1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
>Lágmarksmöskvastærð humarvörpu skal vera 80 mm. Þó er skylt að hafa tvö netstykki á legg úr a.m.k. 200 mm riðli á efra byrði belgs vörpunnar. Fremra netstykkið skal vera a.m.k. 3 x 4 metrar að stærð og skal því komið fyrir fremst á efra byrði vörpunnar fyrir aftan miðnet. Aftara netstykkið skal vera 2 x 2 metrar og skal það staðsett 2 metrum aftan við aftari rönd fremra netstykkisins. Netstykki þessi skulu fest þannig að hver leggur netstykkisins skal festast við 5 upptökur efra byrðisins.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 38, 15. maí 1990, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til að öðlast gildi 5. júlí 1995 og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Sjávarútvegsráðuneytið, 15. júní 1995.
Þorsteinn Pálsson.
Árni Kolbeinsson.