REGLUGERÐ
um iðgjöld til slysatrygginga samkvæmt 36. gr. laga 67/1971 um
almannatryggingar sbr. 5. gr. laga 59 20. maí 1978.
1. gr.
Eigendur ökutækja og aflvéla, sbr. c-lið 29. gr. laga 67/1971, skulu standa skil á föstu ársiðgjaldi til slysatrygginga sem hér segir:
|
kr. |
Vegna bifreiðar. |
100,00 |
Vegna bifhjóls |
100,00 |
Vegna reiðhjóls með hjálparvél |
100,00 |
Vegna vélsleða |
100,00 |
Vegna heimilisdráttarvélar |
100,00 |
Vegna rafstöðvar |
50,00 |
Vegna súgþurrkunartækis |
50,00 |
Vegna heyblásara |
50,00 |
Vegna trillubáta |
410,00 |
2. gr.
Við nýskráningu skrásetningarskyldra ökutækja skal innheimta ársiðgjöld til þess tíma, er færa skal ökutækið næst til skoðunar skv. gildandi reglum á hverjum tíma.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 36. gr. laga 67/1971 sbr. 5. gr. laga 59/1978 um almannatryggingar og tekur gildi frá og með 1. janúar 1984.
Jafnframt er úr gildi felld reglugerð nr. 448/1978 svo og lokamálsgrein 1. gr. reglugerðar nr. 201 15. apríl 1981.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 10. janúar 1984.
Matthías Bjarnason.
Páll Sigurðsson.