15. gr. orðist svo:
Auk þeirra reglna sem settar eru fram í þessari reglugerð skulu ákvæði reglna nr. 497/1994, um notkun persónuhlífa, gilda um vinnu um borð í skipum.
16. gr. orðist svo:
Auk þeirra reglna sem settar eru fram í þessari reglugerð skulu ákvæði reglna nr. 498/1994, um skjávinnu, gilda um vinnu um borð í skipum.
17. gr. orðist svo:
Auk þeirra reglna sem settar eru fram í þessari reglugerð skulu ákvæði reglna nr. 499/1994, um öryggi og hollustu þegar byrðar eru handleiknar, gilda um vinnu um borð í skipum.
18. gr. orðist svo:
Auk þeirra reglna sem settar eru fram í þessari reglugerð skulu ákvæði reglna nr. 621/1994, um vinnu með krabbameinsvaldandi efni, gilda um vinnu um borð í skipum.
19. gr. orðist svo:
Auk þeirra reglna sem settar eru fram í þessari reglugerð skulu ákvæði reglna nr. 554/1996, um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum líffræðilegra skaðvalda á vinnustöðum, gilda um vinnu um borð í skipum.
20. gr. orðist svo:
Auk þeirra reglna sem settar eru fram í þessari reglugerð skulu ákvæði reglna nr. 707/1995, um öryggis- og heilbrigðismerki á vinnustöðum, gilda um vinnu um borð í skipum.
21. gr. orðist svo:
Auk þeirra reglna sem settar eru fram í þessari reglugerð skulu ákvæði reglna nr. 931/2000, um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti, gilda um vinnu um borð í skipum.
22. gr. orðist svo:
Auk þeirra reglna sem settar eru fram í þessari reglugerð skulu ákvæði reglugerðar nr. 431/1997, um notkun tækja, gilda um vinnu um borð í skipum.
1. mgr. 24. gr. orðist svo:
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 4. mgr. 1. gr. og 4. gr. laga nr. 35/1993, um eftirlit með skipum, með áorðnum breytingum og með hliðsjón af tilskipunum ráðsins nr. 89/391/EBE frá 12. júní 1989, um lögleiðingu ráðstafana er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna á vinnustöðum öðlast þegar gildi.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 4. mgr. 1. gr. og 4. gr. laga nr. 35/1993, um eftirlit með skipum, með áorðnum breytingum, öðlast þegar gildi.