REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 303, 23. maí 1995,
um úthafsrækjuveiðar og notkun seiðaskilju við rækjuveiðar.
1. gr.
Við reglugerðina bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
I. Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er ekki skylt að nota seiðaskilju við rækjuveiðar á svæði fyrir Vestur- og Suðvesturlandi sunnan og vestan línu, sem þannig er dregin:
A. Frá punkti 65°00'00 N - 26°32'00 V í 270° réttvísandi.
B. Frá punkti 65°00'00 N - 26°32'00 V um eftirgreinda punkta:
1. 64°41'00 N - 25°18'00 V
2. 65°04'00 N - 24°01'00 V
3. 64°56'00 N - 24°02'00 V
4. 64°48'00 N - 24°16'00 V
5. 64°32'00 N - 24°22'00 V
6. 64°22'00 N - 24°52'00 V
7. 64°08'00 N - 24°58'00 V
8. 64°28'00 N - 23°54'00 V
9. 64°18'00 N - 23°44'00 V
10. 63°28'00 N - 24°34'00 V
11. 63°28'00 N - 23°00'00 V og þaðan í réttvísandi suður.
Ákvæði þetta gildir frá 15. maí 1996 til 31. desember 1996. Heimilt er að setja sérstakar reglugerðir, sem áskilja notkun á seiðaskilju innan svæðisins.
II. Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er ekki skylt að nota seiðaskilju við rækjuveiðar á svæði út af Norðvesturlandi, sem markast af línum sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta:
1. 67°14'30 N - 26°00'00 V
2. 66°30'00 N - 26°00'00 V
3. 66°10'00 N - 26°40'00 V
4. 66°10'00 N - 28°20'00 V
5. 66°20'00 N - 27°40'00 V
6. 66°55'00 N - 27°00'00 V
Ákvæði þetta öðlast þegar gildi og gildir til 1. júlí 1996. Heimilt er að setja sérstakar reglugerðir, sem áskilja notkun á seiðaskilju innan svæðisins.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 81, 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, til þess að öðlast þegar gildi. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 76 um breytingu á reglugerð nr. 303, 23. maí 1995, um úthafsrækjuveiðar og notkun seiðaskilju við úthafsrækjuveiðar.
Sjávarútvegsráðuneytinu, 18. apríl 1996.
Þorsteinn Pálsson.
Árni Kolbeinsson.