Prentað þann 6. apríl 2025
453/2015
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1185/2014 um daggjöld fyrir dvalarrými, dagdvalarrými og hjúkrunarrými sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2015.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:
Í stað orðanna "hjúkrunar- og dvalarrýma" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: hjúkrunarrýma.
Í stað orðsins "dagdvalarrýmum" í 1. málsl. 2. mgr. kemur: dvalar- og dagdvalarrýmum.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 22. gr., 2. mgr. 24. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, 6. og 10. mgr. 48. gr., sbr. 70. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, sbr. 1. og 3. mgr. 21. gr., 1. mgr. 22. gr. og 29. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Velferðarráðuneytinu, 13. maí 2015.
Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.
Anna Lilja Gunnarsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.