Við orðskýringar í grein 1.0 bætist eftirfarandi orðskýring:
JAR-26 (Additional Airworthiness Requirements for Operators): Kröfur Flugöryggissamtaka Evrópu um viðbótar lofthæfikröfur fyrir flugrekendur.
Grein 7.9 skal hljóða svo:
Til viðbótar við 1. tl. c-lið JAR-OPS 1.1255 Flugvernd í stjórnklefa kemur 2. tl. svohljóðandi: 2. Setja skal upp búnað til þess að unnt sé að vakta, frá vinnureitum flugmanna svæðið fyrir framan stjórnklefa eins og nauðsynlegt er til að bera kennsl á þá sem vilja komast inn í stjórnklefann og skynja grunsamlega hegðun eða hugsanlega hættu. Þar sem ekki verður komið við búnaði samkvæmt framangreindu skal flugrekandi koma á verklagi sem flugmálayfirvöld geta fallist á til að tryggja að óviðkomandi aðili komist ekki inn í stjórnklefa þegar hurðin er opnuð.
Grein JAR-OPS 1.1240 skal hljóða svo:
JAR-OPS 1.1240 | Þjálfunaráætlanir |
(Sjá ACJ 1.1240) |
Flugrekandi skal koma á, viðhalda og stjórna viðurkenndum þjálfunaráætlunum svo að flugverjar sem starfa hjá honum geti gert viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir ólögmæt afskipti, svo sem skemmdarverk eða flugrán, og milda afleiðingar ef slíkt gerist.
Þjálfunaráætlunin skal vera í samræmi við Flugverndaráætlun Íslands. Sérhver flugverji skal hafa þekkingu og hæfni í öllum viðeigandi atriðum þjálfunaráætlunarinnar.
[JAR-OPS 1, Breyting 6 útg. 1.8.2003]
Grein JAR-OPS 1.1250 skal hljóða svo:
JAR-OPS 1.1250 Gátlistar fyrir verklag við leit í flugvél
Flugrekandi skal tryggja að um borð sé gátlisti verklags sem nota skal við leit að sprengju eða heimatilbúnum sprengibúnaði (Improvised Explosive Device - IED) ef grunur leikur á um skemmdarverk og við leit að földum vopnum, sprengjum eða öðrum hættulegum búnaði þegar og ef sterkar grunsemdir eru um að ólögmætar aðgerðir séu í aðsigi gagnvart flugvélinni. Gátlistanum skulu fylgja leiðbeiningar um viðeigandi ráðstafanir sem skulu viðhafðar finnist sprengja eða grunsamlegur hlutur svo og upplýsingar, um þann stað í flugvélinni þar sem sprengja veldur minnstum skaða, ef handhafi tegundarskírteinis hefur veitt þær.
[JAR-OPS 1, Breyting 6 útg. 1.8.2003]
Grein JAR-OPS 1.1255 skal hljóða svo:
JAR-OPS 1.255 Flugvernd í stjórnklefa
a) | Í öllum flugvélum sem búnar eru hurð að stjórnarklefanum skal vera hægt að loka og læsa hurðinni innanfrá. Settur skal upp búnaður eða verklagi komið á sem flugmálayfirvöld geta fallist á til þess að þjónustuliðar geti gert flugliðum viðvart ef eitthvað grunsamlegt er á seyði eða brot framin sem ógna öryggi vélarinnar í farþegarými. |
b) | Frá og með 1. nóvember 2003 skulu stjórnarklefar allra farþegaflugvéla með yfir 45 500 kg hámarksflugtaksmassa eða hámarksfjölda farþegasæta í samþykktu sætafyrirkomulagi fyrir 60 farþega eða fleiri, búnar sérstökum viðurkenndum hurðum að stjórnarklefa sem hægt er að læsa og aflæsa frá báðum vinnureitum flugmanna og hannaðar til að standast kröfur JAR 26.260. Hurðir skulu hannaðar þannig að þær séu ekki til trafala við neyðarrýmingu sbr. JAR 26.260. |
c) | Í öllum flugvélum sem eru búnar hurð að stjórnarklefa sbr. b-lið: |
1) | skal hurð vera lokuð áður en hreyflar eru ræstir fyrir flugtak og skal læst í samræmi við flugverndarreglur og verklag eða samkvæmt ákvörðun flugstjóra þar til hreyflar hafa verið stöðvaðir eftir lendingu, nema þegar telja má nauðsynlegt að þeir sem til þess hafa leyfi komist inn eða út úr stjórnklefanum, í samræmi við Flugverndaráætlun Íslands.1 |
[JAR-OPS 1, Breyting 6 útg. 1.8.2003]
1 Í gr. 7.9 (séríslenskt ákvæði) í I. hluta reglugerðar þessarar er þjóðarregla til viðbótar við 1. tl. c-liðar JAR-OPS 1.1255 Flugvernd í stjórnklefa sem hljóðar svo: 2. Setja skal upp búnað til þess að unnt sé að vakta, frá vinnureitum flugmanna svæðið fyrir framan stjórnklefa eins og nauðsynlegt er til að bera kennsl á þá sem vilja komast inn í stjórnklefann og skynja grunsamlega hegðun eða hugsanlega hættu. Þar sem ekki verður komið við búnaði samkvæmt framangreindu skal flugrekandi koma á verklagi sem flugmálayfirvöld geta fallist á til að tryggja að óviðkomandi aðili komist ekki inn í stjórnklefa þegar hurðin er opnuð.
Reglugerð þessi er sett með vísan til 2. mgr. 70. gr., 145. gr. og IX. kafla laga um loftferðir nr. 60/1998 ásamt síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.