Prentað þann 7. apríl 2025
404/2020
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 192/2016, um mat á vegnum fjármagnskostnaði sem viðmið um leyfða arðsemi við ákvörðun tekjumarka sérleyfisfyrirtækja í flutningi og dreifingu á raforku, með síðari breytingum
1. gr.
2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Grunnvextir í Bandaríkjadölum eru ákvarðaðir á grundvelli samtölu 10 ára viðmiðs ávöxtunarkröfu bandarískra ríkisskuldabréfa (e. 10 y US TIPS) og 10 ára áhættuálags ríkissjóðs Íslands að frádregnu 10 ára áhættuálagi ríkissjóðs Bandaríkjanna. Miða skal við upplýsingar um skuldatryggingarálag til 10 ára (e. 10 y CDS) sem fengnar eru frá viðurkenndri gagnaveitu.
2. gr.
4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Veginn fjármagnskostnaður dreifiveitna ákvarðast af eftirfarandi gildum og er reiknaður samkvæmt WACC formúlunni, sem sett er fram í 2. gr.:
Viðmið um eiginfjárhlutfall | e | 55% |
Viðmið um skuldahlutfall | d | 45% |
Beta-gildi hlutafjár | βE | 0,74 |
Vaxtaálag | sD | 1,0% |
Áhættuálag markaðar | sM | 5,2% |
Sérstakt áhættuálag | sL | 1,0% |
Miða skal við grunnvexti rf í íslenskum krónum, sbr. 1. mgr. 3. gr., og tekjuskattshlutfall TS sem ákvarðað er á grundvelli 71. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt.
3. gr.
5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
-
Veginn fjármagnskostnaður flutningsfyrirtækis vegna flutnings til dreifiveitna ákvarðast af eftirfarandi gildum, sbr. 2. gr.:
Viðmið um eiginfjárhlutfall e 50% Viðmið um skuldahlutfall d 50% Beta-gildi hlutafjár βE 0,81 Vaxtaálag sD 1,0% Áhættuálag markaðar sM 5,2% Sérstakt áhættuálag sL 1,0% Miða skal við grunnvexti rf í íslenskum krónum, sbr. 1. mgr. 3. gr., og tekjuskattshlutfall TS sem ákvarðað er á grundvelli 71. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt.
-
Veginn fjármagnskostnaður flutningsfyrirtækis vegna flutnings til stórnotenda ákvarðast af eftirfarandi gildum, sbr. 2. gr.:
Viðmið um eiginfjárhlutfall e 50% Viðmið um skuldahlutfall d 50% Beta-gildi hlutafjár βE 0,81 Vaxtaálag sD 1,0% Áhættuálag markaðar sM 5,2% Sérstakt áhættuálag sL 1,0% Miða skal við grunnvexti rf í Bandaríkjadölum, sbr. 2. mgr. 3. gr. og tekjuskattshlutfall TS sem ákvarðað er á grundvelli 71. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt.
4. gr.
8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Orkustofnun skal taka ákvörðun um grunnvexti næsta almanaksárs fyrir 15. maí, byggða á forsendum um grunnvexti, skv. 1. og 2. mgr. 3. gr. Ákvörðun grunnvaxta leiðir af sér nýja ákvörðun um veginn fjármagnskostnað.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett á grundvelli 8. mgr. 12. gr. og 8. mgr. 17. gr. raforkulaga nr. 65/2003, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 30. apríl 2020.
F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,
Ingvi Már Pálsson.
Sigríður Valgeirsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.