Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

120/1987

Reglugerð um starfsemi lyfjabúðar Háskóla Íslands - Brottfallin

REGLUGERÐ

um starfsemi lyfjabúðar Háskóla Íslands.

 

1. gr.

Lyfjabúð Háskóla Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu Háskóla Íslands, er tók við rekstri Reykjavíkurapóteks 1. September 1982.

 

2. gr.

Hlutverk stofnunarinnar er að reka lyfjabúð, kennsla og rannsóknir í lyfjafræði lyfsala, framleiðsla lyfja og stuðla að framförum í lyfjafræði (pharmacia) og lyfjagerð.

Hagnaði of rekstri stofnunarinnar skal verja til uppbyggingar og endurbóta á lyfjabúðinni og til þess að hún verði að öðru leyti færari um að gegna hlutverki sínu, skv. 1. mgr. eftir nánari ákvörðun stjórnar stofnunarinnar, sbr. 3. gr.

Um lyfjabúð Háskóla Íslands fer að öðru leyti á sama hátt og um aðrar lyfjabúðir hvað varðar búnað og rekstur sem og aðrar kröfur, sem í gildi eru eða settar kunna að verða.

 

3. gr.

Í stjórn stofnunarinnar sitja fimm menn, prófessor í lyfjafræði lyfsala, lyfjafræðingur úr hópi starfsfólks og þrír menn kosnir of háskólaráði, en of þeim skal a. m. k. einn vera lyfjafræðingur og kennari í lyfjafræði lyfsala.

Stjórnin situr tvö ár í senn og skiptir sjálf með sér verkum. Háskólaráð kýs tvo endurskoðendur til tveggja ára.

Forstöðumaður lyfjabúðarinnar eða staðgengill hans situr stjórnarfundi og hefur þar tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.

Stjórnin ræður starfslið, tekur ákvarðanir um rekstur lyfjabúðarinnar og setur fyrirtækinu starfsreglur, sem háskólaráð staðfestir. Um ráðningu forstöðumanns fer að öðru leyti samkvæmt 3. og 4. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982.

Heimilt er stjórninni með samþykki háskólaráðs að ráðstafa hluta of arði til fjárframlaga í verðlaunasjóð Alfred Benzon, sbr. staðfesta stofnskrá.

 

4. gr.

Allar meiri háttar fjárfestingar eru háðar samþykki háskólaráðs.

Ársreikningar stofnunarinnar skulu bornir upp árlega í háskólaráði til samþykktar.

 

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt ákvæðum 3. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/ 1982, öðlast gildi við birtingu. Jafnframt fellur þá úr gildi reglugerð nr. 309, 6. maí 1983 um sama efni.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 4. mars 1987.

 

Ragnhildur Helgadóttir.

Páll Sigurðsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica