Samgönguráðuneyti

445/1993

Reglugerð um neyðarsendibaujur í 121,5 Mhz fyrir nærmiðun, þegar maður fellur fyrir borð

Gildissvið.

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um neyðarsendibaujur (EPIRB= Emergency Posotion Indicating Radio Beacon), sem sérstaklega eru ætlaðar sjómönnum á hafi úti til þess að bera á sér og eru notaðar til nærmiðunar til þess að auðvelda læeit, er maður fellur fyrir borð.

Þær falla ekki undir fjarskiptatæki, sem skylt er neyðartíðni flugvéla og auk þess notuð í neyðarsendibaujum báta.

Neyðarsendibaujur skv. reglugerð þessari má eingöngu nota um borð í skipum á hafi úti.

Notkun í landi er stranglega bönnuð.

Stranglega er bannað að ræsa neyðarsendibaujur, nema í sjávarháska.

Að öðru leyti en kveðið er á um í reglugerð þessari skal rekstur neyðarsendibauja á tíðninni 121,5 MHz vera í samræmi við reglugerð nr. 493/1988 um rekstur radíóstöðva.

Tæknikröfur og gerðarsamþykki.

2. gr.

Neyðarsendibaujur skv. reglugerð þessari skulu uppfylla kröfur í staðli ÍST ERS300152:1991.

Almennar reglur um gerðarsamþykki radíótækja um borð í skipum skulu gilda. Neyðarsendibaujur skv. reglugerð þessari skulu því vera gerðarsamþykktar af Fjarskiptaeftirliti ríkisins eða hlotið gerðarsamþykki, sem byggist á samevrópskum tæknireglugerðum (CTR) eða CEPT-ákvörðunum og nýtur almennt viðurkenningar í Evrópu.

Merking.

3. gr.

Söluaðili skal sjá um að sérhver neyðarsendibauja hafi a.m.k. eftirtaldar merkingar:

a.       raðnúmer sem er sérstakt númer fyrir hvert tæki.

b.      Heiti og undirnúmer skips sem neyðarsendibaujan er skráð á.

Tilkynningar um sölu, flutning og eigandaskipti,

4. gr.

Neyðarsendibaujur skv. reglugerð þessari má eingöngu selja til notkunar í skipum, sem hafa gilt haffæraskírteini.

Seljandi skal senda Fjarskiptaeftirliti ríkisins fullnægjandi upplýsingar um kaupanda sérhverrar neyðarsendibauju, þar sem fram koma a.m.k. rað númer neyðarsendibauju, nafn kaupenda, kennitala og skip það, sem tækið verður skráð á. Tilkynning skal berast Fjarskiptaeftirliti ríkisins, eigi síðar en 10 dögum eftir að sala fer fram.

Ef neyðarsendibaujur eru fluttar milli skipa, skal skráður eigandi þess skips, sem áður var með baujurnar, tilkynna um það til Fjarskiptaeftirlits ríkisins, áður en flutningur fer fram. Sömu upplýsingar og tilgreindar eru í seinustu málsgrein skulu fylgja. Fyrri eigandi ber ábyrgð á að merkingu skv. b-lið í 3. gr. sé breytt.

Skráning og leyfisbréf.

5. gr.

Neyðarsendibaujur verða skráðar með öðrum fjarskiptabúnaði í leyfisbréfi fyrir radíótæki skipa.

Á leyfisbréfi skal tilgreina tegund og raðnúmer sérhverrar bauju.

Gjald vegna breytinga á leyfisbréfi er skv. gjaldskrá Fjarskiptaeftirlits ríkisins.

Ýmis ákvæði.

6. gr.

Ef neyðarsendibauja glatast, skal það þegar tilkynnt Fjarskiptaeftirliti ríkisins. Einnig skal tilkynna lögreglu, ef ástæða þykir til.

Ef notkun neyðarsendibauju er hætt eða hún er talin ónýt, skal það þegar tilkynnt til Fjarskiptaeftirlits ríkisins. Eigandi er ábyrgur fyrir því að gerðar til þess að útloka sendingar.

Seljandi neyðarsendibauju skal upplýsa kaupanda um ákvæði reglugerðar þessarar.

7. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt lögum um fjarskipti nr. 73/1984 með síðari breytingum.

Gildistaka.

8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um fjarskipti nr. 73/1984 sbr. 32/1993, staðfestist hér með til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Samgöngumálaráðuneytið, 26. október 1993.

Halldór Blöndal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica