Reglugerð
um upplýsingaskyldu í viðskiptum með notuð ökutæki.
I. KAFLI
Gildissvið.
1.gr.
Reglugerð þessi tekur til lágmarksupplýsingaskyldu í viðskiptum með notuð ökutæki sem fram fara með milligöngu bifreiðasala, skv. 2. gr. laga um sölu notaðra ökutækja, nr. 69/1994, sbr. lög nr. 20/1997.
II. KAFLI
Almennar starfsskyldur bifreiðasala.
2.gr.
Bifreiðasali skal leysa störf sín af hendi svo sem góðar viðskiptavenjur bjóða.
Bifreiðasali skal gæta þess að viðskiptamenn hans njóti jafnræðis um upplýsingar, verð og önnur viðskiptakjör, svo og þess að aðila séu eigi settir ólögmætir, ósanngjarnir eða óeðlilegir skilmálar í samningum.
Bifreiðasali ber jafnframt ábyrgð á verkum starfsmanna sinna við sölu ökutækja sem hefði hann sjálfur annast þau.
3. gr.
Bifreiðasali skal annast um að endanlega sé gengið frá kaupsamningi, afsali og öðrum skjölum vegna viðskipta með ökutæki á hans vegum og skal geta þess í skjölunum, þar á meðal í kauptilboðum, kaupsamningum, afsölum og skuldabréfum, hver samið hafi og greina nafn hans svo að eigi verði um villst.
Bifreiðasali skal ábyrgjast að tilkynning um eigendaskipti á ökutæki sé send ökutækjaskrá án tafar.
III. KAFLI
Skyldur bifreiðasala vegna ástands ökutækis.
4. gr.
Bifreiðasali skal afla upplýsinga, sem staðfestar skulu skriflega af seljanda, um hve mikið skráningarskyldu ökutæki hefur verið ekið og um ástand þess. Einnig skal hann afla skriflega annarra þeirra upplýsinga sem kaupanda eru nauðsynlegar vegna kaupanna. Bifreiðasali skal staðfesta að seljandi hafi gefið fullnægjandi ástandslýsingu á ökutækinu, sbr. viðauka I. Gögn þessi skal bifreiðasali varðveita í eitt ár frá söludegi viðkomandi ökutækis.
Hafi bifreiðasali ástæðu til að ætla að ástandi ökutækis sé ábótavant ber honum að vekja athygli kaupanda á þeim annmarka.
5gr.
Bifreiðasali skal áður en gengið er frá afsali notaðs ökutækis, greina kaupanda með sannanlegum hætti frá þeim rétti hans að láta óháðan aðila meta ástand ökutækis, svo sem faggilta skoðunarstofu eða faggilt skoðunarverkstæði.
IV. KAFLI
Gögn sem nota skal og fylgja skulu við sölu.
6.gr.
Við kaup og sölu á notuðu ökutæki skal nota kaupsamnings- og afsalseyðublað sem er í samræmi við þær kröfur sem fram koma í viðauka II.
7. gr.
Við sölu skulu eftirfarandi gögn liggja fyrir:
a. Vottorð úr ökutækjaskrá sem sýnir ótvírætt að seljandi sé eigandi þess ökutækis sem selt er eða hafi umboð til sölunnar.
b. Skrá yfir fyrri eigendur með sannanlegum hætti.
c. Upplýsingar um hugsanlegan tjónaferil ökutækisins með sannanlegum hætti. Þar á meðal ferilskrá um framkvæmd viðgerðar á ökutæki sem lent hefur í tjóni.
d. Hvort veðbönd hvíli á ökutækinu.
e. Skriflegar upplýsingar seljanda skv. 1. mgr. 4. gr. sem fylgja skulu afsali.
V. KAFLI
Leyfisbréf, þóknun og upplýsingar.
8. gr.
Bifreiðasali skal láta leyfisbréf sitt vegna starfseminnar liggja frammi á starfsstöð sinni. Einnig skal hann með áberandi hætti vekja athygli á gjaldskrá fyrir söluþóknun, þar á meðal þegar um skipti á ökutækjum er að ræða.
Bifreiðasali skal vekja athygli viðskiptamanns síns á upplýsingum um hvert hann geti leitað um aðstoð ef upp koma vandamál vegna kaupa eða sölu á notuðu ökutæki.
VI. KAFLI
Brottfall leyfis, gildistaka o.fl.
9. gr.
Um brottfall leyfis bifreiðasala fer eftir ákvæðum 9. gr. laga um sölu notaðra ökutækja.
10. gr.
Brot gegn reglugerð þessari varðar sektum samkvæmt lögum um sölu notaðra ökutækja, nr. 69/1994 með síðari breytingum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
Reglugerð þessi sem sett er með heimild í lögum um sölu notaðra ökutækja, nr. 69/1994, sbr. lög nr. 20/1997, öðlast þegar gildi.
Viðskiptaráðuneytinu, 21. nóvember 1997.
Finnur Ingólfsson.
___________________
Halldór J. Kristjánsson.
VIÐAUKI I
Ástandslýsing seljanda
Fylgihlutir
Hjólbarðar ¨ vetrar__stk. ¨ sumar__stk. ¨ Toppgrind ¨ Skíðabogar
¨ Hljómtæki, tegund:
¨ Annað
ÁBYRGÐIR
¨ Ábyrgð frá bifreiðaumboði (skv. tilheyrandi ábyrgðarskírteini), gildir til _______ gegn reglubundnu viðhaldseftirliti á _________km fresti. Ryðvarnarábyrgð frá: ¨ Framleiðanda, gildistími
¨ Ryðvarnarstöð, gildistími__________. ¨ Aðrar ábyrgðir:
MEÐFYLGJANDI GÖGN
¨ Eigendahandbók ¨ Þjónustubók ¨ Smurbók ¨ Reikningar v. viðgerða
Ástand ökutækis
Hefur burðarvirki og/eða stýrisbúnaður ökutækisins raskast verulega í umferðaróhappi? o Já, o nei.
Ef já, nánari upplýsingar:
Smurolíuleki? o Já, o nei.
Smurolíubruni? o Já, o nei.
Kælivökvaleki? o Já, o nei.
Skipt um tímareim? o Já, eftir_______km. akstursnotkun.
o Nei, o veit ekki.
Annað sem ekki kemur fram við venjulega skoðun sem vert er að taka fram:
______________ ________________________
Dagsetning Undirskrift seljanda
VIÐAUKI II
SÝNISHORN (SÖLUYFIRLIT)
Samrit
ÖKUTÆKI OG BÚNAÐUR
Flokkur, tegund og gerð _______________________________________________________
Fastnúmer ______________ Árgerð_______Framl.ár_______ 1. skráningardagur__________
Önnur einkenni______________________________________________________________________________
Akstursnotkun í km.: Upplýsingar seljanda_______, staða á mæli________
Bifreiðagjöld greidd: o Já, o nei Þungaskattur greiddur: o Já, o nei
Fylgihlutir:
Varahjól, lyftari og felgulykill er fast fylgifé með bifreið.
Aðrir fylgihlutir: Hjólbarðar ¨ vetrar__stk. ¨ sumar__stk. ¨ Önnur verkfæri___________________________
¨ Farangursgrind ¨ Skíðabogar ¨ Hljómtæki____________¨ Annað ________________________________
ÁSTAND ÖKUTÆKIS
Fyrirliggjandi gögn:
¨ Ástandslýsing eiganda, sbr. 4. gr. laga um sölu notaðra ökutækja (69/1994, 20/1997) _____dags._________
¨ Lögbundin aðalskoðun _________________ dags._________
¨ Annað _________________________________________________________________________
Aðilar gera eftirfarandi athugasemdir:
Seljandi kann að vera ábyrgur gagnvart kaupanda vegna galla samkvæmt almennum reglum. Einnig er bent á skoðunarskyldu kaupanda.
¨ Bifreiðasali hefur vakið athygli kaupanda á þeim rétti sínum að láta óháðan aðila meta ástand ökutækis, sem staðfestist hér með: _______________________________________
Undirritun kaupanda
Ökutækið selst í núverandi ástandi, sem kaupandi hefur kynnt sér og sættir sig við.
ÁBYRGÐIR
¨ Ábyrgð frá bifreiðaumboði, gildir til _______ gegn reglubundnu viðhaldseftirliti á _________km fresti.
Ryðvarnarábyrgð frá: ¨ Framleiðanda, gildistími ¨ Ryðvarnarstöð, gildistími
¨ Aðrar ábyrgðir______________________________________________________________________
MEÐFYLGJANDI GÖGN
Skyldugögn: ¨ Skráningarskírteini ¨ Skoðunarvottorð ¨ Afrit af skulda- og vátryggingastöðu úr Ökutækjaskrá ¨ Ferilskrá
Önnur gögn: ¨ Eigendahandbók ¨ Þjónustubók ¨ Olíuhandbók ¨ Reikningar v. viðgerða
¨ Veðbókarvottorð, dags._____ ¨ Önnur gögn: ___________________________________________
AÐRIR SKILMÁLAR
Seljandi er skráður eigandi ofangreinds ökutækis ásamt aukabúnaði þess. Hann ábyrgist að ekki hvíli veðskuldir eða eignabönd á ökutækinu umfram það sem fram kemur í kaupsamningi þessum. Seljandi staðfestir að þegar salan fer fram þá er ástand ökutækisins í samræmi við það sem fram kemur í skjali þessu og meðfylgjandi gögnum.
Umsamið kaupverð:
Staðgreitt við undirskrift: Kr.
Yfirtekin lán: Kr.
Aðrar greiðslur: Kr.
Samtals: Kr.
Kr. _____________________________________________________________________________________
Undirskrift
Með undirskrift sinni skuldbindur kaupandi sig til að kaupa og seljandi að selja ofangreint ökutæki ásamt aukabúnaði samkvæmt tilgreindum skilmálum.
Þar sem kaupandi hefur staðið seljanda að fullu skil á andvirði ökutækisins, telst kaupandi hér með löglegur eigandi þess.
Staður og dagsetning __________________________________________________________________
Seljandi_____________________________________________________________________________
Kaupandi____________________________________________________________________________
Vitundarvottar að undirskriftum:
Nafn_________________________________________________ Kennitala____________-________
Nafn__________________________________________________ Kennitala____________-________
FÍB/RÓ/K.A-29/08.97