Reglugerð
um breytingu á reglugerð nr. 6, 9. janúar 1998,
um verndun smáfisks við tog- og dragnótaveiðar fyrir Suðausturlandi.
1.gr.
Í stað: "30. apríl 1998" í B. og C. lið 2. gr. komi: 31. ágúst 1998.
2.gr.
Eftir 4. gr. komi ný grein er orðist svo: Sé notkun leggglugga áskilin í reglugerðum eða ákvörðunum um skyndilokanir við tog- eða dragnótaveiðar eða veiðar á öðrum tilteknum svæðum, skal leggglugginn vera útbúinn eins og tilgreint er í 4. gr. reglugerðar þessarar.
3.gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1998, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Sjávarútvegsráðuneytinu, 4. maí 1998.
Þorsteinn Pálsson.