Prentað þann 8. apríl 2025
430/2018
Reglugerð um breytingu á reglugerð um sveinspróf nr. 698/2009.
1. gr.
Við 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður er orðast svo: Þrátt fyrir ákvæði 1. málsliðar 1. mgr. 3. gr. er próftaka heimil nemanda sem á innan við 10% ólokið af vinnustaðanámi, samkvæmt nánari útfærslu ráðuneytisins.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 30. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla og öðlast þegar gildi.
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 27. mars 2018.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir.
Ásta Magnúsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.