Menntamálaráðuneyti

347/1995

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 202, 18. apríl 1994 um humarveiðar. - Brottfallin

Reglugerð

 um breyting á reglugerð nr. 202, 18. apríl 1994 um humarveiðar.

1. gr.

1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

>Lágmarksmöskvastærð humarvörpu skal vera 80 mm. Þó er skylt að hafa tvö netstykki á legg úr a.m.k. 200 mm riðli á efra byrði belgs vörpunnar. Fremra netstykkið skal vera a.m.k. 3 x 4 metrar að stærð og skal því komið fyrir fremst á efra byrði vörpunnar fyrir aftan miðnet. Aftara netstykkið skal vera 2 x 2 metrar og skal það staðsett 2 metrum aftan við aftari rönd fremra netstykkisins. Netstykki þessi skulu fest þannig að hver leggur netstykkisins skal festast við 5 upptökur efra byrðisins.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 38, 15. maí 1990, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til að öðlast gildi 5. júlí 1995 og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegsráðuneytið, 15. júní 1995.

Þorsteinn Pálsson.

Árni Kolbeinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica