REGLUGERÐ
um flugvallagjald og eldsneytisgjald.
1. gr.
Flugvallagjald skal vera kr. 1.250,00 fyrir hvern farþega sem ferðast frá Íslandi til annarra landa.
Fyrir hvern farþega í innanlandsflugi og í flugi til Færeyja og Grænlands skal flugvallagjald vera kr. 165,00.
Fyrir farþega á aldrinum tveggja til tólf ára skal greiða hálft gjald en fyrir yngri farþega skal ekkert gjald greiða.
2. gr.
Eldsneytisgjald skal vera kr. 1,60 af hverjum lítra flugbensíns og kr. 0,80 af hverjum lítra þotueldsneytis.
3. gr.
Um innheimtu gjalda samkvæmt 1. og 2. gr., skil þeirra, viðurlög og aðra framkvæmd samkvæmt reglugerð þessari, gilda ákvæði laga nr. 31/1987 um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 15. gr. laga nr. 31/1987, sbr. einnig 5., 8. og 9. gr. sömu laga, staðfestist hér með til að öðlast gildi 1. nóvember 1991. Frá sama tíma fellur reglugerð nr. 426/1989 úr gildi.
Samgönguráðuneytið, 1. október 1991.
Halldór Blöndal.
Halldór S. Kristjánsson.