Sjávarútvegsráðuneyti

604/1999

Reglugerð um tegundir sem undanþegnar eru viðskiptum á Kvótaþingi - Brottfallin

REGLUGERÐ

um tegundir sem undanþegnar eru viðskiptum á Kvótaþingi.

1. gr.

Heimilt er að flytja aflamark í Norðuríshafsþorski, hörpudiski og innfjarðarækju milli skipa án undangenginna viðskipta á Kvótaþingi.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt tillögu stjórnar Kvótaþings með stoð í 3. tl. 1. gr. laga nr. 11/1998 um Kvótaþing til þess að öðlast þegar gildi. Frá sama tíma er felld úr gildi reglugerð nr. 478, 30. júlí 1998.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 14. september 1999.

Árni M. Mathiesen.

Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica