REGLUGERÐ
um breyting á mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994,
með síðari breytingum.
1. gr.
Við 2. gr. bætist eftirfarandi skilgreining:
Meðhöndlun seyru: Seyra sé afvötnuð og auk þess;
a) gerjuð við loftfirrð skilyrði í upphituðum rottanki og/eða,
b) rotni við loftuð skilyrði í tanki eða beði, eða við jarðgerð og/eða,
c) íblönduð kalki svo sýrustig nái pH = 11.
2. gr.
3. mgr. 33. gr. orðist svo:
33.3 Mengun frá bifreiðum, sem fluttar eru til landsins, skal vera innan viðmiðunarmarka samkvæmt viðauka 6.
3. gr.
Við 38. mgr. bætist ný málsgrein sem orðist svo:
38.5 Sveitarstjórn skal í samráði við heilbrigðisnefnd setja upp ruslagám í nánd við sumarhúsahverfi. Gámarnir skulu vera til staðar á því tímabili sem almennt er dvalist í húsunum í hverfinu. Séu fleiri en 20 sumarhús í hverfinu skal staðsetning gáms vera sem næst hverfinu og/eða þannig að hentugt sé að losa í gáminn í leið frá hverfinu.
4. gr.
2. mgr. 43. gr. orðist svo:
43.2 Salernisúrgang, ristarúrgang og seyru, sem ekki verður nýtt, skal flytja til móttökustöðvar sem hefur til þess tilskilin leyfi samkvæmt 42. gr. Taka skal mið af ákvæðum í viðauka 26 þegar seyra er nýtt til uppgræðslu, í landbúnaði, eða til annarra nota.
5. gr.
Á eftir 2. mgr. 43. gr. bætast við nýjar málsgreinar sem orðist svo:
43.3 Ómeðhöndlaða seyru má aðeins nýta til uppgræðslu fjarri mannabústöðum og utan alfaraleiða. Skylt er að plægja ómeðhöndlaða seyru a.m.k. 10 sentimetra niður í jarðveginn. Tryggt skal að ekki sé hætta á mengun grunnvatns eða yfirborðsvatns.
43.4 Meðhöndla verður alla seyru, áður en hún er borin á tún sem slegin eru til fóðurs, eru beitt, eða sem eru nýtt á annan hátt, t.d. í þéttbýli eða vegna útivistar. Sama á við um hvers kyns nýtingu til jarð- og garðræktar.
43.5 Að minnsta kosti eitt ár verður að líða frá því meðhöndluð seyra er borin á tún eða garða, þar til nýting eða umgangur er heimilaður.
43.6 Nýting á seyru er háð leyfi heilbrigðisnefndar.
6. gr.
3. mgr. 43. gr. verður 7. mgr. 43. gr.
7. gr.
Fyrirsögn 49. gr. verði _Áætlanir og skýrslugerð um meðferð úrgangsefna" í stað _Um spilliefnarannsóknir".
8. gr.
49. gr. orðist svo:
49.1 Heilbrigðisnefnd skal sjá um að annaðhvert ár verði tekið saman yfirlit yfir förgun og meðferð úrgangsefna á svæði nefndarinnar, svo og áætlanir um endurbætur. Í yfirlitinu skal a.m.k. koma fram eftirfarandi;
a) magn, tegundir og uppruni úrgangsefna,
b) endurnýting og endurvinnsla úrgangsefna,
c) tæknilegar kröfur til förgunar úrgangsefna,
d) yfirlit yfir hentug svæði þar sem úrgangur kann að verða urðaður.
49.2 Áætlanir og upplýsingar samkvæmt 1. mgr. skal senda til Hollustuverndar ríkisins, sem dregur efni þeirra saman í sameiginlega stöðuskýrslu fyrir landið, um uppruna, meðferð og förgun úrgangsefna þar með talin spilliefni. Stöðuskýrslan skal koma út annað hvert ár, í fyrsta skipti árið 1998.
9. gr.
62. gr. orðist svo:
Telji umsækjandi starfsleyfis að krafist sé óeðlilegra athugana og/eða rannsókna, sbr. 57. gr. og/eða 3. mgr. 61. gr., getur hann leitað úrskurðar úrskurðarnefndar samkvæmt lögum nr. 81/1988, sé um að ræða starfsleyfi sem heilbrigðisnefndir og Hollustuvernd ríkisins gefa út, en ráðherra sé um að ræða starfsleyfi sem hann gefur út sbr. 1. mgr. 72. gr.
10. gr.
65. gr. orðist svo:
65.1 Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillögur skal senda Hollustuvernd ríkisins. Stofnunin kannar málið í ljósi þeirra athugasemda sem fram hafa komið og lætur í ljós álit sitt. Sætti aðilar málsins sig ekki við það álit og náist ekki málamiðlun, úrskurðar úrskurðarnefnd samkvæmt lögum nr. 81/1988 í málinu, enda sé um að ræða starfsleyfi sem Hollustuvernd ríkisins gefur út. Um málsmeðferð hjá nefndinni fer samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993.
65.2 Þar sem ráðherra gefur út starfsleyfi, sbr. 1. mgr. 72. gr., að fengnum tillögum Hollustuverndar ríkisins, skal stofnunin gera nákvæma grein fyrir skriflegum athugasemdum við starfsleyfistillögur og hvernig stofnunin tekur á þeim hverri fyrir sig. Skal stofnunin sérstaklega tiltaka þær athugasemdir sem hún tekur ekki tillit til og færa rök fyrir því.
11. gr.
2. mgr. 70. gr. orðist svo:
70.2 Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillögur skal senda hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd. Heilbrigðisnefnd kannar málið í ljósi þeirra athugasemda sem fram hafa komið og gefur álit sitt. Sætti aðilar máls sig ekki við álit heilbrigðisnefndar er heimilt að vísa málinu til stjórnar Hollustuverndar ríkisins og sætti aðilar sig ekki við álit hennar, áfram til úrskurðarnefndar sem starfar samkvæmt lögum nr. 81/1988. Um málsmeðferð hjá nefndinni fer samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993.
12. gr.
Fyrirsögn 79. gr. verði _Nýjar sorpbrennslustöðvar og brennslustöðvar fyrir spilliefni" í stað _Nýjar sorpbrennslustöðvar."
13. gr.
Við 79. gr. bætast nýjar málsgreinar sem orðist svo:
79.2 Í starfsleyfum brennslustöðva fyrir spilliefni, sem brenna öðrum spilliefnum en um getur í 2. mgr., skal taka mið af kröfum sem fram koma í viðauka 29 og öðrum kröfum mengunarvarnareglugerðar eins og við á hverju sinni.
79.3 Kröfur í viðauka 29 eiga ekki við um eftirfarandi tegundir úrgangs:
a) eldfiman fljótandi úrgang sem veldur ekki annars konar útblæstri við brennslu, en sem stafar frá bruna gasolíu,
b) annan eldfiman fljótandi úrgang með nettóvarmagildi a.m.k. 30 MJ/kg, nema úrgangurinn innihaldi PCB eða PCT í meira magni en 50 ppm, eða efni sem upp eru talin á lista II í viðauka 19 og eru í slíku magni og styrk, að stofnað geti heilsu manna í hættu eða valdið skaða á umhverfi,
c) úrgang sem fellur til við leit og nýtingu gaslinda frá mannvirkjum á hafi úti, ef brennsla fer fram um borð í skipi,
d) sorp frá sveitarfélögum sem heimilt er að farga í sorpbrennslustöðvum.
14. gr.
Viðauki 6 verði svohljóðandi:
VIÐAUKI 6
Leyfilegt hámark mengunarefna í útblásturslofti bifreiða.
Um hámark mengandi efna í útblæstri bifreiða sem eru fluttar til landsins frá og með 1. janúar 1996 skulu gilda eftirfarandi mörk. Miðað er við prófanir samkvæmt US-87/88 reglum eða tilskipun nr. 70/220/EBE með breytingum nr. 94/12/EBE, nr. 93/59/EBE, nr. 91/441/EBE og nr. 83/351/EBE eða tilskipun nr. 88/77/EBE með breytingum nr. 91/542/EBE, og að mengunarvarnabúnaður bifreiða sé samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Fyrir bifreiðar sem hafa verið áður gerðarprófaðar og skráðar innan Evrópska efnahagssvæðisins þarf ekki að leggja fram vottorð til staðfestingar á að mengunarefni séu undir eftirfarandi mörkum.
A. Þegar prófað er samkvæmt bandarískum reglum US-87/88:
|
|
fólksbílar |
hvþ>1700 |
hvþ>2600 |
|
Kolmónoxíð |
CO |
2,11 (2,55) |
2,73 (3,99) |
3,10 (4,54) |
gr/km |
Kolvetni |
CH |
0,15 (0,19) |
0,19 (0,25) |
0,24 (0,35) |
gr/km |
Köfnunarefnisoxíð |
NOx |
0,25 (0,37) |
0,43 (0,60)1 |
0,68 (0,95)1 |
gr/km |
Ryk |
|
0,05 (0,06) |
0,05 (0,06) |
0,07 |
gr/km |
1) Gildir ekki um díselknúin ökutæki.
B. Þegar prófað er eftir tilskipun nr. 70/220/EBE með breytingum nr. 94/12/EBE, nr. 93/59/EBE, nr. 91/441/EBE og nr. 83/351/EBE:
Viðmiðunarþyngd kg |
Kolmónoxíð(CO) í gr/km |
Summa kolvetna og köfnunarefnisoxíða í gr/km |
Ryk í gr/km dísel |
vþ _ 1250 |
2,72 |
0,97 |
0,14 |
1250 < vþ _ 1700 |
5,17 |
1,4 |
0,19 |
1700 < vþ |
6,9 |
1,7 |
0,25 |
eða
Ffólksbifreiðar fyrir 6 eða færri farþega og vþ < 2500 |
Kolmónoxíð (CO) í gr/km bensín dísel
2,2 1,0 |
Summa kolvetna og köfnunarefnisoxíða í gr/km bensín dísel 0,5 0,7(1)
|
Ryk í gr/km díesel
0,08(1) |
(1) Bifreiðar knúnar díselvélum með beinni innspýtingu mega hleypa út 0,9 gr/km og 0,1 gr/km til 30. september 1999.
C. Þegar prófað er samkvæmt tilskipun nr. 88/77/EBE með breytingum nr. 91/452/EBE:
Kolmónoxíð CO 4,5 gr/kwh
Kolvetni CH 1,1 gr/kwh
Köfnunarefnisoxíð NOx 8,0 gr/kwh
Efnisagnir 0,36 gr/kwh(*)
(*) Sé um að ræða minni hreyfil en 85 kW skal margfalda markgildið með 1,7.
15. gr.
Við reglugerðina bætist við viðauki 29 sem er svohljóðandi:
VIÐAUKI 29
Varnir gegn mengun frá brennlustöðvum fyrir spilliefni.
1.
1.1 Í starfsleyfi skal með óyggjandi hætti tilgreina tegund og magn þess hættulega úrgangs sem leyfilegt er að meðhöndla í brennslustöðinni sem og heildarvinnslugetu stöðvarinnar.
1.2 Ef stöð sem ekki er fyrst og fremst ætlað að brenna hættulegum úrgangi er látin taka við hættulegum úrgangi (sambrennsla) og hitinn sem myndast við brunann er ekki hærri en 40% af samanlögðum hita sem losaður er í stöðinni á hverju augnabliki, skal eftirfarandi gilda að minnsta kosti:
- ákvæði 1.1 til 3.3.
- ákvæði 4.1 til 4.5.
- ákvæði 5.1 til 5.4, ásamt ákvæðum um mælingar sem um getur í 8.1 til 9.3.
- ákvæði 7.1 til 7.4.
- ákvæði 10.1 til 10.2.
1.3 Leyfið til sambrennslu sem lýst er í 1.2, skal því aðeins veitt ef í umsókninni er sýnt fram á:
- að brennarar spilliefna séu þannig staðsettir og skömmtun úrgangsins þannig hagað að sem næst fullkomnum bruna verði náð, og
- með útreikningunum sem mælt er fyrir um í II viðauka að ákvæðum í 5.1 til 5.4 verði fullnægt.
Í starfsleyfi skal með óyggjandi hætti telja upp tegundir og magn þess úrgangs sem má sambrenna í stöðinni. Í því skal enn fremur tilgreina lágmarks og hámarks massaflæði þessa úrgangs, lægsta og hæsta varmagildi hans og hámarksinnihald mengunarefna, t.d. PCB, PCP, flúors, brennisteins og þungmálma.
Niðurstöður mælinga sem gerðar eru innan sex mánaða frá því að starfsemi hefst, við óhagstæðustu skilyrði sem búast má við, skulu sýna að ákvæði 5.1 til 5.4 séu uppfyllt.
2.
2.1 Stjórnandi brennslustöðvar skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir vegna afhendingar og móttöku úrgangs í því skyni að koma í veg fyrir eða, ef það er ekki framkvæmanlegt, draga eins og kostur er úr neikvæðum áhrifum á umhverfið, einkum mengun lofts, jarðvegs og grunnvatns og hættu sem steðjar að heilsu manna.
3.
3.1 Áður en tekið er við úrganginum til brennslustöðvarinnar skal stjórnandi hennar hafa tiltæka lýsingu á úrganginum sem tekur til:
- eðlisfræðilegrar og, eftir því sem hægt er, efnafræðilegrar samsetningar úrgangsins sem og allra nauðsynlegra upplýsinga til að meta hve vel hann er fallinn til fyrirhugaðrar brennslu.
- hættu af völdum úrgangsins, hvaða efnum má ekki blanda saman og varúðarráðstafanir sem gera þarf við meðhöndlun úrgangsins.
3.2 Áður en tekið er við úrganginum skal stjórnandi brennslustöðvar að minnsta kosti gera eftirfarandi:
- ákvarða massa úrgangsins,
- athuga þau skjöl sem krafist er samkvæmt reglugerð þessari og eftir atvikum þau sem krafist er samkvæmt reglugerð nr. 259/93/ESB um umsjón og eftirlit með flutningi úrgangs innan, til og út úr Evrópubandalaginu og samkvæmt reglugerðum um flutning hættulegs úrgangs.
- taka dæmigerð sýni fyrir losun, nema það eigi ekki við, á þann hátt að framkvæma eftirlit og að gera eftirlitsaðilum kleift að bera kennsl á úrganginn sem tekinn er til meðferðar. Þessi sýni skulu varðveitt í að minnsta kosti einn mánuð eftir brennslu.
3.3 Hollustuvernd ríkisins getur veitt fyrirtækjum undanþágu frá 3.1 og 3.2, ef þau brenna aðeins sínum eigin úrgangi á framleiðslustað úrgangsins og að því tilskildu að sömu varnir séu tryggðar.
4.
4.1 Stöðvar til brennslu hættulegs úrgangs skulu starfræktar á þann hátt að sem næst fullkomnum bruna verði náð. Þetta kann að krefjast þess að viðeigandi tækni sé beitt við að forvinna úrganginn.
4.2 Allar brennslustöðvar skulu vera hannaðar, útbúnar og starfræktar með það í huga að lofttegundir sem myndast við brennslu hættulega úrgangsins, séu hitaðar eftir síðustu inndælingu brunalofts, á skipulegan og jafnan hátt og jafnvel við óhagstæðustu aðstæður, upp í að minnsta kosti 850°C við eða nálægt innvegg brunahólfsins í tvær sekúndur hið minnsta. Súrefnisinnhald skal ekki vera undir 6%. Ef brenndur er hættulegur úrgangur sem inniheldur meira en 1% af halógenuðum lífrænum efnum, táknað sem halogen, þarf að hækka hitann upp í að minnsta kosti 1100°C.
Ef eldsneyti brennarans er eingöngu fljótandi hættulegur úrgangur eða blanda loftkenndra efna og duftkenndra fastra efna sem falla til við hitaformeðferð hættulegs úrgangs við súrefnisskort og ef loftkenndi hlutinn inniheldur meira en 50% af öllum hitanum sem losaður er, á súrefnisinnihald eftir síðustu inndælingu brunalofts að vera að minnsta kosti 3%.
4.3 Allar brennslustöðvar skulu búnar brennurum sem eru ræstir sjálfvirkt þegar hiti brennslulofttegunda, eftir síðustu inndælingu brunalofts, fer niður fyrir lágmarkshita sem tilgreindur er í 4.2. Einnig ber að nota slíka brennara þegar stöðin er ræst eða stöðvuð í því skyni að tryggja að lágmarks hiti haldist meðan óbrenndur úrgangur er í brunahólfinu.
Við ræsingu og stöðvun, eða þegar hiti brennslulofts fer niður fyrir lágmarkshita sem tilgreindur er í 4.2, má ekki nota eldsneyti sem getur orsakað annan útblástur en þann sem stafar af brennslu gasolíu, fljótandi gasi eða jarðgasi.
4.4 Skylt er að hafa yfir að ráða og starfrækja kerfi til að koma í veg fyrir að spilliefnaúrgangur sé meðhöndlaður:
- við ræsingu, áður en tilskildum lágmarkshita er náð,
- þegar ekki tekst að halda tilskildum lágmarkshita,
- þegar samfelldu mælingarnar samkvæmt 5.1 til 5.4 sýna að farið er yfir viðmiðunarmörk fyrir útblástur, t.d. vegna truflana eða bilana í hreinsibúnaði.
4.5 Við starfrækslu brennslustöðvarinnar má ekki fara yfir eftirfarandi viðmiðunarmörk fyrir styrk kolsýrings (CO) í brunalofttegundum.
a) 50 mg/m3 brunalofttegunda sem ákvarðað er sem daglegt meðalgildi,
b) 150 mg/m3 brunalofttegunda fyrir að minnsta kosti 95% allra mælinga sem framkvæmdar eru á einhverju 24 klukkustunda tímabili ákvarðað sem 10 mínútna meðalgildi, eða 100 mg/m3 brunalofttegunda fyrir allar mælingar sem framkvæmdar eru á einhverju 24 klukkustunda tímabili, ákvarðað sem 30 mínútna meðalgildi.
Brennslustöðvar skulu hannaðar, búnar og starfræktar þannig að koma megi í veg fyrir verulega loftmengun niður við jörð. Hæð reykháfs skal reiknuð út með það fyrir augum að vernda heilsu manna og umhverfi.
Heimilt er í starfsleyfi að veita undanþágur frá kröfum í 4.2 fyrir tiltekin hættuleg efni. Slík undanþága skal að minnsta kosti vera bundin því skilyrði að farið sé að ákvæðum 5.1 til 5.4 og magn díoxína og fúrana í útblæstri sé minna eða jafnt því magni sem fæst með kröfunum sem mælt er fyrir um í 4.2.
4.6 Hiti sem myndast við brennsluna skal nýttur eins og kostur er.
5.
5.1 Brennslustöðvar skulu hannaðar, búnar og starfræktar þannig að minnsta kosti verði ekki farið yfir eftirtalin viðmiðunarmörk fyrir útblástursloft:
a) Dagleg meðalgildi:
1. Heildarmagn ryks 10 mg/m3
2. Lífræn efni í loftkenndu
ástandi, táknað sem lífrænt
kolefni 10 mg/m3
3. Vetnisklóríð (HCl) 10 mg/m3
4. Vetnisflúoríð (HF) 1 mg/m3
5. Brennisteinsdíoxíð (SO2) 50 mg/m3
b) 30 mínútu meðalgildi: A B
1. Heildarmagn ryks 30 mg/m3 10 mg/m3
2. Lífræn efni í loftkenndu ástandi,
táknað sem lífrænt kolefni 20 mg/m3 10 mg/m3
3. Vetnisklóríð (HCl) 60 mg/m3 10 mg/m3
4. Vetnisflúoríð (HF) 4 mg/m3 2 mg/m3
5. Brennisteinsdíoxíð (SO2) 200 mg/m3 50 mg/m3
c) Öll meðalgildi á prófunartíma sem nemur minnst 30 mínútum og mest 8 klukku-
stundum:
1. Kadmíum og efnasambönd þess, táknað sem kadmíum (Cd) að viðbættu þallíum
og efnasamböndum þess,
táknað sem þallíum (Tl) 0.05 mg/m3
2. Kvikasilfur og efnasambönd þess,
táknað sem kvikasilfur (Hg) 0,05 mg/m3
3. Samanlagðir styrkir allra eftirtalinna málma og efnasambanda þeirra, táknað sem
viðkomandi málmur:
Antímon (Sb), Arsen (As), Blý (Pb), Króm (Cr),
Kóbolt (Co), Kopar (Cu), Mangan (Mn),
Nikkel (Ni), Vanadíum (V) og Tin (Sn) 0,5 mg/m3
Ofangreind viðmiðunargildi taka einnig til loft- og gufukennds forms viðeigandi þungmálma sem og efnasambanda þeirra.
5.2 Draga skal úr útblæstri díoxína og fúrana með þróuðustu tækniaðferðum sem völ er á. Miða skal við mörkin 0,1 mg/m.3 Sex mánuðum eftir að teknar hafa verið upp samræmdar mælingaraðferðir innan ESB, skal óheimilt að fara yfir viðmiðunarmörkin. Viðmiðunarmörkin eru skilgreind sem summa styrks einstakra díoxína og fúrana sem metinn er í samræmi við I viðauka.
5.3 Niðurstöður mælinga sem gerðar eru til að staðfesta að viðmiðunar- og leiðbeiningarmörkin sem sett eru í 4.1 til 4.5 og í þessari grein skulu umreiknaðar til samræmis við kröfurnar sem mælt er fyrir um í 9.2.
5.4 Ef um er að ræða sambrennslu spilliefnaúrgangs í samræmi við 1.2 skulu ákvæði 4.5 og 5.1 til 5.3 eingöngu gilda í samræmi við viðmiðanirnar sem mælt er fyrir um í II. viðauka, um þann hluta rúmmáls útblásturslofts sem leggur frá brennslu spillefnaúrgangsins. Í samræmi við II viðauka skal ákvarða hæfileg viðmiðunar- og leiðbeiningarmörk fyrir útblástur viðeigandi mengunarefna sem losuð eru með útblásturslofti frá stöðvum sem um getur í 1.2.
6.
6.1 Losun skólps frá brennslustöð er háð leyfi.
6.2 Takmarka skal eins og kostur er losun úrgangsvatns sem fellur til við hreinsun útblásturslofts. Í starfsleyfi má heimila að losa vatnsúrgang eftir sérstaka meðferð að því tilskildu að laga- og reglugerðarákvæði og allar kröfur að því er varðar viðmiðunarmörk fyrir útblástur séu uppfyllt og að massi þungmálma, díoxína og fúrana í slíkum vatnsúrgangi, í hlutfalli við magn hættulegs úrgangs sem er meðhöndlaður, sé minnkaður þannig að sá massi sem heimilt er að losa í vatn sé minni en heimilt er að losa út í andrúmsloftið.
6.3 Svæði brennslustöðva ásamt geymslusvæðum fyrir hættulegan úrgang sem tengjast þeim skulu hönnuð og starfrækt þannig að komið verði í veg fyrir að mengunarefni berist í jarðveg og grunnvatn í samræmi við tilskipun 80/68/ESB um verndun grunnvatns gegn mengun af völdum tiltekinna hættulegra efna. Enn fremur skal sjá fyrir geymsluaðstöðu fyrir afrennsli regnvatns frá svæði brennslustöðva eða mengað vatns sem á rætur að rekja til leka eða slökkvistarfa. Þessi geymsluaðstaða skal nægja til að tryggja að hægt sé að prófa og meðhöndla slíkan úrgang áður en hann er losaður ef þurfa þykir.
7.
7.1 Leifar sem til falla við starfsemi brennslustöðvar skulu endurheimtar eða þeim fargað í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar. Það kann að fela í sér formeðferð leifanna. Ber að varðveita slíkar leifar þannig að þær séu innbyrðis aðgreindar þar til mat liggur fyrir um endurvinnslu eða förgun. Beita skal viðeigandi tækniaðferðum til að auðvelda þetta frekar.
7.2 Flytja skal og geyma til bráðabirgða þurrleifar í formi ryks, t.d. ketilryk og þurrleifar, sem falla til við meðferð útblásturslofts, í lokuðum ílátum.
7.3 Áður en ákveðið er hvernig farga á eða endurheimta leifar sem falla til við brennslu skal gera prófanir til að ákvarða eðlisfræðilega þætti og efnafræðilega samsetningu og hugsanlega mengunarhættu af völdum hinna ýmsu brunaleifa. Greiningin skal einkum taka til uppleysanlegs hluta og þungmálma.
8.
8.1 Í samræmi við 9.1 til 9.3 skal í leyfi mælt fyrir um mælingarkröfur vegna eftirlits með færibreytunum, skilyrðunum og styrk mengunarefna sem tengjast brennsluferlinu og þeim skilyrðum sem fylgja leyfinu sem gefið er út skv. 8. kafla þessarar reglugerðar. Reglubundnar mælingar skulu ákveðnar í samræmi við III. viðauka.
8.2 Leyfið skal því aðeins veitt að umsókn sýni að fyrirhuguð mælitækni séu í samræmi við III. viðauka. Öryggismörkin (95%) sem ákvörðuð eru sem viðmiðunarmörk fyrir útblástur og eru gefin upp í a-lið 4.5 og 5.1, 5.2, 5.3 og 5.5 mega ekki fara yfir þau gildi sem gefin eru upp í 4. lið III. viðauka. Viðeigandi búnaður og starfsemi sjálfvirks eftirlitsbúnaðar skal sæta eftirliti og gangast undir árlegar eftirlitsprófanir.
8.3 Aðferðir við sýnatöku sem beitt er í því skyni að uppfylla skilyrði um reglubundnar mælingar hvers loftmengunarefnis um sig og staðsetning sýnatöku og mælingarstaða skulu tilgreindar í starfsleyfi.
9.
9.1 Eftirtaldar mælingar skulu gerðar í brennslustöðinni í samræmi við III. viðauka:
a) stöðugar mælingar á efnunum sem um getur í 4.5 og a- og b-lið 5.1,
b) stöðugar mælingar á eftirtöldum færibreytum sem varða vinnsluna:
- á hita eins og um getur í 4.2,
- á styrk súrefnis, þrýstingi, hita og vatnsgufu í útblásturslofti.
c) minnst tvær mælingar á ári á efnunum sem um getur í c-lið 5.1 og 5.2, ein mæling á tveggja mánaða fresti skal hins vegar gerð fyrstu 12 mánuði starfseminnar,
d) nauðsynlegt er að staðfesta með viðeigandi hætti dvalartíma, lágmarkshita og súrefnisinnihald í útblásturslofti eins og tilgreint er í 4.2, að minnsta kosti einu sinni þegar brennslustöðin er tekin í notkun og við óhagstæðustu starfsskilyrði sem búast má við.
Sleppa má stöðugum mælingum á vetnisflúor (HF) ef vetnisklór (HCl) er meðhöndlað þannig að tryggt sé að ekki sé farið yfir viðmiðunarmörkin fyrir útblástur samkvæmt 3. tölul. á a-lið 5.1 og 3. tölul. í b-lið 5.1.
Ekki er nauðsynlegt að mæla stöðugt innihald vatnsgufu að því tilskyldu að sýni útblásturslofts sé þurrkað áður en útblásturinn er greindur.
Ekki er nauðsynlegt að gera mælingar á mengunarefnum sem skráð eru í 5.1, að því tilskildu að samkvæmt leyfinu sé eingöngu heimilt að brenna þeim spilliefnum sem geta ekki orsakað að meðalgildi fyrir þessi mengunarefni fari yfir 10% af viðmiðunarmörkum fyrir útblástur sem sett eru í 5.1.
9.2 Niðurstöður mælinganna sem gerðar eru til að staðfesta að farið sé að viðmiðunar- og leiðbeiningarmörkum um útblástur sem sett eru fram í 4.1 og 5.4 skulu umreiknuð til samræmis við eftirfarandi kröfur:
- hiti 273 K, þrýstingur 101,3 kPa, 11% súrefni, þurrgas,
- hiti 273 K, þrýstingur 101,3 kPa, 3% súrefni, þurrgas.
9.3 Viðmiðunarmörk fyrir útblástur eru uppfyllt ef:
- öll dagleg meðalgildi fara ekki yfir viðmiðunarmörkin sem mælt er fyrir um í
a-lið 4.5 og a-lið 5.1 og
- annaðhvort öll 30 mínútna meðalgildi yfir árið fara ekki yfir viðmiðunarmörkin sem mælt er fyrir um í A-dálki b-liðar 5.1, eða 97% af 30 mínútna meðalgildum yfir árið fara ekki yfir viðmiðunarmörk fyrir útblástur sem mælt er fyrir um í B-dálki b-liðar 5.1, öll meðalgildi á sama tímabili og mælt er fyrir um í c-lið 5.1 fara ekki yfir viðmiðunarmörk fyrir útblástur sem mælt er fyrir um í þeirri undirgrein.
- farið er að ákvæðum b-liðar 4.5.
Meðalgildin sem ákvörðuð eru innan tímabilsins sem um getur í 10.2 eru ekki tekin með í reikninginn þegar metið er hvort viðmiðunarmörkin fyrir útblástur séu virt.
Ákvarða skal 30 og 10 mínútna meðalgildi á virkum starfstíma (þar með talinn ræsingar- og stöðvunartími) miðað við mæld gildi þegar búið er að draga frá gildi öryggismarkanna sem tilgreind eru í 4. lið III. viðauka. Dagleg meðalgildi skulu ákvörðuð út frá þessum viðurkenndu meðalgildum.
10.
10.1 Ef mælingar sem gerðar eru sýna að farið sé yfir viðmiðunarmörk skal tilkynna Hollustuvernd ríkisins um það án tafar. Stöðin sem um ræðir skal hætta að taka við spilliefnum, ef hún uppfyllir ekki viðmiðunarmörk fyrir útblástur, og stöðin má ekki taka á ný við slíkum úrgangi fyrr en Hollustuvernd ríkisins leyfir það.
10.2 Í starfsleyfi skal mæla fyrir um hve lengi óumflýjanleg stöðvun af tæknilegum orsökum, röskun eða minni háttar bilun á hreinsibúnaði eða mælingarbúnaði má vara og styrkur mengandi efna sem losuð eru út í andrúmsloftið má fara yfir viðmiðunarmörk. Stöðin má, við þessi skilyrði, aldrei halda áfram að brenna úrgangi í meira en fjórar klukkustundir í senn án hléa. Enn fremur má starfsemi við þessi skilyrði á einu ári ekki vera meiri en 60 klukkustundir samanlagt. Ef um er að ræða alvarlega bilun skal stjórnandi brennslustöðvarinnar draga úr eða hætta starfsemi eins fljótt og auðið er þar til stöðin getur hafið eðlilega starfsemi á ný. Í stöðvum sem fjallað er um í 1.2 skal hætt að taka við spilliefnum. Heildarinnihald ryks mengunarefnanna skal aldrei fara yfir 150 mg/m3, táknað sem 30 mínútna meðaltal. Ennfremur má ekki fara yfir viðmiðunarmörk fyrir útblástur sem mælt er fyrir um í 2. tölul. í a-lið 1. og 2. tölul. í b-lið 5.1. Uppfylla skal öll önnur skilyrði sem um getur í 4.1. til 4.5.
I. VIÐAUKI.
Jafngildisstuðlar fyrir díoxín og díbensófúrön.
Til að ákvarða samanlagt gildi sem um getur í 5.2 skal margfalda styrk eftirfarandi díoxína og díbensófúrana með eftirfarandi jafngildisstuðlum áður en lagt er saman.
Efni Jafngildisþáttur
2,3,7,8 |
Tetraklóródíbensódíoxín (TCDD) |
1 |
1,2,3,7,8 |
Pentaklóródíbensódíoxín (PeCDD) |
0,5 |
1,2,3,4,7,8 |
Hexaklóródíbensódíoxín (HxCDD) |
0,1 |
1,2,3,7,8,9 |
Hexaklóródíbensódíoxín (HxCDD) |
0,1 |
1,2,3,6,7,8 |
Hexaklóródíbensódíoxín (HxCDD) |
0,1 |
1,2,3,4,6,7,8 |
Heptaklóródíbensódíoxín (HpCDD) |
0,01 |
|
Oktaklóródíbensódíoxín (OCDD) |
,001 |
2,3,7,8, |
Tetraklóródíbensófúran (TCDF) |
,1 |
2,3,4,7,8 |
Pentaklóródíbensófúran (PeCDF) |
0,5 |
1,2,3,7,8 |
Pentaklóródíbensófúran (PeCDF) |
,05 |
1,2,3,4,7,8 |
Hexaklóródíbensófúran (HxCDF) |
0,1 |
1,2,3,7,8,9 |
Hexaklóródíbensófúran (HxCDF) |
0,1 |
1,2,3,6,7,8 |
Hexaklóródíbensófúran (HxCDF) |
0,1 |
2,3,4,6,7,8 |
Hexaklóródíbensófúran (HxCDF) |
0,1 |
1,2,3,4,6,7,8 |
Heptaklóródíbensófúran (HpCDF) |
0,01 |
1,2,3,4,7,8,9 |
Heptaklóródíbensófúran (HpCDF) |
0,01 |
|
Oktaklóródíbensófúran (OCDF) |
0,001 |
II. Viðauki.
Ákvörðun viðmiðunarmarka fyrir útblástur og leiðbeiningarmörk
fyrir brennslu hættulegs úrgangs.
Reikna skal út viðmiðunarmörk eða leiðbeiningarmörk fyrir hvert einstakt mengunarefni og kolmónoxíð í útblásturslofti sem myndast við brennslu hættulegs úrgangs sem hér segir:
C = Vúrg. * Cúrg. + Vvinnsl. * Cvinnsl. / Vúrg.+ Vvinnsl.
Vúrg Magn útblásturslofts sem myndast við brennslu hættulegs úrgangs sem aðeins er ákvarðað út frá úrgangi með lægsta varmagildi sem er tilgreint í starfsleyfi og staðlað við aðstæður sem tilgreindar eru í 9.2.
Ef magn hitalosunar við brennslu hættulegs úrgangs er minni en 10% af heildarhitalosun í stöðinni skal Vúrg. reiknað út frá (ímynduðu) magni úrgangs sem við brennslu myndi samsvara 10% af samanlagðri hitalosun.
Cúrg. Viðmiðunarmörk fyrir stöðvar sem einungis er ætlað að brenna hættulegan úrgang (að minnsta kosti viðmiðunarmörk fyrir útblástur og leiðbeiningarmörk fyrir mengunarefni og kolmónoxíð eins og mælt er fyrir um í 5.1, 5.2 og 4.5).
Vvinnsl. Útblástursloft sem myndast við vinnslu stöðvarinnar, þar með talin brennsla leyfilegs eldsneytis sem venjulega er notað í stöðinni (að undanskildum spilliefnum) sem er ákvarðað á grundvelli súrefnisinnihalds. Ef engin ákvæði eru til um þessa gerð stöðvar verður að nota raunverulegt súrefnisinnihald í útblástursloftinu án þess að þynna það með viðbótarlofti, sem er ekki nauðsynlegt fyrir vinnsluna. Umreikninga vegna annarra skilyrða er að finna í 9.2.
Cvinnsl. Viðmiðunarmörk fyrir útblástur viðeigandi mengunarefna og kolmónoxíða í slíkum stöðvum þegar þær brenna eldsneyti sem venjulega er leyft (að undanskildum hættulegum úrgangi). Ef engar upplýsingar af þessu tagi eru fyrir hendi skal nota viðmiðunarmörk um útblástur sem mælt er fyrir um í starfsleyfi.
C Samanlögð viðmiðunar- eða leiðbeiningarmörk fyrir kolsýring (CO) og viðeigandi mengunarefni sem koma í stað viðmiðunar- eða leiðbeiningarmarka sem mælt er fyrir um í 4.5 og í 1. og 5.1 til 5.2. Heildarsúrefnisinnihald sem koma á í stað súrefnisinnihalds með hliðsjón af umreikningunum sem um getur í 4.1 til 5.4 er reiknað út á grundvelli ofangreinds innihalds með hliðsjón af hluta rúmmálsins.
Ekki skal taka tillit til mengunarefna og kolsýrings sem ekki stafar beint frá brennslu spilliefna eða frá brennslu eldsneytis (t.d. efna sem eru nauðsynleg fyrir framleiðslu eða framleiðsluvara) auk kolsýrings sem myndast við slíka brennslu, ef
- nauðsynlegt er vegna framleiðsluferilsins að kolsýringsstyrkur í brunalofttegund-
um sé meiri, og ef
- Cúrg (samkvæmt skilgreiningu hér að framan) fyrir díoxín og fúrön eru uppfyllt.
Miðað við það að leyfilegt er að sambrenna spilliefni skulu samanlögð viðmiðunarmörk fyrir útblástur reiknuð út þannig, að útblástur mengunarefna út í umhverfið sé í lágmarki.
III. Viðauki.
Mælingaraðferðir.
1. Mælingar sem gerðar eru til að ákvarða styrk loftmengunarefna í gasleiðslum skulu vera dæmigerðar fyrir aðrar mælingar.
2. Sýnataka og greining allra mengunarefna, þar með talið díoxína og fúrana og viðmiðunarmæliaðferðir til að kvarða sjálfvirkt mælikerfi skulu framkvæmdar eins og tilgreint er í CEN-stöðlum. Innlendir staðlar gilda þar til samningu CEN-staðla hefur verið lokið.
3. Einungis er hægt að hafa eftirlit með díoxínum og fúrönum ef greiningarmörk fyrir sýnatöku og greiningu einstakra díoxína og fúrana eru nægilega lág til að fá marktæka niðurstöðu að því er varðar eiturhrifajafngildi.
4. 95% öryggismörkin sem ákvörðuð eru sem viðmiðunarmörk fyrir útblástur mega ekki fara yfir eftirfarandi hundraðshlutföll af viðmiðunarmörkum fyrir útblástur.
Karbonmónoxíð (a liður 4.5): |
10% |
Brennisteinsdíoxíð (5. tölul. í a lið 5.1): |
20% |
Heildarmagn ryks (1. tölul. í a lið 1.1): |
30% |
Heildarmagn lífræns kolefnis (2. tölul. í a lið 5.1): |
30% |
Vetnisklóríð (3. tölul. a lið 5.1): |
40% |
16. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 3. gr. laga nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum, og með hliðsjón af 3. tl. I. kafla II. viðauka og 2 a, 21 b, 27. og 32. tl. XX. viðauka EES-samningsins (tilskipanir nr. 94/67/EBE, 86/278/EBE, 94/12/EBE, 93/59/EBE og 91/156/EBE svo og ákvörðun nr. 94/741).
Reglugerðin öðlast gildi við birtingu. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 536/1994.
Umhverfisráðuneytinu, 3. júlí 1996.
Guðmundur Bjarnason.
Ingimar Sigurðsson.