Á eftir orðunum "starfsmanna sinna" í 1. málsl. 9. mgr. 3. gr. kemur: , sem og eigin iðgjald þeirra sem standa fyrir rekstri eða sjálfstæðri starfsemi,.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:
a. Orðin " ,sbr. og 9. gr. reglugerðarinnar" í 1. málsl. 2. mgr. falla brott.
b. Orðin " og 9. gr. reglugerðarinnar" í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.
c. 3. mgr. fellur brott.
9. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Fyrningarhlutföll mannvirkja fara eftir 38. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.
Í stað orðsins "Viðskiptavild" í c. lið 11. gr. kemur: Aflahlutdeild í sjávarútvegi.
Í stað orðsins "fyrir" í 1. mgr. 15. gr. kemur: yfir.
Í stað orðsins "fimm" í 1. málsl. 19. gr. kemur: átta.
Reglugerð þessi sem er sett samkvæmt heimild í 119. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.