Viðskiptaráðuneyti

143/1994

Reglugerð um ósjálfvirkan vogarbúnað - Brottfallin

REGLUGERÐ

um ósjálfvirkan vogarbúnað.

 

1. KAFLI

Gildissvið, markaðssetning og frjálsir flutningar.

1. gr.

1. Vogarbúnaður telst vera sá búnaður sem þjónar þeim tilgangi að ákvarða gildi fyrir massa efnis með því að nota þyngdaraflið sem orkar á efnið. Vogarbúnaður kann einnig að vera notaður til að ákvarða annað sem tengist massa, svo sem stærð, magn, færibreytur eða eiginleika.

Vogarbúnaður, sem er ekki sjálfvirkur, er vogarbúnaður sem stjórnandi þarf að hafa afskipti af meðan á vigtun stendur.

Þessi reglugerð tekur til alls vogarbúnaðar sem er ekki sjálfvirkur og nefnist hér eftir "vogir".

2. Í þessari reglugerð er gerður munur á tvenns konar notkun voga:

a) 1. ákvörðun massa fyrir verslunarviðskipti;

2. ákvörðun massa fyrir útreikning á tollum, vörugjöldum, skatti, kaupauka eða ágóðahlut, févíti, þóknun, bótum eða greiðslum af slíkum toga;

3. ákvörðun massa fyrir beitingu laga eða reglugerða; álit sérfræðinga í dómsmálum;

4. ákvörðun massa í lækningastörfum við vigtun sjúklinga vegna eftirlits með heilbrigði, vegna sjúkdómsgreiningar og læknismeðferðar;

5. ákvörðun massa vegna lyfjagerðar eftir tilvísun í lyfjabúð og ákvörðun massa vegna greiningar á rannsóknarstofum fyrir læknis- og lyfjafræði;

6. ákvörðun verðs á grunni massa vegna beinnar sölu til almennings og vegna gerðar forpakkaðrar vöru:

b) önnur beiting en sú sem talin er upp í a-lið 2. mgr.

3. Vogir sem notaðar eru samkvæmt a-lið 2. mgr. skulu vera í það minnsta af nákvæmnisflokki III, sjá töflu 1 í viðauka I.

2. gr.

1. Aðeins er heimilt að setja á markað vogir sem standast viðkomandi kröfur sem fram koma í þessari reglugerð.

2. Aðeins er heimilt að taka vogir í þá notkun sem um getur í a-lið 2. mgr. 1. gr., ef þær standast viðkomandi kröfur sem fram koma í þessari reglugerð.

3. gr.

Vogir, sem hafðar eru til þeirra nota sem um getur í a-lið 2. mgr. 1. gr. skulu standast grundvallarkröfur sem fram koma í viðauka I.

Nú eru vogir tengdar við tæki, sem ekki eru notuð til þess sem um getur í a-lið 2. mgr. 1. gr., og þurfa þau tæki þá ekki að standast grundvallarkröfurnar.

4. gr.

1. Heimilt er að setja á markað vogir sem standast viðkomandi kröfur þessarar reglugerðar.

2. Heimilt er að taka vogir í þá notkun sem um getur í a-lið 2. mgr. 1 gr. standist þær viðkomandi kröfur þessarar reglugerðar.

5. gr.

Vogir, sem eru í samræmi við ÍST EN-45501, en hann er samhljóða samræmda Evrópustaðlinum EN-45501, teljast vera í samræmi við þær grundvallarkröfur sem um getur í 3. gr. Löggildingarstofan kveður úr um hvaða útgáfa staðalsins er í gildi hverju sinni.

Vogir, sem uppfylla grunnkröfurnar, sem settar eru fram í viðbæti I, má nota á þeim sviðum sem tilgreind eru í lið 2. mgr. 1. gr.

Vogir, sem uppfylla EN-45501, teljast uppfylla sömu kröfur.

6. gr.

Ef stjórnvöld telja að samhæfðu staðlarnir, sem um getur í 1. mgr. 5. gr., uppfylli ekki að fullu grundvallarkröfurnar sem um getur í 3. gr. skal vísa málinu ásamt rökstuðningi til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).

7. gr.

1. Ef stjórnvöld komast að þeirri niðurstöðu að vogir með EB-samræmismerkið, sem um getur í þáttum 2, 3 og 4 í viðauka II, standist ekki kröfur þessarar reglugerðar þótt þær séu rétt settar upp og hafðar til þeirra nota sem ráð er fyrir gert skal hann gera allar viðeigandi ráðstafanir til að taka þessar vogir af markaðinum eða banna eða takmarka að þær séu teknar í notkun og/eða settar á markað.

Tilkynna skal þegar í stað ESA um slíkar ráðstafanir og tilgreina ástæðurnar fyrir ávörðuninni, einkum hvort ósamræmið sé:

a) vegna þess að grundvallarkröfunum, sem um getur í 3. gr., er ekki fullnægt þegar vogirnar uppfylla ekki staðlana sem um getur í 1. mgr. 5. gr.;

b) vegna þess að stöðlunum, sem um getur í 1. mgr. 5. gr., sé ekki beitt á réttan hátt;

c) vegna ágalla í sjálfum stöðlunum sem um getur í 1. mgr. 5. gr.

2. Ef vog, sem stenst ekki kröfur, ber EB-samræmismerkið skal gera viðeigandi ráðstafanir gegn þeim sem hefur fest merkið á og skal tilkynna ESA það.

 

II. KAFLI

Samræmismat.

8. gr.

1. Votta má að vogir séu í samræmi við grundvallarkröfur, sem koma fram í viðauka I samkvæmt annarri af eftirfarandi málsmeðferðum eftir því sem umsækjandi kýs:

a) með EB-gerðarprófun, eins og um getur í 1. lið í viðauka II og síðan með EB-yfirlýsingu um gerðarsamræmi (ábyrgð á gæðum framleiðslu) eins og um getur í 2. lið viðauka II eða EB-sannprófun eins og um getur í 3. lið viðauka II.

EB-gerðarprófun, er þó ekki lögboðin ef um er að ræða vogir, sem hafa ekki rafeindabúnað og þar sem ekki er notuð fjöður í álagsskynjara til mótvægis við álag.

b) með EB-einingarsannprófun eins og um getur í 4. lið viðauka II.

2. Skjöl og bréf sem tengjast tilhöguninni sem um getur í 1. mgr., skulu gerð á íslensku eða tungumáli sem hinn tilnefndi aðili hefur viðurkennt.

3. Nú taka aðrar reglugerðir, sem settar hafa verið til samræmis við tilskipanir bandalagsins um önnur svið, til tiltekinna voga og skal þá sjást á EB-merkinu, sem um getur í 10. gr., að vogirnar standist einnig kröfur þeirra reglugerða eða tilskipana.

9. gr.

1. Ráðherra skal tilkynna eftirlitsstofnun EFTA um þá aðila sem hann hefur tilnefnt til að sinna verkefnum er lúta að tilhöguninni samkvæmt 8. gr., um þau verkefni sem hver aðili á að sinna og um auðkenni hinna tilnefndu aðila.

2. Beita skal lágmarksskilyrðum sem mælt er fyrir um í viðauka V. þegar aðilar eru valdir. Líta skal svo á að aðilar, sem uppfylla skilyrði viðkomandi samræmdra staðla sem faggildingardeild Löggildingarstofunnar tilgreinir, uppfylli skilyrðin sem mælt er fyrir um í viðauka V

3. Draga skal valið til baka ef aðilinn telst ekki lengur uppfylla skilyrðin sem um getur í 2. mgr. Hann skal án tafar tilkynna eftirlitsstofnun EFTA það og afturkalla tilnefninguna.

 

III. KAFLI

EB-samraemismerki og áletranir.

10. gr.

1. EB-samræmismerkið og aðrar upplýsingar, sem lýst er í 1. lið. viðauka IV. skal festa, þannig að það sé greinilegt, læsilegt og varanlegt á vogir þær sem EB-samræmi hefur verið staðfest fyrir.

2. Áletranirnar, sem um getur í 2. lið. viðauka IV skal festa, þannig að þær séu greinilegar, læsilegar og varanlegar á allar aðrar vogir.

3. Óheimilt er að festa á vogir merki sem ástæða er til að ætla að verði ruglað saman við EB-samræmismerkið.

11. gr.

Sannist að EB-samræmismerkið hafi ranglega verið fest á vog:

- sem er ekki í samræmi við gildandi staðla sem um getur í 1. mgr. 5. gr., hafi framleiðandi kosið að framleiða vogir eftir þeim stöðlum,

- sem er ekki í samræmi við viðurkennda gerð,

- sem er í samræmi við viðurkennda gerð en uppfyllir ekki viðkomandi grundvallarkröfur,

- þar sem framleiðandinn hefur ekki innt af hendi skyldur sem hann tók á sig með EB-yfirlýsingu um gerðarsamræmi (ábyrgð á gæðum framleiðslu),

skal tilnefndi aðilinn afturkalla EB-gerðarviðurkenningu sína og viðurkenninguna á gæðakerfinu ef þörf krefur. Ef EB- gerðarviðurkenningin er afturkölluð er óheimilt að leggja fram vog til EB-sannprófunar og gefa EB-yfirlýsingar um gerðarsamræmi (ábyrgð á gæðum framleiðslu).

12. gr.

Þegar vog, sem er notuð í þeim tilgangi sem um getur í a-lið 2. mgr. 1. gr., hefur verið eða er tengd við tæki sem hafa ekki fengið samræmismat eins og um getur í 8. gr. skal hvert þessara tækja bera tákn þar sem fram komi takmarkanir á notkun þess eins og tilgreint er í 3. lið. viðauka IV. Táknið skal fest á tækin þar sem það er greinilegt, læsilegt og varanlegt.

 

IV. KAFLI

Lokaákvæði.

13. gr.

Reglur um eftirlit með vogum í notkun.

1. Eftirlit með vogum í notkun felst í löggildingu auk umsjónar með því að farið sé eftir lögum, reglugerðum og verklagsreglum er gilda um vogir. Löggildingar eru unnar af Löggildingarstofunni en hún getur einnig falið skoðunarstofum að annast löggildingar.

2. Vogir, sem notaðar eru í þeim tilgangi sem um getur í a-lið 2. mgr. 1. gr., skulu löggiltar hérlendis áður en þær eru teknar í notkun. Þessar vogir skal löggilda á ný í síðasta lagi í sama ársþriðjungi tveimur árum eftir síðustu löggildingardagsetningu.

3. Þegar vog er löggilt skal setja á hana löggildingarmiða.

4. Eigandi vogar eða sá sem notar vog með sama rétti og eigandi til verkefna í samræmi við a-lið 2. mgr. 1. gr. ber ábyrgð á að vogin sé löggilt reglulega og skal gæta þess að frávikið verði ekki meira en notkunarfrávik, sem er tvöfalt það hámarksfrávik sem leyft er við löggildingu. Eftir viðgerð eða aðrar aðgerðir sem hugsanlega geta gert mælifrávik stærra en notkunarfrávik eða ef innsigli eru rofin eða sködduð, fellur löggilding úr gildi. Viðhaldsaðili, sem hefur unnið við vogina vegna viðgerðar þannig að endurlöggildingar er þörf, skal þegar tilkynna eigandanum að löggilding sé úr gildi fallin.

5. Vog, sem notuð er í þeim tilgangi sem um getur í a-lið 2. mgr. 1. gr., fellur undir eftirlitsskyldu í samræmi við grein 2.4 í reglugerð frá 5. nóvember 1993. um vog, mál og faggildingu. Löggilding getur farið fram ef vogin uppfyllir kröfur viðauka I. Verklagsreglur tilgreina hvaða atriði í viðauka Í kal prófa sérstaklega fyrir hverja löggildingu.

14. gr.

Undanþáguákvæði.

1. Um leið og reglugerð þessi tekur gildi verður óheimilt að gefa út nýjar gerðarviðurkenningar eftir eldri reglum. Þó má gefa út viðbótargerðarviðurkenningar vegna minni háttar breytinga á eldri vogum.

2. Þrátt fyrir 1. mgr. er markaðssetning og notkun voga heimil ef þær hafa gerðarviðurkenningar fyrir 1. janúar 1994 í samræmi við reglur sem þá giltu, svo sem tilskipun 73/360/EBE. Slíkar gerðarviðurkenningar má framlengja í allt að 10 ár, þ.e. til 1. janúar 2004.

3. Tilskipun 73/360/EBE er ekki sett í sérstaka reglugerð en ákvæði þeirrar tilskipunar munu gilda fyrir eldri vogir, þegar það á við, sbr. 2. mgr. 14. gr.

4. Ennfremur er heimil markaðssetning og/eða notkun voga, sem notaðar eru í þeim tilgangi sem um getur í 4, -5, tölul. a- liðar. 2. mgr. 1. gr., til 1. janúar 2004 án þess að gerð sé krafa um samræmisvottorð.

15. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um vog, mál og faggildingu nr. 100/1992 og með hliðsjón af ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 27. tölul. IX. kafla II. viðauka, tilskipun 90/384/EBE ásamt síðari breytingum um ósjálfvirkan vogarbúnað, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytið, 28. febrúar 1994.

F. h. r.

Þorkell Helgason.

Sveinn Þorgrímsson.

 

 

 

VIÐAUKI I.

MÆLIFRÆÐILEGAR KRÖFUR.

Grundvallarkröfurnar, sem vogirnar er um getur í a-lið 2. mgr. 1. gr., verða að standast, koma fram hér að aftan. Íðorðin, sem notuð eru koma frá Alþjóðalögmælifræðistofnuninni.

Inngangsorð.

Þegar vog hefur eða er tengd við fleiri en einn álestrar- eða prentbúnað, sem notaður

er í þeim tilgangi sem um getur í a-lið 2. mgr. 1. gr., þarf búnaður af þessu tagi, sem sýnir aðeins niðurstöður vigtunar og getur ekki haft áhrif á að vogin verki á réttan hátt, ekki að standast grundvallarkröfurnar, að því tilskildu að niðurstöður vigtunar séu prentaðar og skráðar á réttan hátt og varanlega með hluta vogarinnar, sem stenst grundvallarkröfurnar, og að niðurstöðurnar séu aðgengilegar fyrir báða hlutaðeigandi aðila. Þegar um er að ræða vogir sem notaðar eru við beina sölu til almennings verður álestrar- og prentbúnaður fyrir seljanda og kaupanda þó að standast grundvallarkröfurnar.

1. Einingar massa.

Einingar massa, sem nota á, skulu vera löglegar einingar í skilningi tilskipunar 80/181/EBE eins og henni var síðast breytt með tilskipun 85/1/EBE.

Með fyrirvara um, að þessu skilyrði sé fullnægt, eru eftirfarandi einingar heimilaðar:

- SI-einingar: kílógramm, míkrógramm, milligramm, gramm, tonn,

- breskar einingar: pound, ounce (avoirdupois), troy ounce,

- aðrar einingar sem ekki tilheyra metrakerfinu: metrakarat við vigtun eðalsteina.

Fyrir vogir, sem eru gerðar fyrir breskar einingar fyrir massa sem um getur hér á undan, skal umreikna grundvallarkröfurnar, sem tilgreindar eru hér að aftan, með einfaldri brúun.

2. Nákvæmnisflokkar.

2.1. Skilgreindir hafa verið eftirfarandi flokkar:

I sérstök nákvæmni

II mikil nákvæmni

III millinákvæmni

IIII venjuleg nákvæmni

Skilgreiningar fyrir þessa flokka eru í töflu 1.

2.2. Undantekningar frá kröfu 3. mgr. 1. gr. fyrir vogir sem notaðar eru samkvæmt 1. og 2. tölul. a-liðar 2. mgr. 1. gr., gilda í eftirfarandi tilfellum;

1) Vogir sem notaðar eru við viðskipti með eðalmálma eða eðalsteina. Í slíkum tilfellum skulu þær í það minnsta vera af nákvæmnisflokki II, sbr. töflu 1.

2) Vogir sem notaðar eru í viðskiptum með gróf efni. Dæmi: Vigtun ópakkaðs efnis með lágu kílógrammverði, t.d. sandur, grúsarmöl, steypa og sorp. Í slíkum tilfellum má einnig nota vogir af nákvæmnisflokki IIII.

3) Vogarbrýr, sem notaðar eru utanhúss, skulu vera af nákvæmnisflokki III, sbr. töflu 1.

TAFLA 1

Nákvæmnisflokkar.


Flokkur


Skerðingargildi (e)

Lágmarksþyngd
(Min)

Fjöldi skerðingargilda
n=Max/e

lágmarks-

lágmarks-
gildi

hámarks-

gildi

I
II

III

IIII

0,001 g £ e
0,001 g
£ e £ 0,05 g
0,1 g
£ e
0,1 g
£ e £ 2 g
5 g
£ e
5 g
£ e

l00 e
20 e
50 e
20 e
20 e
10 e

50 000
100
5 000
100
500
100

¾

100 000

100 000

10 000

10 000

1 000

Lágmarksþyngd minnkar í 5e fyrir vogir í II. og III. flokki sem notaðar eru til að ákvarða flutningsgjöld.

2.2. Deilingargildi.

2.2.1. Raunverulegt deilingargildi (d) og skerðingargildi (e) skal sýna með þessum hætti:

1 x 10k, 2 x 10k eða 5 x 10k einingar massa

þar sem k er heil tala eða núll.

2.2.2. Fyrir aðrar vogir en þær sem hafa viðbótarálestrartæki:

d=e

2.2.3. Fyrir vogir sem hafa viðbótarálestrartæki, gildir eftirfarandi:

e= 1 x 10k g

d < e <=10 d

nema fyrir vogir í I. flokki með d < 10-4 g og e = 10-3 g.

3. Flokkun.

3.1. Vogir með eitt vigtunarsvið.

Vogir, sem hafa viðbótarálestrartæki, skulu tilheyra I. eða II. flokki. Lægri mörk lágmarksgetu fyrir þessar vogir fást úr töflu 1 með því að setja raunverulegt deilingargildi (d) í stað skerðingargildis (e) í 3. dálki.

Ef d < 10-4 g má hámarksgeta í I. flokki vera minni en 50 000 e.

3.2. Vogir með fleiri en eitt vigtunarsvið.

Heimilt er að hafa fleiri en eitt vigtunarsvið á vogum að því tilskildu að það komi skýrt fram á þeim. Hvert vigtunarsvið er flokkað í samræmi við lið 3.1. Nú falla vigtunarsviðin undir mismunandi nákvæmnisflokka og skal þá vogin standast ströngustu kröfur sem gilda um þá nákvæmnisflokka sem vigtunarsviðin tilheyra.

3.3. Vogir með margskipt vigtunarsvið.

3.3.1. Heimilt er að hafa fleiri en eitt skipt vigtunarsvið (margskipt vigtunarsvið) á vogum með eitt vigtunarsvið.

Vogir með margskiptu vigtunarsviði skulu ekki hafa viðbótarálestrartæki.

3.3.2. Sérhvert vigtunarsvið i, á vogum með margskiptu vigtunarsviði, er skilgreint af:

¾ skerðingargildi þess ei

¾ hámarksgetu þess (Maxi)

¾ lágmarksgetu þess (Mini)

með e(i+1) < ei

með Maxr = Max

með Mini = Max(i-1)

og Min1 = Min

þar sem:

i = 1, 2,... r

i = númer skipts vigtunarsviðs,

r = heildarfjöldi skiptra vigtunarsviða.

Í öllum tilvikum er getan miðuð við nettóhleðslu án þess að tillit sé tekið til hugsanlegra törugilda.

3.3.3. Skipt vigtunarsvið eru flokkuð eftir töflu 2. Öll skipt vigtunarsvið á einni vog falla undir sama nákvæmnisflokk og vogin sjálf.

TAFLA 2

Vogir með margskiptu vigtunarsviði.

i = 1,2,...r

i = númer skipts vigtunarsviðs

r = heildarfjöldi skiptra vigtunarsviða


Flokkur


Skerðingargildi (e)

Lágmarksgeta
(Min)

Fjöldi skerðingargilda

Lágmarks-
gildi

Lágmarks-
gildi (1)
n =Maxi / ei+1

Hámarks-

gildi

n=Maxi /ei

I
II

III
IIII

0,001 g £ ei
0,001 g
£ ei £ 0,05 g
0,1 g
£ ei
0,1 g
£ ei
5 g
£ ei

100 e1
20 e1
50 e1
20 e1
10 e1

50 000
5 000
5 000
100
50

¾

100 000

100 000

10 000

1 000

(1) Fyrir i = r gildir samsvarandi dálkur úr töflu 1 þar sem er kemur í stað e.

4. Nákvæmni.

4.1. Þegar beitt er málsmeðferð þeirri sem um getur í 8. gr. skal frávik í álestri ekki vera meira en heimilað hámarksfrávik sem sýnt er í töflu 3. Ef um stafrænan álestur er að ræða skal leiðrétta frávik sem stafar af skekkju við að niðurstaða er rúnnuð í næstu heilu tölu.

Heimiluð hámarksfrávik gilda um gildi nettóþyngdar og töru, að frátöldum fyrirframstilltum törugildum.

TAFLA 3

Heimiluð hámarksfrávik.

 

Hleðsla

 

 

Heimilað
hámarks-
frávik

Flokkur I

Flokkur II

Flokkur III

Flokkur IIII

0 £ m £ 50 000e
50 000e < m
£ 200 000e
200 000 e< m

0 £ m £ 5 000 e
5 000 e < m 20 000 e
20 000 e < m
£ 100 000 e

0 £ m £ 500 e
500 e < m
£ 2 000 e
2 000 e < m
£ 10 000 e

0 £ m £ 50 e
50 e < m
£ 200 e
200 e < m
£ 1 000 e

± 0,5 e
± 1,0 e
± 1,5 e

4.2. Heimiluð hámarksfrávik við notkun eru tvöföld þau heimiluðu hámarksfrávik sem fastsett eru í lið 4.1.

5. Unnt skal vera að endurtaka vigtanir vogar og fá sömu niðurstöðu þótt notuð séu önnur álestrartæki og aðferðir við að ná jafnvægisstöðu.

Vigtunarniðurstöður skulu vera óháðar stöðu hleðslunnar á álagshlutanum svo nægilegt teljist.

6. Vog skal vera næm á litlar hleðslubreytingar.

7. Áhrifsbreytur og tími.

7.1. Vogir í II., III. og IIII. flokki, sem líklegt er að verði notaðar í hallandi stöðu, skulu vera ónæmar, svo nægilegt teljist, fyrir þeim halla sem orðið getur þegar vog er sett upp á eðlilegan hátt.

7.2. Vogirnar skulu standast mælifræðilegar kröfur innan þeirra hitamarka sem framleiðandi tilgreinir. Gildi þessara marka skal að minnsta kosti vera jafnt:

5 °C fyrir vog í I. flokki,

15 °C fyrir vog í II. flokki,

30 °C fyrir vog í III. eða IIII. flokki.

Ef framleiðandi hefur ekki tilgreint hitamörk gilda hitamörkin -10°C til +40°C.

7.3. Vogir, sem knúnar eru með raforku frá orkuveitukerfi, skulu standast mælifræðilegar kröfur við skilyrði við aðföng raforku sem eru innan eðlilegra fráviksmarka.

Vogir, sem knúnar eru með raforku frá rafhlöðum, skulu gefa til kynna þegar spenna fer niður fyrir það lágmarksgildi, sem krafist er og annaðhvort starfa áfram á réttan hátt þegar það gerist eða stöðvast sjálfkrafa.

7.4. Rafknúnar vogir, að undanskildum vogum í I. og II. flokki þar sem e er minna en 1 g, skulu standast mælifræðilegar kröfur við efri hitamörk þótt hlutfallslegur raki sé mikill.

7.5. Nú stendur hleðsla á vog í II., III. eða IIII. flokki í langan tíma og skal það hafa hverfandi áhrif á álestur vogarinnar á meðan hleðslan er á, sem og á núllstillingu jafnskjótt og hleðslan hefur verið tekin af.

7.6. Við annars konar skilyrði skulu vogir ýmist starfa á réttan hátt eða stöðvast sjálfkrafa.

HÖNNUN OG SMÍÐI.

8. Almennar kröfur.

8.1. Hönnun og smíði voganna skal vera á þann veg að þær haldi mælifræðilegum eiginleikum sínum ef þær eru settar upp og notaðar á réttan hátt, í því umhverfi sem þær eru ætlaðar fyrir. Skylt er að sýna gildi massans.

8.2. Rafeindavogir skulu ekki sýna merki um alvarlega bilun þótt þær verði fyrir truflun eða skulu, að öðrum kosti, geta greint bilanir á sjálfvirkan hátt og gefið það til kynna.

Ef alvarleg villa greinist á sjálfvirkan hátt í rafeindavog skal viðvörun um það heyrast eða sjást og skal viðvörunin halda áfram þar til notandi lagfærir bilunina eða hún hverfur.

8.3. Vogir skulu standast kröfurnar í liðum 8.1 og 8.2 í þann tíma sem talinn er eðlilegur miðað við þá notkun sem þær eru ætlaðar fyrir.

Á stafrænum rafeindavogum skal ætíð vera nægileg stjórn á að mæliferlið sé rétt og að álestrarbúnaður vinni rétt, svo og á allri geymslu og flutningi gagna.

Ef alvarleg villa vegna slits greinist á sjálfvirkan hátt í rafeindavog skal viðvörun um það heyrast eða sjást og skal viðvörunin vara þar til notandi lagar bilunina eða hún hverfur.

8.4. Nú er utanaðkomandi búnaður tengdur við rafeindavog með viðeigandi tengibúnaði og skal það ekki hafa áhrif á mælifræðilega eiginleika vogarinnar.

8.5. Vogir skulu ekki hafa neina þá eiginleika sem auðveldi sviksamleg not og möguleikar á misnotkun af vangá skulu vera svo litlir sem vera má. Íhlutar, sem notanda er óheimilt að fjarlægja eða stilla skulu tryggðir gegn slíku.

8.6. Hanna skal vogir á þann veg að eftirlit það sem mælt er fyrir um í þessari reglugerð megi framkvæma á fljótlegan hátt.

9. Álestur vigtunarniðurstaðna og annarra vigtunargilda.

Álestur vigtunarniðurstaðna og annarra vigtunargilda skal vera nákvæmur, ótvíræður og ekki villandi og álestrartækið skal leyfa auðveldan álestur við eðlileg notkunarskilyrði.

Heiti og tákn eininganna, sem um getur í 1. lið í viðauka þessum, skulu vera í samræmi við ákvæði tilskipunar 80/181/EBE, að viðbættu tákninu fyrir metrakarat sem er táknið "ct".

Álestur skal ekki vera mögulegur yfir hámarksgetu (Max), að viðbættum 9 e. Einungis er heimilt að nota viðbótarálestrarbúnað hægra megin við tugabrotskommu. Einungis er heimilt að nota búnað til að víkka út svið álestrar tímabundið og ekki skal vera hægt að prenta á meðan hann starfar.

Sýna má aukaálestra að því tilskildu að ekki sé unnt að rugla þeim saman við aðalálestra.

10. Prentun vigtunarniðurstaðna og annarra vigtunargilda.

Prentaðar niðurstöður skulu vera réttar, auðþekkjanlegar og ótvíræðar. Prentunin skal vera skýr, læsileg, varanleg og endingargóð.

11. Hallastilling.

Á vogum skal vera, ef við á, búnaður til hallastillingar og hallamál sem sé nægilega næmt til að hægt sé að setja vogina upp á réttan hátt.

12. Núllstilling.

Heimilt er að hafa núllstillingarbúnað á vogum. Notkun slíks búnaðar skal leiða til nákvæmrar núllstillingar og skal ekki valda röngum mæliniðurstöðum.

13. Törubúnaður og fyrirframstilltur törubúnaður.

Á vogum er heimilt að hafa einn törubúnað eða fleiri, svo og fyrirframstilltan törubúnað. Notkun slíks búnaðar skal leiða til nákvæmrar núllstillingar og tryggja rétta vigtun á nettóþyngd. Þá skal notkun fyrirframstillts törubúnaðar tryggja að reiknað nettógildi þyngdar sé rétt ákvarðað.

14. Vogir sem notaðar eru við beina sölu til almennings er hafa ekki meiri hámarksgetu en 100 kg: Viðbótarkröfur.

Á vogum, sem notaðar eru til beinnar sölu til almennings, skulu allar nauðsynlegar upplýsingar um vigtunina vera sjáanlegar og kaupandi skal sjá greinilega útreikning verðs á þeirri vöru sem keypt er ef um er ræða vogir sem sýna verð.

Ef hægt er að lesa söluverð af vog skal verðið vera nákvæmt.

Á vogum, sem reikna út verð, skal nauðsynlegur álestur vara nógu lengi til að kaupandi geti lesið það svo vel sé.

Einungis er heimilt að vogir með verðútreikningi séu notaðar til annars en vigtunar og verðútreiknings stykkjavöru að því tilskildu að allur álestur, sem tengist slíku, sé prentaður greinilega og ótvírætt á kvittun eða merkimiða fyrir viðskiptavininn.

Vogir skulu ekki hafa neina þá eiginleika sem geta valdið því að túlkun álesturs verði ekki auðveld eða einföld.

Vogir skulu tryggja kaupendur fyrir röngum söluviðskiptum sem eiga rætur að rekja til þess að þær starfa ekki rétt.

Ekki er heimilt að hafa viðbótarálestrartæki og -búnað til að víkka út svið álestrar á þessum vogum.

Einungis er heimilt að hafa aukabúnað á þessum vogum ef hann getur ekki leitt til sviksamlegra nota.

Vogum, sem svipar til voga sem venjulega eru notaðar við beina sölu til almennings en uppfylla ekki kröfur þessa liðar, skulu hafa, nærri álestrarstað, eftirfarandi varanlega áletrun: "Ekki ætluð til notkunar við beina sölu til almennings".

15. Vogir sem prenta verðmerkimiða.

Vogir sem prenta verðmerkimiða skulu standast kröfur um vogir sem sýna verð og notaðar eru við beina sölu til almennings svo fremi þær eigi við viðkomandi vog. Prentun á verðmerkimiða skal ekki vera möguleg fyrir magn undir lágmarksgetu.

VIÐAUKI II.

1. EB-gerðarprófun.

1.1. EB-gerðarprófun er málsmeðferð þar sem tilnefndur aðili sannprófar og vottar að dæmigerð vog fyrir fyrirhugaða framleiðslu standist viðeigandi kröfur þessarar tilskipunar.

1.2. Framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan bandalagsins skal

leggja fram umsókn um gerðarprófun til eins tilnefnds aðila.

Umsóknin skal innihalda:

- nafn og heimilisfang framleiðanda og, ef umsóknin er lögð fram af viðurkennda fulltrúanum, nafn hans og heimilisfang að auki,

- skriflega yfirlýsingu um að umsóknin hafi ekki verið lögð fram til annars tilnefnds aðila,

- hönnunarlýsingu eins og lýst er í viðauka III.

Umsækjandi skal láta tilnefnda aðilanum í té dæmigerða vog fyrir fyrirhugaða framleiðslu, sem nefnist hér eftir "gerð".

1.3. Tilnefndi aðilinn skal:

1.3.1. athuga hönnunarlýsinguna og ganga úr skugga um að gerðin hafi verið framleidd samkvæmt lýsingunni;

1.3.2. sammælast við umsækjanda um hvar rannsóknir og/eða prófanir eigi að fara fram;

1.3.3. framkvæma eða láta framkvæma viðeigandi rannsóknir og/eða prófanir til að ganga úr skugga um hvort lausnirnar, sem framleiðandinn velur, séu í samræmi við grundvallarkröfurnar þegar staðlarnir, sem um getur í 5. gr. hafa ekki verið notaðir;

1.3.4. framkvæma eða láta framkvæma viðeigandi rannsóknir og/eða prófanir til að athuga hvort viðkomandi staðlar hafi verið notaðir í reynd þegar framleiðandinn hefur valið að nota þá svo að samræmi við grundvallarkröfurnar sé tryggt.

1.4. Þegar gerðin uppfyllir ákvæði þessarar reglugerðar skal tilnefndi aðilinn gefa út EBgerðarviðurkenningarvottorð til umsækjandans. Vottorðið skal innihalda niðurstöður rannsóknarinnar, skilyrði, ef einhver eru, fyrir gildistöku þess og nauðsynleg gögn sem sýna viðurkenndu gerðina og, þegar þörf krefur, lýsingu á starfsemi hennar. Tæknileg atriði, svo sem teikningar og myndir, skulu fylgja í viðauka með EB-gerðarviðurkenningarvottorðinu.

Vottorðið skal gilda í tíu ár frá útgáfudegi og það má síðan endurnýja með tíu ára gildistíma í senn.

Nú verða veigamiklar breytingar á hönnun vogar, til dæmis vegna tækninýjunga, og er þá heimilt að takmarka gildistíma vottorðsins við tvö ár með þriggja ára framlengingartímabili.

1.5. Sérhver tilnefndur aðili skal öðru hverju láta öllum aðildarríkjum í té skrá yfir:

- mótteknar umsóknir um EB-gerðarprófun,

- útgefin EB-gerðarviðurkenningarvottorð,

- umsóknir um gerðarviðurkenningarvottorð sem hefur verið hafnað,

- viðbætur og breytingar við áður útgefin gögn.

Enn fremur skal sérhver tilnefndur aðili tilkynna öllum aðildarríkjunum án tafar um afturköllun á EB- gerðarviðurkenningarvottorðum.

Hvert aðildarríkjanna skal láta þeim aðilum, sem það hefur tilnefnt, í té þessar upplýsingar.

1.6. Aðrir tilnefndir aðilar geta fengið afrit af vottorðunum ásamt viðaukum við þau.

1.7. Umsækjandinn skal láta tilnefnda aðilann, sem gaf út EB-gerðarviðurkenningarvottorðið, vita um allar breytingar á viðurkenndu gerðinni.

Ef viðurkenndri gerð er breytt skulu breytingarnar öðlast viðurkenningu tilnefnda aðilans sem gaf út EB- gerðarviðurkenningarvottorðið ef slíkar breytingar hafa áhrif á samræmi við grundvallarkröfur þessarar reglugerðar eða fyrirskipuð skilyrði um notkun tækisins. Þessi viðurkenning skal gefin í formi viðbótar við upprunalega EBgerðarviðurkenningarvottorðið.

2. EB-yfirlýsing um gerðarsamræmi (ábyrgð á gæðum framleiðslu).

2.1. EB-yfirlýsingin um gerðarsamræmi (ábyrgð á gæðum framleiðslu) er málsmeðferð þar sem framleiðandi, sem uppfyllir skilyrðin í lið 2.2, lýsir því yfir að viðkomandi vogir séu í samræmi við gerðina sem lýst er í EB- gerðarviðurkenningarvottorðinu, og uppfylli viðeigandi grundvallarkröfur þessarar tilskipunar.

Framleiðandinn skal festa EB-merki á hvert tæki, svo og áletranir eins og kveðið er á um í viðauka IV.

EB-merkinu skal fylgja auðkenni tilnefnda aðilans sem er ábyrgur fyrir ER-eftirlitinu sem um getur í lið 2.4.

2.2. Framleiðandinn skal á fullnægjandi hátt hafa komið á fót gæðakerfi, eins og tilgreint er í lið 2.3, og skal sæta EB- eftirliti eins og kveðið er á um í lið 2.4.

2.3. Gæðakerfi.

2.3.1. Framleiðandinn skal leggja fram umsókn um viðurkenningu á gæðakerfi sínu til tilnefnds aðila.

Umsóknin skal innihalda:

- skuldbindingu um að rækja þær skyldur sem viðurkennt gæðakerfi hefur í för með sér,

- skuldbindingu um að viðhalda hagkvæmni og virkni viðurkennda gæðakerfisins.

Framleiðandinn skal láta tilnefnda aðilanum í té allar upplýsingar sem máli skipta, einkum gögn um gæðakerfið og hönnunarlýsingu vogarinnar.

2.3.2. Gæðakerfið skal tryggja samræmi voganna við gerðina, eins og henni er lýst í EBgerðarviðurkenningarvottorðinu, og við þær grundvallarkröfur þessarar reglugerðar sem við eiga.

Öll þau atriði, kröfur og ákvæði, sem framleiðandinn hefur tekið tillit til, skulu skráð, skýrt og kerfisbundið, í formi leiðbeininga, reglna og ritaðra fyrirmæla. Í þessari lýsingu á gæðakerfinu skal gera skýra grein fyrir gæðaskipulagi, áætlunum, handbókum og skýrslum.

Þar skal einkum koma fram haldgóð lýsing á:

- gæðamarkmiðum, skipulagningu og stjórnunarábyrgð og áhrifum þessa á gæði framleiðslunnar,

- framleiðsluferli, gæðaeftirliti og aðferðum við gæðatryggingu ásamt þeim kerfisbundnu aðgerðum sem verður beitt,

- rannsóknum og prófunum sem verða gerðar fyrir, eftir og meðan á framleiðslunni stendur og hve oft þær fara fram,

- aðferðum við eftirlit með gæðum tækisins og skilvirkni gæðakerfisins.

2.3.3. Tilnefndi aðilinn skal skoða og meta gæðakerfið til að ákveða hvort það uppfylli kröfurnar í lið 2.3.2. Hann gengur út frá því að samræmis við þessar kröfur sé gætt þegar um er að ræða gæðakerfi sem eru byggð á samhæfðum stöðlum á þessu sviði.

Hann skal tilkynna framleiðanda um ákvörðun sína og gera hinum tilnefndu aðilunum viðvart um hana. Í tilkynningunni til framleiðandans skulu koma fram niðurstöður skoðunarinnar og, komi til höfnunar, rök fyrir þeirri ákvörðun.

2.3.4. Framleiðandinn eða viðurkenndur fulltrúi hans skal gera tilnefnda aðilanum, sem viðurkenndi gæðakerfið, kunnugt um allar breytingar á því, til dæmis vegna nýrrar tækni eða nýrra meginreglna um gæði.

2.3.5. Tilnefndur aðili, sem afturkallar viðurkenningu á gæðakerfi, skal tilkynna það hinum tilnefndu aðilunum.

2.4. EB-eftirlit

2.4.1. Tilgangur EB-eftirlitsins er að tryggja að framleiðandinn uppfylli að öllu leyti skyldur sínar vegna viðurkennda gæðakerfisins.

2.4.2. Framleiðandinn skal veita tilnefnda aðilanum aðgang til að skoða framleiðslu-, eftirlits, prófunar- og geymslustaði og láta honum í té allar nauðsynlegar upplýsingar, einkum:

- lýsingu á gæðakerfinu,

- hönnunarlýsingu,

- gæðaskráningu, til dæmis skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi starfsfólks o.s.frv.

Tilnefndi aðilinn skal öðru hverju gera úttekt til að ganga úr skugga um að framleiðandinn viðhaldi viðurkennda gæðakerfinu og noti það og skal hann gefa framleiðandanum skýrslu um úttektina.

Tilnefndi aðilinn getur einnig komið til framleiðandans án þess að gera boð á undan sér. Í þessum heimsóknum getur tilnefndi aðilinn tekið út kerfið, að fullu eða að hluta. Hann skal láta framleiðanda í té skýrslu um heimsóknina og, eftir því sem við á, úttektarskýrslu.

2.4.3. Tilnefndi aðilinn skal tryggja að framleiðandinn viðhaldi viðurkennda gæðakerfinu og noti það.

3. EB-sannprófun

3.1. EB-sannprófun er málsmeðferð þar sem tilnefndur aðili athugar og vottar að tækin séu, eftir því sem við á, í samræmi við gerðina, eins og henni er lýst í EBgerðarviðurkenningarvottorðinu, og uppfylli viðeigandi kröfur þessarar reglugerðar. Tilnefndi aðilinn skal festa EB-merki á hverja vog.

3.2. Hver vog skal athuguð og prófanirnar, sem eru skilgreindar í viðkomandi stöðlum samkvæmt 5. gr. eða jafngildar prófanir, skulu gerðar til að tryggja að vogin sé í samræmi við grundvallarkröfur þessarar reglugerðar.

3.3. EB-merkinu, sem um getur í lið 3.1 hér að framan, skal fylgja auðkenni tilnefnda aðilans.

3.4. Nú þarf vog ekki að fá EB-gerðarviðurkenningu og skal þá hönnunarlýsing, sem um getur í viðauka III vera aðgengileg tilnefnda aðilanum óski hann þess.

4. EB-einingarsannprófun

4.1.. EB-einingarsannprófun er málsmeðferð þar sem tilnefndur aðili athugar og vottar að vog, hönnuð fyrir tiltekna notkun, sé í samræmi við þær kröfur þessarar tilskipunar sem við hana eiga. Tilnefndi aðilinn skal festa EB- merki á hverja vog.

4.2. Vogin skal athuguð og gerðar skulu prófanir sem eru skilgreindar í viðkomandi stöðlum samkvæmt 5. gr. eða jafngildar prófanir, til að tryggja að vogin sé í samræmi við viðeigandi kröfur þessarar reglugerðar.

4.3. EB-merkinu, sem um getur í lið 4.1 hér að framan, skal fylgja auðkenni tilnefnda aðilans.

4.4. Hönnunarlýsing, sem um getur í. viðauka III, skal vera aðgengileg tilnefnda aðilanum.

5. Sameiginleg ákvæði.

5.1. Heimilt er að EB-yfirlýsing um gerðarsamræmi (ábyrgð á gæðum framleiðslu), EBsannprófun og EB- einingarsannprófun fari fram á vinnusvæði framleiðanda eða á einhverjum öðrum stað, að því tilskildu að ekki þurfi að taka vogina í sundur vegna flutnings, að ekki þurfi að setja vogina saman á notkunarstað, eða annars konar tæknileg uppsetning að eiga sér stað er haft gæti áhrif á starfsemi vogarinnar, og að tekið sé tillit til gildis þyngdarafls á notkunarstað eða starfsemi vogar sé ekki háð breytingum á þyngdarafli. Í öllum öðrum tilvikum skal yfirlýsing um gerðarsamræmi og sannprófanir fara fram á notkunarstað vogarinnar.

5.2. Nú er starfsemi vogar háð breytingum á þyngdarafli og er þá heimilt að málsmeðferð, sem um getur í lið 5.1, fari fram í tveimur áföngum og skal þá seinni áfanginn felast í öllum skoðunum og prófunum þar sem þyngdarafl getur haft áhrif á niðurstöður en sá fyrri felast í öllum öðrum skoðunum og prófunum. Seinni áfanginn skal fara fram á notkunarstað vogarinnar. Hafi aðildarríki ákvarðað þyngdaraflssvæði á yfirráðasvæði sínu jafngildir fullyrðingin "á notkunarstað vogarinnar" orðunum "á þyngdaraflssvæði notkunarstaðar vogarinnar".

5.3.

5.3.1. Nú hefur framleiðandi ákveðið að skipta málsmeðferðinni, sem um getur í lið 5.2, í tvo áfanga en umsjón með áföngunum er ekki á hendi eins og sama aðila og skal þá vog, sem hefur gengist undir fyrri áfangann, bera auðkenni tilnefnda aðilans sem sá um þann áfanga.

5.3.2. Aðilinn, sem sá um fyrri áfangann, skal gefa út vottorð fyrir hverja vog þar sem fram komi nauðsynlegar upplýsingar til að auðkenna vogina og þar sem tilgreindar eru skoðanir og prófanir sem gerðar hafa verið.

Aðilinn, sem sér um seinni áfanga tilhögunarinnar, skal gera þær skoðanir og prófanir sem ekki hafa þegar verið gerðar.

5.3.3. Framleiðanda, sem ákveður að EB-yfirlýsing um gerðarsamræmi (ábyrgð á gæðum framleiðslu) skuli vera hluti af fyrri áfanga, er heimilt að hafa sama hátt á í seinni áfanga eða halda áfram í seinni áfanga með EB-sannprófun.

5.3.4. Festa skal EB-merkið á vog, eftir að seinni áfanga er lokið, ásamt auðkenni tilnefnda aðilans sem sá um áfangann.

VIÐAUKI III.

HÖNNUNARLÝSING.

Tæknileg lýsing skal gera hönnun, framleiðslu og notkun vörunnar auðskiljanlega og gera kleift að meta hvort farið sé að kröfum þessarar reglugerðar.

Lýsingin skal innihalda eftirfarandi upplýsingar að svo miklu leyti sem þær eru nauðsynlegar fyrir matið:

- almenna lýsingu á gerðinni,

- heildarhönnun og framleiðsluteikningar, myndir af íhlutum, undireiningum, rafrásum o.s.frv.,

- lýsingar og útskýringar sem nauðsynlegar eru til skilnings á framangreindu, þar með talið notkun vogarinnar,

- skrá yfir staðlana, sem um getur í 5. gr. og gilda að öllu eða einhverju leyti, og lýsing á þeim lausnum sem eru valdar í því skyni að uppfylla grundvallarkröfurnar þar sem staðlarnir, sem um getur í 5. gr., hafa ekki verið notaðir,

- niðurstöður útreikninga sem gerðir voru við hönnun, svo og niðurstöður prófana o.s.frv.,

- prófunarskýrslur,

- gerðarviðurkenningarvottorð og niðurstöður tilheyrandi prófana á vogum sem hafa íhluta sem ern samsvarandi íhlutum í hönnuninni.

VIÐAUKI IV

1. Vogir sem þurfa að gangast undir EB-samræmismat.

1.1. Á þessum vogum skulu vera:

a) - EB-samræmismerki, þ.e. EB-tákn eins og lýst er í viðauka VI, ásamt tveimur síðustu tölum ártals fyrir árið þegar það var fest á,

- auðkenni tilnefnda aðilans eða aðilanna sem sá/sáu um EB-eftirlit eða EBsannprófun.

Þessi merki og áletranir skulu fest á vogina þannig að þau standi saman svo greinilegt sé;

b) grænn ferhyrndur límmiði, 12,5 mm x 12,5 mm að stærð hið minnsta, með hástafnum "M", prentuðum í svörtum lit;

c) eftirfarandi áletranir:

- númer EB-gerðarviðurkenningarvottorðs, eftir því sem við á,

- auðkenni framleiðanda eða nafn,

- nákvæmnisflokkur, ritaður innan í sporöskjulaga feril eða á milli tveggja láréttra lína sem eru tengdar saman til endanna með tveimur hálfhringjum,

- hámarksgeta, táknuð með Max,

- lágmarksgeta, táknuð með Min,

- skerðingargildi, táknað með e =,

svo og, eftir því sem við á:

- raðnúmer,

- fyrir vogir sem gerðar eru úr aðskildum en þó tengdum einingum: auðkenni á hverja einingu,

- deilingargildi ef það er ekki það sama og e, táknað með d =...,

- hámarksviðbót vegna töru, táknuð með T = + ...,

- hámarksfrádráttur vegna töru ef hann er annar en Max, táknaður með T=-.

- deilingargildi fyrir töru ef það er annað en d, táknað með dT = . ,

- hámarksöryggishleðsla ef hún er önnur en Max, táknuð með Lim... ,

- sérstök hitamörk, táknuð með ...°C/ ...°C,

- hlutfall milli álagshluta og hleðslu.

1.2. Vogirnar skulu útbúnar þannig að auðvelt sé að festa á þær EB-samræmismerki og/eða áletranir. Útbúnaðurinn skal þannig gerður að ekki sé mögulegt að fjarlægja merkið og áletranirnar án þess að eyðileggja hann og þannig að merkið og áletranirnar séu sýnileg þegar vogin er í eðlilegri notkunarstöðu.

1.3. Ef notuð er merkiplata skal vera hægt að innsigla hana nema ekki sé hægt að fjarlægja hana án þess að eyðileggja hana. Ef unnt er að innsigla plötuna skal vera hægt að setja á hana eftirlitsmerki.

1.4. Áletranirnar Max, Min, e og d skulu sýndar nærri þeim stað sem niðurstöður birtast séu þær ekki þar fyrir.

1.5. Á álagsskynjara, sem er tengdur eða hægt er að tengja við einn eða fleiri álagshluta, skulu vera viðeigandi áletranir um álagshlutana.

2. Aðrar vogir.

Á öðrum vogum skulu vera:

- auðkenni framleiðanda eða nafn hans,

- hámarksgeta, táknuð með Max.

Á þessum vogum skulu ekki vera límmiðarnir sem kveðið er á um í b-lið liðar 1.1.

3. Tákn um takmarkaða notkun sem getið er um í 12. gr.

Þetta tákn er gert úr hástafnum "M", prentuðum í svörtum lit á ferhyrndan, rauðan bakgrunn, 25 mm x 25 mm að stærð hið minnsta, undir tveimur skálínum sem skerast og mynda kross.

VIÐAUKI V

Hér að neðan eru tilgreind lágmarksskilyrði sem aðildarríkin skulu beita þegar tilnefndir eru aðilar sem sinna skulu verkefnum er lúta að málsmeðferðinni sem um getur í 9. gr.

1. Aðilarnir skulu hafa yfir að ráða nauðsynlegum búnaði og starfsmönnum.

2. Starfsmenn skulu búa yfir tæknilegri færni og faglegum heilindum.

3. Tilnefndir aðilar skulu, við prófanir, skýrslugerð, útgáfu vottorða og eftirlit samkvæmt þessari reglugerð, vera óháðir öllum samböndum, hópum eða einstaklingum sem hafa beina eða óbeina hagsmuni sem tengjast vogarbúnaði sem er ekki sjálfvirkur.

4. Starfsmenn skulu bundnir þagnarskyldu.

5. Ábyrgðartrygging skal vera fyrir hendi nema ríkið hafi þessa ábyrgð samkvæmt landslögum.

Aðildarríkin skulu kanna öðru hverju hvort skilyrðin í tveimur fyrstu undirliðunum séu uppfyllt.

VIÐAUKI VI.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica