Viðskiptaráðuneyti

151/1995

Reglugerð um almenna heimild til að binda inn- og útlán við gengisvísitölur SDR og ECU. - Brottfallin

Reglugerð um almenna heimild til að binda inn- og útlán við gengisvísitölur SDR og ECU.

1. gr.

Gengisvísitala er kaupgengi opinbers viðmiðunargengis Seðlabanka Íslands 21. dag undanfarandi mánaðar á reikningseiningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (SDR) eða Evrópsku mynteininguna (ECU) og breytist fyrsta dag hvers mánaðar. Falli gengisskráning niður á hinum ofangreinda viðmiðunardegi skal síðasta skráða kaupgengi opinbers viðmiðunargengis Seðlabankans á SDR eða ECU lagt til grundvallar.

Innborganir á innlánsreikninga banka og sparisjóða, sem tengdir eru SDR eða ECU gengisvísitölu, miðist við hlutaðeigandi gengisvísitölu eins og hún er ákveðin skv. 1. mgr. fyrsta dag næsta mánaðar en beri sérstakar verðbætur hlutaðeigandi banka eða sparisjóðs innan mánaðar. Útborganir af reikningum þessum innan mánaðar bera einnig sérstakar verðbætur frá fyrsta degi útborgunarmánaðar til útborgunardags.

2. gr.

Heimilt er að lána út fé með ákvæðum þess efnis að greiðslur, þar með taldir vextir, skuli breytast í hlutfalli við gengisvísitölu SDR og ECU, sbr. 1. gr.

3. gr.

Seðlabankinn skal mánaðarlega auglýsa í Lögbirtingablaði gengisvísitölur skv. 1. gr.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 21. gr. vaxtalaga, nr. 25/1987, sbr. lög nr. 13/1995 um breytingu á þeim, öðlast gildi 1. apríl 1995. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 540/1988, um almenna heimild til að binda inn- og útlán við reikningsgengi SDR og ECU og reglugerð nr. 18/1989, um lánskjaravísitölu til verðtryggingar sparifjár og lánsfjár og auglýsing nr. 19/1989, um grundvöll lánskjaravísitölu til verðtryggingar sparifjár og lánsfjár.

Viðskiptaráðuneytið, 14. mars 1995.
Sighvatur Björgvinsson.
Þorkell Helgason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica