gefa skýrar upplýsingar varðandi meðhöndlun, annað hvort til að leggja áherslu á hættusetningu H14 eða í hennar stað.

V33        Gerið varúðarráðstafanir gegn stöðurafmagni

                Notkunarsvið:

                -               afar og mjög eldfim efni.

                Notkun:

-               æskilegt fyrir efni sem eru notuð í iðnaði og taka ekki í sig raka. Afar sjaldan notað fyrir efni sem eru markaðssett til nota fyrir almenning.

V35        Vörunni og umbúðum hennar skal fargað á tryggilegan hátt

                Notkunarsvið:

                -               sprengifim efni,

                -               mjög eitruð og eitruð efni,

                -               efni sem eru hættuleg umhverfinu.

                Notkun:

                -               skyldubundið fyrir sprengifim efni önnur en lífræn peroxíð,

-               æskilegt fyrir mjög eitruð og eitruð efni, einkum ef þau eru aðgengileg fyrir almenning,

-               æskilegt fyrir efni sem eru hættuleg umhverfinu ef þau eru aðgengileg fyrir almenning og ef varnaðarsetning V56 er ekki notuð.

V36        Notið viðeigandi hlífðarfatnað

                Notkunarsvið:

                -               lífræn peroxíð,

                -               mjög eitruð, eitruð, heilsuskaðleg og ætandi efni.

                Notkun:

                -               skyldubundið fyrir mjög eitruð og ætandi efni,

                -               skyldubundið fyrir efni sem fá hættusetningu H21 eða H24,

-               skyldubundið fyrir efni sem valda krabbameini, stökkbreytingum og/eða skaðlegum áhrifum á æxlun, í flokki 3. Á ekki við ef áhrifin koma eingöngu fram við innöndun,

                -               skyldubundið fyrir lífræn peroxíð,

-               æskilegt fyrir eitruð efni sem líklegt er að séu eitruð í snertingu við húð þó svo að LD50 húð sé óþekkt,

-               æskilegt fyrir efni sem notuð eru í iðnaði og kunna að vera hættuleg heilsu manna við langvarandi notkun.

V37        Notið viðeigandi hlífðarhanska

                Notkunarsvið:

                -               mjög eitruð, eitruð, heilsuskaðleg og ætandi efni,

                -               lífræn peroxíð,

                -               efni sem erta húð.

                Notkun:

                -               skyldubundið fyrir mjög eitruð og ætandi efni,

                -               skyldubundið fyrir efni sem fá hættusetningu H21, H24 eða H43,

-               skyldubundið fyrir efni sem valda krabbameini, stökkbreytingum og/eða skaðlegum áhrifum á æxlun, í flokki 3. Á ekki við ef áhrifin koma eingöngu fram við innöndun,

                -               skyldubundið fyrir lífræn peroxíð,

-               æskilegt fyrir eitruð efni sem líklegt er að séu eitruð í snertingu við húð þó svo að LD50 húð sé óþekkt,

                -               æskilegt fyrir efni sem verka fitueyðandi á húð og hafa þannig ertandi áhrif.

V38        Notið öndunargrímu ef góð loftræsting er ekki fyrir hendi

                Notkunarsvið:

                -               mjög eitruð og eitruð efni.

                Notkun:

-               yfirleitt takmarkað við sértilvik sem fela í sér notkun mjög eitraðra eða eitraðra efna í iðnaði eða landbúnaði.

V39        Notið hlífðargleraugu/andlitsgrímu

                Notkunarsvið:

                -               lífræn peroxíð,

                -               ætandi efni og ertandi efni sem hafa í för með sér hættu á alvarlegum augnskaða,

                -               mjög eitruð og eitruð efni.

                Notkun:

                -               skyldubundið fyrir efni sem fá hættusetningu H34, H35 eða H41,

                -               skyldubundið fyrir lífræn peroxíð,

-               æskilegt ef vekja þarf athygli notandans á hættu samfara snertingu við augu sem ekki er minnst á í hættusetningum,

-               yfirleitt takmarkað við undantekningartilvik fyrir mjög eitruð eða eitruð efni þegar hætta er á að þau sprautist við meðhöndlun og líklegt er að þau frásogist auðveldlega í gegnum húð.

V40        Gólf og fleti, sem óhreinkast af efninu, skal hreinsa með ... (efni tilgreint af framleiðanda)

                Notkunarsvið:

                -               öll hættuleg efni.

                Notkun:

-               yfirleitt takmarkað við þau tilvik þar sem vatn er ekki talið hentugt hreinsiefni og mikilvægt er af öryggis- og/eða hollustuástæðum að hafa viðvörun á merkimiðanum, t.d. ef nauðsynlegt er að nota efni á duftformi sem ísogsefni eða að nota leysiefni til þynningar.

V41        Varist innöndun reyks við bruna eða sprengingu

                Notkunarsvið:

                -               hættuleg efni sem mynda mjög eitraðar eða eitraðar lofttegundir við bruna.

                Notkun:

                -               yfirleitt takmarkað við sértilvik.

V42        Notið viðeigandi öndunargrímu við svælingu/úðun/sprautun (framleiðandi gefur upp hvað á við hverju sinni)

                Notkunarsvið:

-               efni ætluð til svælingar, úðunar eða sprautunar sem geta stofnað heilsu notandans og öryggi í hættu nema viðeigandi varúðarráðstafanir séu gerðar.

                Notkun:

                -               yfirleitt takmarkað við sértilvik.

V43        Notið ... við slökkvistarf (framleiðandi skal gefa upp nákvæma tegund slökkvitækis. Ef vatn eykur á hættuna skal bæta við: _Notið ekki vatn")

                Notkunarsvið:

                -               afar eldfim, mjög eldfim og eldfim efni.

                Notkun:

-               skyldubundið fyrir efni sem mynda afar eldfimar lofttegundir í snertingu við vatn eða rakt loft,

-               æskilegt fyrir afar eldfim, mjög eldfim og eldfim efni, einkum ef þau blandast ekki vatni.

V45        Leitið umsvifalaust læknis ef slys ber að höndum eða ef lasleika verður vart; sýnið umbúðamerkingarnar ef unnt er

                Notkunarsvið:

                -               mjög eitruð efni,

                -               eitruð og ætandi efni.

                Notkun:

                -               skyldubundið fyrir framangreind notkunarsvið.

V46        Leitið umsvifalaust læknis eftir inntöku og sýnið umbúðir eða umbúðamerkingar

                Notkunarsvið:

-               öll hættuleg efni önnur en þau sem eru mjög eitruð, eitruð, ætandi eða hættuleg umhverfinu.

                Notkun:

-               skyldubundið fyrir framangreind efni sem líklegt er að almenningur noti, nema ástæðulaust sé að ætla að þau valdi hættu við inntöku, einkum fyrir börn.

V47        Geymist við hitastig sem ekki er hærra en ... °C (tilgreint af framleiðanda)

                Notkunarsvið:

                -               efni sem verða óstöðug við tiltekið hitastig.

                Notkun:

                -               yfirleitt takmarkað við sértilvik, t.d. við tiltekin lífræn peroxíð.

V48        Halda skal vörunni rakri með ... (efni tilgreint af framleiðanda)

                Notkunarsvið:

                -               efni sem verða viðkvæm fyrir neistum, núningi eða höggi ef þau þorna.

                Notkun:

                -               yfirleitt takmarkað við sértilvik, t.d. við nítrósellulósa.

V49        Má aðeins geyma í upprunalegum umbúðum

                Notkunarsvið:

                -               efni sem eru viðkvæm fyrir niðurbroti af völdum hvata.

                Notkun:

-               efni sem eru viðkvæm fyrir niðurbroti af völdum hvata, t.d. tiltekin lífræn peroxíð.

V50        Má ekki blanda með ... (efni tilgreint af framleiðanda)

                Notkunarsvið:

-               efni sem geta hvarfast við tilgreinda efnið og myndað mjög eitraðar eða eitraðar lofttegundir,

                -               lífræn peroxíð.

                Notkun:

-               æskilegt fyrir framangreind efni sem líklegt er að almenningur noti, ef það er betri kostur en hættusetning H31 eða H32,

-               skyldubundið fyrir tiltekin peroxíð sem geta hvarfast kröftuglega við efni sem í mjög smáum skömmtum örva áhrif hvata á efnahvarf.

V51        Má aðeins nota á vel loftræstum stað

                Notkunarsvið:

-               efni sem eru líkleg til eða er ætlað að framkalla gufu, ryk, úða, reyk, móðu, o.s.frv. og eru hættuleg við innöndun eða valda bruna- eða sprengihættu.

                Notkun:

-               æskilegt þegar varnaðarsetning V38 á ekki við. Mikilvægt þegar líklegt er að almenningur noti slík efni.

V52        Notist ekki á stóra fleti í íbúðarhúsnæði eða öðrum vistarverum

                Notkunarsvið:

-               rokgjörn, mjög eitruð, eitruð eða heilsuskaðleg efni og efnablöndur sem innihalda slík efni.

                Notkun:

-               æskilegt ef líklegt er að heilsutjón hljótist af langtíma áverkun vegna uppgufunar efna frá stórum flötum í íbúðarhúsnæði eða öðrum vistarverum.

V53        Varist snertingu - aflið sérstakra notkunarleiðbeininga

                Notkunarsvið:

-               efni sem valda krabbameini, stökkbreytingum og/eða skaðlegum áhrifum á æxlun.

                Notkun:

-               skyldubundið fyrir framangreind efni sem fá að minnsta kosti eina af eftirfarandi hættusetningum: H45, H46, H49, H60 eða H61.

V56        Skilið efni og umbúðum á móttökustöð fyrir spilliefni

                Notkunarsvið:

                -               efni sem eru hættuleg umhverfinu.

                Notkun:

-               æskilegt fyrir efni sem fá varnaðarmerkið HÆTTULEGT UMHVERFINU (N) og eru aðgengileg fyrir almenning.

V57        Notið viðeigandi umbúnað/umbúðir til að forðast mengun umhverfisins

                Notkunarsvið:

                -               efni sem fá varnaðarmerkið HÆTTULEGT UMHVERFINU (N).

                Notkun:

                -               yfirleitt takmarkað við efni sem ólíklegt er að almenningur noti.

V59        Leitið til framleiðanda/birgis um upplýsingar varðandi endurnýtingu/endurvinnslu

                Notkunarsvið:

                -               efni sem eru hættuleg umhverfinu.

                Notkun:

                -               skyldubundið fyrir efni sem eru hættuleg ósonlaginu,

-               æskilegt fyrir önnur efni sem fá varnaðarmerkið HÆTTULEGT UMHVERFINU (N) og mælt er með að séu endurnýtt eða endurunnin.

V60        Efni og umbúðum skal fargað sem spilliefnum

                Notkunarsvið:

                -               efni sem eru hættuleg umhverfinu.

                Notkun:

-               æskilegt fyrir efni sem fá varnaðarmerkið HÆTTULEGT UMHVERFINU (N) og ólíklegt er að almenningur noti.

V61        Forðist losun út í umhverfið. Athugið sérstakar ráðleggingar/öryggisleiðbeiningar

                Notkunarsvið:

                -               efni sem eru hættuleg umhverfinu.

                Notkun:

-               yfirleitt notað á efni sem fá varnaðarmerkið HÆTTULEGT UMHVERFINU (N). Æskilegt fyrir öll efni sem flokkuð eru sem hættuleg umhverfinu en falla ekki undir forsendurnar hér að framan.

V62        Varist að framkalla uppköst eftir inntöku. Leitið umsvifalaust læknis og sýnið umbúðir eða umbúðamerkingar

                Notkunarsvið:

                -               fljótandi efni sem fá hættusetningu H65,

                -               gildir ekki um efni sem eru markaðssett á úðabrúsum.

                Notkun:

                -               skyldubundið fyrir framangreind efni ef þau eru aðgengileg fyrir almenning,

                -               æskilegt fyrir framangreind efni þegar þau eru notuð í iðnaði.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica